Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 2
Koppafeiti Eiríkur hefur ekki áhyggjur af nöfnum í íslensku. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Eiríkur Rögnvaldsson, pró- fessor í íslensku, hefur litlar áhyggjur af breytingum á íslenskum staðarheitum. odduraevar@frettabladid.is MENNTUN Fleiri erlend staðarheiti í íslenskri tungu skipta litlu máli þó að æskilegt sé að halda í gamlar íslenskar myndir af þeim þar sem þær eru til. Þetta segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Fréttablaðið lagði þrjú staðar- heiti sem hafa tiltölulega nýlega breyst fyrir prófessorinn, í tilefni af degi íslenskrar tungu, og spurði hvort þetta hefði einhverja þýðingu fyrir tungumálið. Hvíta-Rússland er nýlega orðið Belarús, Kænugarður að Kyiv og Björgvin fyrir löngu orðin að Bergen. „Þessi þrjú heiti sem þú nefnir eru gerólík innbyrðis. Björgvin er auð- vitað hið gamla norræna heiti borg- arinnar, sem breyttist fyrir löngu í Bergen í norsku,“ segir Eiríkur. Myndirnar Björgvin og Bergen hafi verið notaðar samhliða í íslensku hið minnsta frá því á 19. öld Þannig að þar er ekki hægt að segja að nein breyting hafi orðið nýlega. Vissulega getur verið að hlutföllin milli nafnmyndanna hafi eitthvað breyst en ég get ekki sagt um það – erfitt er að athuga það í f ljótu bragði í rituðum heimildum vegna þess að mannsnafnið Björg- vin flækist fyrir,“ segir Eiríkur. Að sögn Eiríks er Kænugarður einnig fornt norrænt nafn því að norrænir menn þekktu vel til þar austur frá. „En heitið Kiev (eða Kiew, og nú Kyiv) hefur einnig verið notað í íslensku að minnsta kosti síðan á 19. öld, og allan þann tíma verið miklu algengara en Kænugarður ef marka má tímarit.is.“ Eiríkur segir Kænugarð frekar vera í sókn, sérstaklega núna eftir að Úkraínustríðið hófst. Hann segir Belarús annars eðlis. „Landið virðist ha fa heitið Hvíta- Rússland á íslensku síðan farið var að tala eitthvað um það hér snemma á 20. öld, og samsvarandi heiti hefur verið notað í mörgum Evrópumálum,“ segir Eiríkur. Fyrir nokkrum árum hafi stjórnvöld þar í landi beðið um að landið yrði í staðinn kallað Belarús vegna þess að Hvíta-Rússland væri villandi. Það sé svo álitamál hvort eigi að fara eftir að slíku. „Við þurfum daglega að nota mik- inn fjölda erlendra staðarheita og mannanafna sem bera erlent svip- mót og eru ekki löguð að íslensku. Það skiptir ekki máli hvort þau eru aðeins f leiri eða færri. En þar sem til eru gamlar íslenskar myndir af erlendum staðarheitum er almennt séð æskilegt að halda í þær.“ n Belarús mun líklega ekki rústa framtíð íslenskunnar  Þessi þrjú heiti sem þú nefnir eru gerólík innbyrðis. Björgvin er auðvitað hið gamla norræna heiti borgar- innar, sem breyttist fyrir löngu í Bergen. ljosid.is/ljosavinur Vildi að ég gæti átt venjulegan miðvikudags­ morgun með fjölskyldunni“ „ kristinnpall@frettabladid.is VEÐUR „Þetta er heldur óvenjulegt miðað við árstíma, en svona hlý- indakaflar hafa komið fyrir áður,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfars- rannsókna hjá Veðurstofu Íslands, spurð hvort veðurblíðan sem hefur einkennt höfuðborgarsvæðið það sem af er nóvembermánuði sé ekki í óvenjulegri kantinum. Ekkert bendir til að von sé á frosti á næstu dögum þó að við séum komin hálfa leiðina inn í nóvember. „Það spáir svona hlýindum áfram næstu daga,“ segir Kristín. Hún segir að þetta sé með hlýrri mánuðum í Reykjavík frá upphafi mælinga. „Það sem af er mánuði bendir til þess að hann sé með þeim hlýrri, en ekki sá hlýjasti. Síðasti sunnudagur var óvenjulega hlýr, 12,7 stiga hiti í Reykjavík jafnaði met í borginni frá 1999 sem hæsti hiti sem mælst hefur í nóvember,“ segir Kristín og segir að það sama eigi við um landsbyggðina. „Á mörgum veðurstöðvum mæld- ist hæsti hiti sem mælst hefur í nóv- ember,“ segir Kristín og nefnir að það mældist 14,7 stiga hiti á Kjalar- nesi á sunnudaginn. n Sá hlýjasti frá upphafi í borginni Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands Frúardagur, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, frumsýndi söngleikinn Koppafeiti eða Grease í Gamla bíó í gær. Það var svakalegt stuð eins og sjá má enda um mikla stemningssýningu að ræða. Bjartur Örn Bachmann leikstýrir og tónlistarstjórn er í höndum Unu Torfadóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG „Staðan er bara sú að við erum ekki ennþá með neitt þak yfir höfuðið á daginn,“ segir Ragnar Erling Hermannsson, heimilislaus maður í Reykjavík og félagi í Við- móti, samtökum um mannúðlega vímuefnastefnu á Íslandi. Viðmót hefur undanfarið barist fyrir því að opnað verði húsnæði í Reykjavík þar sem heimilislausir karlar geta verið yfir daginn en gistiskýli borgarinnar eru lokuð á milli klukkan tíu á morgnana og fimm seinnipartinn. „Það virðist ekki verið hlustað á okkur og enn síður brugðist við,“ segir Ragnar. Á fundi Velferðarráðs borgarinnar var lagt til að útvegað yrði neyðarhúsnæði fyrir heimilis- lausa karlmenn í borginni. Lagt var til að velferðarráð samþykkti að verja alls 155 milljónum króna til rekstursins. Í fundargerð segir að kostnaður rúmist ekki innan fjár- heimilda. „Við höfum ekkert heyrt af neinu en höldum í vonina,“ segir Ragnar. n Ekki enn með þak yfir höfuðið Ragnar Erling Hermannsson 2 Fréttir 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.