Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2022næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.11.2022, Blaðsíða 26
Lögmenn og lög- fræðingar hafa tekið þessari nýjung fagnandi enda gerir þetta þeirra vinnu skilvirkari. Einar B. Sigurbergsson Veflausnin Fons Juris er ætluð öllum sem sinna lög- fræðitengdum verkefnum í atvinnulífinu. Nýlega bætt- ist við lausnina þjónustan Fons Libris en þar er hægt að leita í og lesa lögfræðibækur á netinu. Fons Juris er veflausn sem inni- heldur öll gögn sem notendur þurfa að reiða sig á til að sinna lög- fræðitengdum verkefnum en þar er til að mynda hægt að finna alla dóma, úrskurði, fræðigreinar og bókarkafla sem fjalla um einstök lög eða lagagreinar, segir Einar B. Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Fons Juris. „Þannig hjálpum við notendum okkar að auka skil- virkni sína, taka betri ákvarðanir með hjálp gagna og vinnum að framþróun réttarríkisins með því að stuðla að sem víðtækustum aðgangi að upplýsingum á sviði lögfræði.“ Skilar af sér betra verki Einar segir þjónustu Fons Juris helst ætlaða lögmönnum, laga- nemum og öllum þeim sem sinna lögfræðitengdum verkefnum í atvinnulífinu. „Í stuttu máli hjálpum við lögmönnum að vinna mál og gera vinnuna þeirra skil- virkari. Það leiðir til betri þjónustu og ánægðari viðskiptavina fyrir þá. Mikill meirihluti íslenskra lög- manna notar Fons Juris við dagleg störf.“ Aðrir viðskiptavinir Fons Juris eru meðal annars lögfræðingar víða í atvinnulífinu og dóm- stólar, ráðuneyti, verkalýðsfélög og aðrir sem þurfa vinnu sinnar vegna á aðgangi að gögnum á sviði lögfræði að halda, segir hann. „Með því að nota Fons Juris geta notendur verið vissir um að missa aldrei af mikilvægum heimildum, unnið hraðar og skilað af sér betra verki. Við vinnum síðan náið með háskólasamfélaginu til að stuðla að betri lögfræðimenntun enda nota fjölmargir laganemar lausnir okkar við nám sitt.“ Ný og þægileg lausn Nú er í fyrsta skipti hægt að leita í og lesa lögfræðibækur á netinu að sögn Einars en þessi nýja þjónusta kallast Fons Libris. „Bækurnar eru leitanlegar og því er miklu auðveldara að finna strax það sem leitað er að. Það má lesa bækurnar beint af skjánum eða prenta út einstakar blaðsíður eða kafla, til dæmis til framlagningar fyrir dómstólum. Við höfum einnig gert notendum kleift að yfirstrika og glósa í bækurnar með rafrænum hætti. Það er auðvitað þægilegt, þegar mikið liggur við, að geta einfaldlega leitað í texta bókanna beint í stað þess að þurfa að skima yfir fjölda kafla til að finna það sem maður leitar að.“ Nýjunginni tekið fagnandi Hin nýja þjónusta fyrirtækisins hefur fengið frábærar viðtökur að hans sögn, þrátt fyrir að hún hafi ekki verið kynnt neitt að ráði. „Lögmenn og lögfræðingar hafa tekið þessari nýjung fagnandi enda gerir þetta þeirra vinnu skilvirkari. Nú er horfinn sá tími þegar leita þurfti að bók sem nauðsynlegt var að finna á öllum skrifstofunum á stofunni. Núna er einfaldlega hver notandi með aðgang hvar sem er í heiminum. Lausnin einfaldar því líka fjarvinnu sem er gott þegar æ fleiri tileinka sér þann möguleika.“ Fleiri bækur bætast við Á næstunni er stefnt á að bæta við fleiri bókum inn í Fons Libris, bætir Einar við. „Við stefnum að því að þar verði yfir fjörutíu bækur fyrir lok ársins. Við erum síðan að gefa út nýjar bækur sem munu bætast við á næsta ári. Þá höfum við skrifað undir samning við Lagastofnun Háskóla Íslands um að bæta við þeim bókum sem stofnunin hefur gefið út inn í Fons Libris.“ n Fons Libris hefur fengið frábærar viðtökur Mikill meiri- hluti íslenskra lögmanna notar Fons Juris við dagleg störf. Á Fons Libris er hægt að lesa bækurnar beint af skjánum eða prenta út ein- stakar síður eða kafla. Fyrr í þessum mánuði hófst önnur þáttaröð vísinda- hlaðvarpsins Heilsuhegðun ungra Íslendinga. Hlaðvarp- inu er ætlað að vera samtals- vettvangur fræðafólks og framhaldsskólanema sem mikilvægur hluti þekkingar- miðlunar. starri@frettabladid.is Önnur þáttaröð vísindahlaðvarps- ins Heilsuhegðun ungra Íslendinga fór í loftið fyrr í þessum mánuði en fyrri þáttaröðin var gefin út fyrir um ári síðan. Þættirnir fjalla á breiðan hátt um lifnaðarhætti ungs fólks hér á landi og byggjast á samnefndri langtímarannsókn vísindafólks við Háskóla Íslands. Hlaðvarpinu er ætlað að vera samtalsvettvangur fræðafólks og framhaldsskólanema sem mikil- vægur hluti þekkingarmiðlunar, segir Erlingur Sigurður Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og hugmyndasmiður verkefnisins. „Vísindafólk ræðir í þáttunum við framhaldsskólanema um niðurstöður nýrrar rannsóknar sem tengist heilsuhegðun ung- menna hér á landi og gera það á mannamáli til að ná til sem flestra. Þættirnir eru hugsaðir fyrir öll þau sem hafa áhuga á heilsu en ekki hvað síst fyrir ungt fólk og foreldra.