Fréttablaðið - 16.11.2022, Side 8
Bílstjórinn þarf náttúr-
lega að passa sig ef
hann ætlar að nota
sjálfstýribúnaðinn.
Gísli Gíslason
Bílaframleiðandinn Tesla hefur áður sætt gagnrýni í Kína fyrir meintar
bremsubilanir. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
helgisteinar@frettabladid.is
Bílaframleiðandinn Tesla hefur til-
kynnt að fyrirtækið muni aðstoða
lögregluyfirvöld í Kína við rann-
sókn á hörmulegu bílslysi fyrr í
mánuðinum þar sem þrír slösuðust
og tveir létust.
Slysið umrædda átti sér stað í kín-
versku borginni Chaozhou í Guang-
dong-héraði í suðurhluta landsins.
Myndbönd úr nokkrum öryggis-
myndavélum sýna Tesla-bifreið af
gerðinni Model Y leggja í bílastæði
en nokkrum sekúndum síðar sést
bíllinn akandi á fullum hraða eftir
götu borgarinnar rúmlega tveggja
kílómetra vegalengd. Að lokum
klessir bifreiðin á mótorhjól, reið-
hjól og lítinn trukk áður en hann
endar utan í vegg í ljósum logum.
Lögreglan segir að slysið sé enn
í rannsókn en kínverskir frétta-
miðlar segja að hinn 55 ára gamli
bílstjóri hafi lent í erfiðleikum með
bremsupedalann á meðan hann
var að leggja bílnum. Hann segir að
bremsan hafi stífnað og ekki verið
hægt að fá bílinn til að nema staðar,
jafnvel eftir að ýtt hafði verið á
handbremsutakkann.
Talsmenn fyrirtækisins segja hins
vegar að ökugögnin frá bílnum sýni
að á einum tímapunkti hafi bíl-
stjórinn gefið allt í botn og aldrei
stigið á bremsuna. Samkvæmt lög-
reglunni var eigandi bílsins hvorki
undir áhrifum áfengis né vímuefna
og hafði hann áður fyrr starfað sem
vörubílstjóri.
Tesla hefur áður sætt gagnrýni í
Kína fyrir meintar bremsubilanir.
Á bílasýningu í Sjanghaí í apríl 2021
klifraði kona upp á Tesla-bíl til að
mótmæla bremsugalla í bifreið
sinni. Myndskeið af atvikinu var
birt á kínverska samfélagsmiðlin-
um Weibo þar sem aðrir kínverskir
Tesla-eigendur sögðu svipaða sögu.
Tesla í Kína segir að lögreglan sé
að sækjast eftir mati þriðja aðila og
muni fyrirtækið veita alla þá aðstoð
sem óskað er eftir. Á sama tíma
hvetur Tesla fólk til að trúa ekki
„orðrómi“, en Kína er næststærsti
markaður fyrir Tesla og seldi fyrir-
tækið 3,3 milljónir rafmagnsbíla þar
í landi árið 2021.
Kína er ekki eina þjóðin sem
hefur áhyggjur af þessari þróun. Í
júní síðastliðnum birti Umferðar-
öryggisstofnun Bandaríkjanna
(NHTSA) skýrslu og vitnaði hún í
750 kvartanir sem borist höfðu frá
bílstjórum sem sögðu að Tesla-bif-
reið þeirra hefði skyndilega stað-
næmst á miðjum þjóðvegi á meðan
sjálfstýribúnaðurinn var virkur við
keyrslu.
Fyrrverandi innf lutningsaðili
Tesla á Íslandi telur bílana örugga
en minnir á að tækni þeirra sé enn
í þróun.
Gísli Gíslason, fyrsti Tesla-eigandi
á Íslandi, telur að slysið tengist ein-
hverjum einstökum galla frekar
en sjálfstýribúnaðinum sjálfum.
Búnaðurinn notast við sjóntækni
frekar en radar eða GPS og segir
hann að eina skiptið sem eitthvað
fari úrskeiðis sé þegar bíllinn sér
eitthvað sem hann kannast ekki við.
