Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 36
Það er gríðarlega ólíkt að starfa á Íslandi og í Frakklandi. Þar erum við svo lánsöm að vera með frönsku tónlistar- mannalaunin sem tryggja innkomu. Cécile Lacharme AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Franskur sellóleikari sem staddur er hér á landi segir merkilegt hve sterkur tónlist- arbransinn er á Íslandi í ljósi þess hve fáir lifi af honum. ninarichter@frettabladid.is Franska tónlistarkonan Cécile Lacharme segir íslenskt tónlistarlíf gríðarlega ólíkt hinu franska og þar komi listamannastyrkir við sögu. „Það er gríðarlega ólíkt að starfa á Íslandi og í Frakklandi. Þar erum við svo lánsöm að vera með frönsku tónlistarmannalaunin sem tryggja innkomu. Krafan með styrknum er að spila 43 gigg á hverju ári og þá fær maður peninga frá ríkinu,“ segir Cécile. Cécile hefur styrkinn og nefnir að í vissu samhengi megi líkja starfi tónlistarmanna í Frakklandi við venjulega launavinnu. „Þú getur stólað á þennan pening mán- aðarlega og að mínu mati gerir þetta franska tónlistarumhverfið mun auðveldara viðfangs,“ segir hún. Tónlistarfólk í tveimur störfum Í framhaldinu bendir Cécile á að langflestir íslenskir tónlistarmenn séu að minnsta kosti í tveimur störf- um. „Vegna þess að það lifir enginn á tónlistinni einni saman, eins og ég skil það,“ segir hún. Þá bendir Cécile á að það sé marg- falt ódýrara að lifa í Frakklandi. „En á móti kemur að Ísland er minna og þannig er auðveldara að vekja á sér athygli.“ Hún segir annan kost við smæðina vera hversu mikið íslenskir tónlistarmenn styðji hver annan. „Í Frakklandi erum við 67,5 milljónir sem gerir stöðuna aðeins flóknari,“ segir hún og hlær. „Mér finnst magnað hvað brans- inn er sterkur á Íslandi miðað við hversu fáir lifa af honum en það sýnir hversu mikil ástríðan er í fólk- inu. Sumir tónlistarmenn í Frakk- landi geta kannski orðið pínulítið latir,“ segir hún. Cécile nefnir einnig að erfitt sé að fá frönsku tónlistar- mannalaunin en um leið og þau séu komin í höfn sé viðkomandi með þau fyrir lífstíð. „Fólk frá öðrum stöðum glápir bara á mig þegar ég segi frá þessu, og segir að Frakkland sé eins og algjör paradís fyrir lista- menn.“ Bjóða Íslendingum til Nantes L’Institut français, Tónlistarborgin Reykjavík, franska borgin Nan- tes, ÚTÓN, Mengi í Reykjavík og Trempo í Nantes bjóða upp á skipti- vinnudvöl fyrir tónlistarfólk frá Reykjavík og frönsku borginni Nan- tes í því skyni að byggja menningar- lega brú milli borganna tveggja. Útvöldum einstaklingi býðst að skapa tónlist í fullbúnu hljóðveri og æfingarými í þrjár vikur án kvaða um endanlega útkomu. Cécile var stödd hér á landi á dög- unum í tengslum við slíka vinnu- stofu í Mengi. Hún vann meðal annars að verkefni með íslenska tónlistarmanninum Snorra Hall- grímssyni, sem vann með Ólafi Arn- alds að tónlistinni í Broadchurch og hlaut fyrir það BAFTA-verðlaunin. n Segir Frakkland eins og paradís fyrir tónlistarfólk Cécile Lacharme var stödd hér á landi í tengslm við skiptivinnudvöl fyrir tónlistarfólk í samstarsfverkefni milli menn- ingarstofnana í Reykjavík og frönsku borginni Nantes. FRÉTTABLAÐIÐ/SKJÁSKOT ninarichter@frettabladid.is Leik- og söngkonan Lindsay Lohan fer með aðalhlutverk í jóla- mynd á streymisveitunni Netflix eftir nokkurt hlé frá leiklistinni. Lindsay Lohan er fædd árið 1986. Hún sló í gegn sem barnastjarna í kvikmyndinni Parent Trap árið 1998. Hún lék í f jölda vinsælla mynda á borð við Freaky Friday frá 2003 og Confessions of a Teenage Drama Queen frá 2004. Lindsay skapaði sér nafn sem ein af skærustu stjörnum Hollywood á fyrsta áratug aldarinnar, eftir leik í Mean Girls frá sama ári. Hún var tíður gestur í heimspressunni, tísku- tákn og poppstjarna. Samhliða leik- listinni gaf hún út tvær breiðskífur með popptónlist á fyrsta áratug aldarinnar. Upp úr árinu 2007 hóf pressan að greina frá erfiðleikum Lindsay í tengslum við neyslu áfengis og fíkniefna auk þess sem leikkonan komst ítrekað í kast við lögin. Framleiðslufyrirtæki hófu að slíta samstarfi vegna óreglu og ítrekað bárust fréttir af innlögnum á með- ferðarstofnanir. Síðustu ár virtist þó hafa birt til í lífi stjörnunnar. Aðdáendum til gleði hefur hún snúið sér aftur að rómantískum gamanmyndum eftir nokkurt hlé, í jólamynd frá Netf lix sem heitir Falling for Christmas. Í myndinni leikur Lindsay ofurríka erfðaprins- essu sem missir minnið í skíðaslysi. Í leit að minninu rambar hún á sitt sanna sjálf, töfra jólanna og sitt- hvað f leira. Samhliða hljóðritaði Lindsay einnig nýja útgáfu af jólalaginu Jingle Bell Rock sem var hluti af tón- list og hljóðheimi myndarinnar. Falling for Christmas er ekki eina rómantíska ræman sem Lindsay birtist í um þessar mundir en nýlega lauk tökum á kvikmyndinni Irish Wish þar sem hún fer einnig með aðalhlutverk. Irish Wish verður frumsýnd á Netflix á næsta ári. n Lohan minnislaus í nýrri jólamynd Lindsay Lohan gleður á aðventunni. Í Útkallsþætti kvöldsins fær Óttar Sveinsson til sín Bryndísi Brandsdóttur jarðskjálftafræðing sem hrapaði 200 metra fram af Grímsfjalli (1722m) á Vatnajökli í maí 1998. Í KVÖLD KL. 19.30 OG AFTUR KL. 21.30 24 Lífið 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.