“ Móttökur vísindahlaðvarpsins hafa hingað til verið mjög góðar að sögn Erlings. „Þættirnir hafa fengið góða hlustun og virðist viðfangs- efni þeirra ná til ungs fólks, foreldra og einnig kennara í framhalds- skólum. Vísindafólkið hefur einnig verið mjög áhugasamt að taka þátt í þessu með okkur. Samkvæmt þessum viðbrögðum eru vísinda- hlaðvörp mikilvæg vísindamiðlun og öflug leið í nútíma forvörnum hjá ungu fólki í dag.“ Skjánotkun skoðuð sérstaklega Önnur þáttaröðin inniheldur sex um það bil klukkustundarlanga þætti. Markús Þórhallsson, sagn- fræðingur og útvarpsmaður, hefur umsjón með hlaðvarpinu sem framleitt er af Menntavísindasviði Háskólans. Í fyrstu tveimur þátt- unum ræddi Markús annars vegar við Óttar Birgisson doktorsnema og Bertrand Lauth lækni um skjá- notkun ungmenna og áhrif hennar á heilsu, og hins vegar við Hildi Ingu Magnadóttur, foreldra- og uppeldisráðgjafa og doktorsnema í heilbrigðisvísindum, og Eyrúnu Eggertsdóttur, sem lokið hefur grunnnámi í sálfræði og er þriggja barna móðir. „Í annarri þáttaröð hlaðvarpsins verður sjónum beint að skjánotkun ungmenna, og þá fyrst og fremst tengt heimili og skólaumhverfi. Í fyrstu þremur þáttum verður einblínt á áhrif skjánotkunar á heilsu ungmennanna, hlutverk for- eldra í þessu samhengi og hvernig tómstundir geta skipt máli,“ segir Erlingur. „Í seinni hlutanum verður áherslan lögð á skólaum- hverfið bæði í grunnskólum og á framhaldsskólastiginu, einnig verður rætt um mögulegar leiðir til lausna. Viðmælendur í þáttunum eru vísindafólk, skólastjórnendur, foreldrar, ungmenni, foreldrar og ýmsir aðrir aðilar.“ Næstu þættir koma út vikulega fram að jólum. Niðurstöður vakið athygli Langtímarannsóknin sem hlað- varpsþættirnir byggja á er afar umfangsmikil en þar er skoðuð staða og þróun á heilbrigðisþáttum ungmenna og breyting til lang- frama á hreyfingu, svefni, þreki, kyrrsetu og andlegum þáttum frá sjö til sautján ára aldurs. „Niður- stöður rannsóknarinnar hafa vakið mikla athygli enda gefa þær góða vísbendingu um stöðu og þróun fjölmargra heilsufarsþátta hjá ungum Íslendingum. Um fimm hundruð reykvísk ungmenni, fædd árið 1999, hafa tekið þátt í rann- sókninni.“ Aðstandendur rannsóknarinnar eru stöðugt að skoða nýja þætti og segir Erlingur margt spennandi vera í vinnslu um þessar mundir. „Nú eru til dæmis tveir doktors- nemar að vinna að spennandi verkefnum. Óttar G. Birgisson er að skoða hvernig netsamskipti geta haft áhrif á geðheilsu ungmenna. Verkefnið einblínir á að rannsaka langtímabreytingar á sambandinu milli netsamskipta og geðheilsu, fyrst árið 2003 og síðan aftur 2015.“ Í framhaldinu verða skoðuð áhrif annarra þátta sem tengjast geð- heilsu, svo sem léleg líkamsímynd og/eða lágt sjálfsmat og tengsl þess við netsamskipti og netnotkun. „Svo er Þuríður H. Ingvarsdóttir að rannsaka stöðu og langtíma- breytingar á hreyfingu og þreki íslenskra ungmenna frá 7–17 ára aldurs og áhrif þessara þátta á líkamlega og andlega heilsu þeirra á tímabilinu.“ Rannsóknin verður sú fyrsta til að kanna stöðu og breytingar á hreyfingu og þreki íslenskra ungmenna yfir svo langt tímabil. „Bæði þessi doktorsverkefni veita dýrmætar upplýsingar sem munu nýtast við skipulagningu fyrirbyggjandi aðgerða til að efla heilsu ungmenna, vellíðan þeirra og velferð til langs tíma.“ Háskóli Íslands styrkir gerð hlaðvarpsins úr styrktarsjóði sem snýr að sam- félagsvirkni vísindamanna. n Hlaðvarpið Heilsuhegðun ungra Íslendinga er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum og á heilsuhegdun.hi.is. Öflug leið í nútímaforvörnum Þættirnir Heilsuhegðun ungra Íslendinga eru hugsaðir fyrir öll þau sem hafa áhuga á heilsu, ekki síst ungt fólk. MYNDIR/KRISTINN INGVARSSON Erlingur Sigurður Jóhannsson, pró- fessor við Háskóla Íslands. Þættirnir hafa fengið góða hlustun og virðist við- fangsefni þeirra ná til ungs fólks, foreldra og einnig kennara í fram- haldsskólum. 4 kynningarblað A L LT 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 251. tölublað (16.11.2022)
https://timarit.is/issue/426834

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

251. tölublað (16.11.2022)

Aðgerðir: