Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 32
Ég held að í kjölfar Covid sé mikil löngun hjá fólki til að tengjast líkamanum. Brogan Davison VERÖLD HVÍLDAR BETRA BAK – LEGGUR GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI www.betrabak.is Verð 13.900 kr. Chandon er ný og glæsileg lína frá Serta þar sem hugsað er fyrir hverju smáatriði. Chandon heilsurúmið er einnig hægt að fá með stillanlegum botnum og heilli yfirdýnu. Einnig fáanlegt í gráum lit. Einstaklega falleg hönnun þar sem þægindi og stuðningur veita þér þann svefn sem þú átt skilið. Stærð Verð með botni Verð m/stillanlegum botni 160 x 200 cm 449.900 kr. 649.900 kr. 180 x 200 cm 484.900 kr. 679.900 kr. 180 x 210 cm 509.900 kr. 689.900 kr. 200x200 cm 524.900 kr. 739.900 kr. SERTA CHANDON HEILSURÚM (dýna, botn, gafl og lappir) A F S L ÁT T U R A F B A Ð S L O P P U M 20% A F S L ÁT T U R A F S Æ N G U R F Ö T U M 20% Nú frá 7.900 kr. BELLA DONNA Bómullin er blönduð með Aloe Vera geli. Lökin halda sér ár eftir ár. 97% bómull og 3% elastin. Verð frá 7.900 kr. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 Reykjavík Dance Festival fagnar tuttugu ára afmæli sínu með allsherjar afmælis­ veislu. Á dagskránni í ár er lögð sérstök áhersla á inngild­ ingu og birtingarmyndir. tsh@frettabladid.is Reykjavík Dance Festival fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár og hefur hátíðin tekið höndum saman við alþjóðlegu leiklistarhátíðina Lókal og býður fólki í fimm daga langa afmælisveislu sem hefst í dag. Sviðslistahjónin Pétur Ármannsson og Brogan Davison, listrænir stjórn­ endur RDF, segja mikla stemningu vera fyrir hátíðinni í sviðslistasen­ unni hér á landi. Pétur: „Við erum ótrúlega vel stemmd myndi ég segja og finnum að það er mikill áhuga fyrir hátíð­ inni. Ég held að fólk sé bara almennt mjög menningarþyrst.“ Fjölbreytni og inngilding Hver eru þemu hátíðarinnar í ár? Pétur: „Þemu hátíðarinnar eru fjölbreytni, inngilding og aðgengi. Þetta er fjölbreytt safn sýninga og viðburða með fjölbreyttum hópi listamanna. Það er bæði íslenskur dans og alþjóðlegur dans, þann­ ig að það er fjölbreytileiki bæði í listrænum skilningi og í birtingar­ myndum þeirra sem stíga á svið.“ Brogan: „Inngilding er eitt af þemum hátíðarinnar í ár og hefur verið í mörg ár en á sérstaklega vel við núna í ljósi nýlegrar umræðu um birtingarmyndir, sérstaklega er við kemur fötluðum listamönnum og fólki með fatlanir. Þetta virðist vera góður tími til að halda áfram þeirri umræðu í gegnum listamennina sem sýna á hátíðinni.“ Á meðal þess sem boðið er upp á á hátíðinni eru viðburðir fyrir börn, námskeið fyrir fólk yfir sextugt og sýning með flytjendum á níræðis­ aldri. Pétur: „Við reynum einhvern veginn alltaf að spyrja spurn­ inganna fyrir hvern er dans, hver fær að dansa og hver hefur fengið boð í dansteitið? Kannski er hátíð­ in okkar tilraun til að svara þeim spurningum og ögra viðteknum hugmyndum.“ Eitthvað fyrir alla Eins og áður sagði markar hátíðin í ár tímamót því Reykjavík Dance Festival á tuttugu ára afmæli um þessar mundir. Brogan: „Þemað er að þetta er stór fimm daga löng afmælisveisla. Við höfum tekið höndum saman við Lókal – alþjóðlega leiklistarhátíð og erum með 54 viðburði yfir fimm daga þannig að þetta verða risa­ stór hátíðahöld með málstofum, smiðjum, sýningum, göngum og einhverju fyrir alla.