Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 13
Spítalinn þarf að vera kom- inn á fullt skrið nokkrum mínútum eftir að jarðskjálfti ríður yfir. Turnarnir fimm sem mynda meðferðar- kjarna nýs spítala við Hringbraut eru farnir að taka á sig mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Og ástæðan er einföld, segir Ásbjörn. „Þetta er gríðarlega mikil- væg bygging fyrir okkur sem þjóð. Það er enginn afsláttur gefinn þegar kemur að öryggi og álagi.“ En auknar kröfur hafa eðlilega í för með sér aukinn kostnað. Ásbjörn segir það hafa legið fyrir frá upp- hafi. En svo hafi utanaðkomandi áhrif heimsfaraldurs og stríðsátaka sett enn fleiri strik í reikninginn. „Uppsteypan er samt sem áður eini samningurinn sem verðhækk- anir hafa haft áhrif á. Sá samningur var undirritaður áður en markað- urinn fór á skrið og þar höfum við séð aukinn kostnað. Það er ekkert leyndarmál.“ Á síðasta ári var ákveðið að koma til móts við verktaka vegna hækkana á mörkuðum stáls. „Við horfðum fram á allt að 250 prósenta hækkun og það ræður enginn verk- taki við það,“ segir Ásbjörn. Eina leiðin hafi því verið að axla ábyrgðina með verktakanum. Hinn valkosturinn hafi verið að stöðva framkvæmdir. „Við lögðumst í ítarlegar grein- ingar og niðurstaðan var að halda áfram af fullum krafti. Það er dýrt að fresta opnun nýs spítala og í stóra samhenginu er heildarkostnaður- inn enn innan þeirra skekkjumarka sem gert var ráð fyrir í upphafi. Þannig að þetta var hárrétt ákvörð- un að mínu viti.“ Gert er ráð fyrir að heildarkostn- aður við nýjan spítala verði um 90 milljarðar miðað við vísitölu í október. Það er hækkun upp á 27 milljarða króna frá fyrri áætlunum. Ásbjörn segir ekkert benda til ann- ars á þessum tímapunkti en að verk- inu verði lokið árið 2028. En hvað ætlar hann að gera þegar verkinu lýkur og klippt verður á borða? „Ætli ég leggist ekki bara inn á einhverja deildina hérna þegar þessu lýkur,“ segir Ásbjörn og hlær. „Ég er ekkert farinn að hugsa um hvað taki við. Ég ætla bara að njóta þess að atast í þessu næstu árin. Það er svo margt óvenjulegt og öðru- vísi við þetta. Svo er líka svo mikil eftirvænting í loftinu. Ég finn það vel heima hjá mér. Konan mín er deildarstjóri gjörgæslunnar í Foss- vogi þannig að það er eins gott að standa sig og gera þetta vel,“ segir Ásbjörn að lokum. n HUGUM AÐ HITAVEITUNNI ER ALLTAF NÓG TIL? Samorka býður til morgunfundar um málefni hitaveitna, stöðu jarðhitaauðlindarinnar og forðamála. Boðið verður upp á morgunhressingu frá 8:30. Fram koma: Hera Grímsdóttir, Veitur Framkvæmdastýra Rannsókna og þróunar hjá OR Sigurður Þór Haraldsson, Selfossveitur Veitustjóri Hjalti Steinn Gunnarsson, Norðurorka Fagstjóri hitaveitu Marta Rós Karlsdóttir, Orkustofnun Sviðsstjóri sjálfbærrar orkunýtingar Almar Barja, Samorka Fagsviðsstjóri Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Allir eru velkomnir á fundinn og aðgangur er ókeypis. Fundinum verður einnig streymt. Skráning er á samorka.is Fimmtudaginn 17. nóvember Kl. 9:00–10:30 Kaldalóni, Hörpu helgisteinar@frettabladid.is Íslandsstofa í samvinnu við við- skiptafulltrúa Íslands í New York mun standa fyrir opnum kynn- ingarfundi um stofnun fyrirtækja í Bandar ík junum. Fundur inn verður haldinn rafrænt þann 30. nóvember og munu Íslendingar fá að kynnast fyrirtækjarekstri þar í landi. Nikulás Hannigan, aðalræðis- maður Íslands í New York, segir að skrifstofa hans og Íslandsstofa hafi skipulagt fundinn til að hjálpa fyrirtækjum að átta sig á því hvort það sé tímabært að stofna fyrirtæki í Bandaríkjunum. „Bandaríski markaðurinn hefur alltaf verið spennandi kostur fyrir íslensk fyrirtæki að sækja inn á, og ekki síst núna þegar kreppa herjar á Evrópu og dollarinn er sterkur,“ segir Nikulás. Unnar Helgi Daníelsson, einn af framsögumönnum á fundinum, telur að íslensk vörumerki eigi mikla möguleika á þarlendum markaði. Unnar stofnaði fyrirtækið Thor’s skyr árið 2021 með Haf þóri Júlíusi og bandarísku leikurunum Terry Crews og Dylan Sprouse. Skyrvörur þeirra eru nú til sölu í f leiri en 1.500 verslunum í Banda- ríkjunum, þar á meðal Walmart. Á næsta ári stefna þeir á að hækka þá tölu upp í 10 þúsund. „Ég held að þessi fundur verði til góðs fyrir alla þátttakendur, alla þá sem eiga sér draum um að hefja rekstur í Ameríku og vilja láta hann rætast, en ég er ekki að segja að það sé auðvelt. Allir búa samt til sín eigin tækifæri og geta þetta! Það virðist ómögulegt til að byrja með en svo er þetta auðveldara en fólk heldur,“ segir Unnar. n Íslensk fyrirtæki horfa vestur um haf Unnar Helgi Daníelsson FRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 16. nóvember 2022 Fréttir 13MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 16. nóvember 2022

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.