Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 27
Ríkisskattstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. nóvember 2022, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 7. nóvember 2022 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. nóvember 2022, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vöru- gjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, ofgreiðslu stuðnings úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatrygg- ingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkis- sjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrir- vara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verð út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. . Reykjavík, 16. nóvember 2022 „Það er svo margt, ef að er gáð,/sem um er þörf að ræða,“ sagði afmælis­ barn dagsins, Jónas Hallgrímsson, í veizlukvæði 1839. Þau orð eiga enn vel við. Hér verður þó aðeins drepið á tvennt: Fjallkonan, tákn Íslands, rekur ættir sínar aftur í hugmyndaheim Eggerts Ólafssonar um miðja 18. öld. Og nú hina síðari áratugi hefur sú kona stigið fram á Austurvelli í Reykjavík hvern þjóðhátíðardag, skrýdd tignarlegum faldbúningi þeirrar tegundar sem Sigurður mál­ ari Guðmundsson hannaði um 1860, og ávarpað mannsöfnuð. Ekki veit ég hvernig það atvikaðist að nefndin sem stýrir hátíðarhöldum í Reykja­ vík 17. júní varð svo rugluð að hún heldur að Fjallkonan tákni íslenzku þjóðina. En Fjallkonan táknar alls ekki þjóðina, heldur landið, náttúru Íslands frá jöklum til stranda, Fjall­ konan er Ísland í kvengervi. Og ræða hennar skal sniðin eftir því: fóstur­ foldin ávarpar börn sín. Hinn 17. júní síðastliðinn sté glæsileg kona af erlendu bergi brotin fram í skrúða Fjallkonunnar og flutti ávarp sitt eins og að drekka vatn, en á fremur ógreinilegri íslenzku sem ekki var gagnrýnisvert í sjálfu sér. Þetta átti víst að sýna fordómaleysi og um leið ræktarsemi í garð útlend­ inga víðsvegar að sem nú hafa tekið sér bólfestu í hrönnum á Íslandi. Sem sagt: fjölmenningarleg Fjallkona. Ófáir eru þeir útlendingar sem hafa um langan aldur auðgað mann­ líf okkar á ýmsa vegu hér í deyfðinni. Heiður sé þeim fyrir það. En eins og fyrr sagði táknar Fjallkonan Ísland sjálft, ekki íslenzku þjóðina. Þess vegna getur sú persóna ein út af fyrir sig (sama hvaðan úr heimi hún er) sem býst gervi Fjallkonunnar í það og það skiptið með engu móti borið því vitni hversu frjálshuga og fjölmenningarlegir Íslendingar séu orðnir. Slíkt rúmast að réttu lagi ekki innan táknmyndarinnar. Hitt rúmast þar aftur móti að Fjallkonan hvetti til athafna í þágu sannrar fjöl­ menningar, því sem tákngervingur landsins ávarpar hún alla Íslendinga, nýja borgara til jafns við okkur hin sem hér erum fædd og upp vaxin. Það er svo eftir öðru að merking Fjallkonunnar skuli hafa bjagazt: fæstir Íslendinga skilja lengur sjálfan þjóðsönginn. Þar fór fyrir eilífðar­ smáblóminu eins og Fjallkonunni, fólk heldur að það tákni íslenzku þjóðina. Af þessu leiðir að næstum átakanlegt getur verið að heyra vöskustu íþróttaiðkendur syngja af fremsta megni við upphaf lands­ leikja þennan lofsöng til guðdómsins í himinhæðum, alltaf er að sjá eins og þeir verði sem snöggvast lémagna þegar þar kemur í textanum að tár­ vott smáblómið deyr. Þessir kepp­ endur eru heldur en ekki til í slaginn hverju sinni fyrir hönd lands og lýðs („Nú á að taka það!