“ Sérstakt hátíðarblað RDF verður gefið út á opnunarhátíðinni í dag í ritstjórn Sóleyjar Frostadóttur og hannað af Einari Viðari Guðmunds­ syni Thoroddsen og Sigurði Atla Sigurðssyni. Pétur: „Það kemur út í opnunar­ partíinu okkar þar sem allir geta skoðað sögu hátíðarinnar frá því hún byrjaði sem listamannarekið apparat og hefur svo stækkað og stækkað.“ Danshöfundur með fötlun Hvað ber hæst á hátíðardagskránni í ár? Pétur: „Fyrsti viðburðurinn sem kemur upp í hugann er sýningin Gentle Unicorn eftir ítölsku sviðs­ listakonuna Chiara Bersani, hún er að koma hingað og verður í heila viku með okkur, er að kenna uppi í Listaháskóla og verður með málþing og námskeið á Dansverkstæðinu. Við höfum kynnst henni undanfarið rúmt ár og finnst hún vera frábær listakona og hafa ótrúlega mikið fram að færa, þannig að við erum mjög spennt að fá hana hingað.“ Brogan: „Hún er listamaður með fötlun og það er mjög áhugavert að fá hingað listamann sem er höf­ undur verka sinna. Það hafa verið mörg verk í sviðslistasenunni hér með þátttöku fólks með fatlanir en hún er margverðlaunaður dans­ höfundur sem hefur verið starfandi í mörg ár.“ Pétur: „Dead eftir Höllu Ólafs­ dóttur og Amanda Apetrea, sem verður í Tjarnarbíói á föstudags­ og laugardagskvöldinu, er held ég sýn­ ing sem fólk mun tala um. Þær eru að vinna með mörk og samþykki áhorfandans fyrir því sem hann er að fara að sjá og svo framvegis. Svo ætlum við að halda okkar stærsta Baby Rave til þessa í Iðnó sem okkur finnst frábær viðburður og er litla barnið okkar. Þegar við byrjuðum með hátíðina þá vorum við nýbúin að eignast litla dóttur og vorum að leita að tækifærum til að dansa með henni. Að enduruppgötva dansinn þegar við vorum að djamma um helgar.“ Spenna í loftinu Pétur: „Verkefni sem við erum ótrúlega stolt af og mun ganga sam­ hliða hátíðinni er Litla systir, þessi óhefðbundni menningarskóli sem Ásrún Magnúsdóttir stendur að. Litla systir­hópurinn tekur þátt í að skipuleggja Femínískt reif undir stjórn Önnu Kolfinnu Kuran í Iðnó sem tekur við af opnunarpartíinu.“ Eins og lætur nærri hafa ekki gef­ ist mörg tækifæri fyrir dans undan­ farin ár vegna Covid, hvorki fyrir danslistamenn né fyrir almenning að fara út að dansa. Brogan segir fólk í danssenunni vera einkar spennt að fá að sletta aðeins úr klaufunum. Brogan: „Ég held að þetta verði villtasta hátíðin hingað til. Fólk er að segja okkur hversu spennt það er fyrir hátíðinni. Svo er danssenan líka sífellt að stækka og ná til f leira fólks. Ég held að í kjölfar Covid sé mikil löngun hjá fólki til að tengjast líkamanum, að dansa sjálft eða að horfa á dans. Mér finnst það liggja í loftinu.“ n Villtasta hátíðin hingað til Gentle Unicorn eftir ítölsku sviðslistakonuna Chiara Bersani. MYND/AÐSEND Hjónin Brogan Davison og Pétur Ármannsson eru listrænir stjórnendur Reykjavík Dance Festival. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR tsh@frettabladid.is Borgarbókasafnið Grófinni stendur fyrir Vísindakaffi á morgun þar sem María Óskarsdóttir ræðir um sið­ ferði gervigreindar og hlutdrægni í tölvuvísindum. Viðburðurinn stendur yfir frá 17.15 til 18.00, 17. nóvember. Öll eru velkomin og aðgangur ókeypis. María Óskarsdóttir starfar sem lektor við tölvunar fræðideild Háskólans í Reykjavík og er með doktorsgráðu í gagnavísindum frá KU Leuven í Belgíu. Rannsóknir hennar beinast að hagnýtingu gagnavísinda, meðal annars með notkun vélnáms, netavísinda og fjölbreyttra gagnasafna. Vísindakaffi er ný viðburðaröð Borgarbókasafns þar sem fjallað er um vísindi á mannamáli. n Vísindakaffi í Borgarbókasafninu 20 Menning 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.