“), en fyrst verða þeir að syngja um þjóð sem líkt er við grátandi og deyjandi blómjurt. Þannig er hins vegar mál með vöxtum að smáblóm þetta táknar hreint ekki íslenzku þjóðina, heldur þau þúsund ár sem hún hafði lifað í landinu þegar Matthías Jochumsson orti lofsönginn, þ.e. árþúsundið 874­ 1874. Sá tími er ekki lengri en einn dagur fyrir augliti guðs, stendur þar. Að gefnu tilefni kom greinarhöf­ undur þessari ábendingu á framfæri „í blaði allra landsmanna“ fyrir all­ nokkrum árum, en slíkt fyrnist auð­ vitað skjótt. n Í tilefni dagsins Hannes Pétursson skáld Um næstu áramót lýkur áratuga­ langri starfsemi barnaverndar­ nefnda á Íslandi. Er hér um að ræða sögulega og mikilvæga breytingu á barnaverndarstar f i sveitar­ félaga. Til starfa taka þá svokölluð umdæmisráð barnaverndar. Hlut­ verk umdæmisráða verður afmark­ að við að kveða upp úrskurði um tilteknar íþyngjandi ráðstafanir í barnaverndarmálum. Er hér fyrst og fremst um að ræða ákvarðanir um vistun barna utan heimilis og ákvarðanir um umgengni kynfor­ eldra við börn í varanlegu fóstri. Þetta úrskurðarvald hefur hingað til verið á hendi barnaverndarnefnda. Umdæmisráð bar naver ndar verða sjálfstæðar stjórnsýslu­ einingar á sveitarstjórnarstigi, aðskildar frá starfsemi barna­ verndarþjónustu, sem fer með alla vinnslu barnaverndarmála frá degi til dags. Í dag eru þeir starfs­ menn sem sinna barnaverndar­ málum frá degi til dags starfsmenn barnaverndarnefnda. Um áramót verður því formlegur aðskilnaður milli starfsmanna barnaverndar og þeirra sem sjá um að kveða upp úrskurði í barnaverndarmálum. Umdæmisráðin verða skipuð þremur aðilum: Lögfræðingi sem er formaður, félagsráðgjafa og sál­ fræðingi. Í barnaverndarlögum eru gerðar ríkar kröfur um fagþekkingu og hæfni þessara aðila. Sveitarfélög­ um er falið að koma á fót umdæmis­ ráðum og stefnir allt í að um áramót verði starfandi þrjú umdæmisráð á landinu. Eitt umdæmisráð í Reykja­ vík, annað fyrir höfuðborgarsvæðið utan Reykjavíkur og þriðja sem verði sameiginlegt umdæmisráð landsbyggðarinnar. Það eru allra erfiðustu og þyngstu mál barnaverndar sem munu rata fyrir umdæmisráðin. Umdæmis­ ráðin þurfa því að hafa burði til að leysa erfið mál skjótt og vandlega. Við undirbúning umdæmisráðs Reykjavíkur hefur áhersla verið lögð á að fylgja markmiðum og anda laganna og að ráðið verði faglega skipað, sjálfstætt og hafi burði til að sinna því veigamikla starfi sem því er falið lögum samkvæmt. Það er mikilvægt fyrir barnaverndar­ starf í landinu að vel takist til við stofnsetningu umdæmisráðanna og traust ríki í þeirra garð. Á undanförnum árum hefur Mannréttindadómstóll Evrópu kveðið upp nokkurn fjölda dóma gegn Noregi þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir v ið afmarkaðan þátt barnaverndar­ starfs þar í landi. Barnaverndar­ nefnd Reykjavíkur hefur vakið athygli á því að mikilvægt sé að endurskoða íslensk barnaverndar­ lög með hliðsjón af þessari þróun. Það mun falla í hlut umdæmisráða að taka tillit til þessarar túlkunar Mannréttindadómstóls Evrópu en um leið að starfa innan þeirra marka sem íslensk barnaverndar­ lög og áralöng stjórnsýslufram­ kvæmd þeirra kveður á um. Er hér um vandasamt verk að ræða. Það er von okkar allra sem störfum að barnaverndarmálum að tilkoma umdæmisráða verði til þess fallin að auka traust til barna­ verndarstarfs í landinu. Barna­ vernd fer með mikið vald og það eru sjálfsögð réttindi, bæði foreldra og barna, að fá endurskoðun fag­ legs og sjálfstæðs stjórnvalds á þeim ákvörðunum sem þar eru teknar. n Söguleg breyting fram undan á barnavernd á Íslandi Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur Það er mikilvægt fyrir barnaverndarstarf í landinu að vel takist til við stofnsetningu umdæmisráðanna og traust ríki í þeirra garð. MIÐVIKUDAGUR 16. nóvember 2022 Skoðun 15FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.