„Bíllinn er svo bara stanslaust
að læra og ef hann er óviss um það
hvort hann eigi að stoppa eða keyra
þá stoppar hann yfirleitt. Bílstjór-
inn þarf náttúrlega að passa sig ef
hann ætlar að nota sjálfstýribúnað-
inn,“ segir Gísli. n
Kínverjar véfengja nú
öryggi Tesla-bifreiða
577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is
– FELAST Í UPPLIFUN TIL AÐ NJÓTA
TÖFRAR
ÓSKASKRÍNS
Nýsköpunarfyrirtækið
Empower hefur tryggt sér
300 milljónir króna í fjár-
mögnun til að þróa hugbúnað
sem veitir fyrirtækjum jafn-
réttis- og fjölbreytniráðgjöf.
Stofnandinn segir markaði
fyrir slíkan hugbúnað fara ört
vaxandi.
ggunnars@frettabladid.is
Jafnréttis- og fjölbreytnifyrirtækið
Empower hefur þegar tryggt sér
300 milljón króna í fjármögnun frá
Frumtaki og Tennin. Hugbúnaðar-
lausnin nefnist Empower Now og
er ætlað er að hjálpa fyrirtækjum
að ná betri árangri í jafnréttis-
málum.
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé,
stofnandi og framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, segir gríðarlega eftir-
spurn eftir slíkum hugbúnaði um
allan heim.
„Það sem Empower gengur út á
er að taka sannreynda aðferða-
fræði og setja hana inn í hugbúnað.
Við höfum í gegnum tíðina unnið
með Alþingi, ríkislögreglustjóra
og fjölmörgum einkafyrirtækjum
og þróað lausn sem við vitum að
virkar,“ segir Þórey.
En hugbúnaður Empower er ekki
bara mælaborð sem gefur yfirsýn,
að sögn Þóreyjar, heldur býður hann
upp á fræðslu sem hjálpar fyrirtækj-
um að bæta sig og ná settu marki í
jafnréttismálum.
„Þar höfum við lagt áherslu á
óhefðbundna fræðslu. Þetta er meira
í anda Instagram, TikTok og þess
efnis sem við sækjum okkur sjálf og
er á formi sem við könnumst við.“
Þórey segir lausnina svara skýru
ákalli um allan heim.
„Þetta er gríðarlega stór markað-
ur. Fyrirtæki eru í auknum mæli að
lenda í vandræðum með til dæmis
eitraða vinnustaðamenningu. Þau
ná ekki að laða til sín yngri starfs-
menn og höfða ekki til ákveðinna
hópa samfélagsins. Vegna þess að
þau huga ekki nægilega að fjöl-
breytni og jafnrétti. Þetta er orðið
mjög útbreitt vandamál og þetta er
dýrt fyrir fyrirtækin,“ segir Þórey.
„Við getum tekið dæmi um fyrir-
tæki eins og Google. Þau hafa verið
að borga mörg hundruð milljónir
dollara í sektir á undanförnum
árum vegna þess að fyrirtækið mis-
munar starfsfólki í launum og nær
ekki að vinda ofan af eitraðri menn-
ingu.“
Þórey segir vandamálið ekki nýtt
en það sé að koma meira og meira
upp á yfirborðið eftir MeToo-
byltinguna. Fyrirtækin þurfi því
aðstoð, tól og tæki til að vinda ofan
af vandamálum sem tengjast mann-
auðsmálum.
Empower tekur ekki bara til
ákveðinna þátta sem geta haft áhrif
að sögn Þóreyjar.
„Við erum ekki að einblína bara á
stakar breytur eins og laun til dæmis,
heldur alla fleti sem snerta jafnrétti
og fjölbreytni. Það skiptir til dæmis
miklu máli hvernig ímynd fyrir-
tækisins er og hvernig það birtist
út á við. Fyrirtæki eru farin að setja
sér markmið í þessum efnum og eru
þar af leiðandi að leita að aðferðum
og tækni sem virkar. Það er það sem
Empower Now færir þeim.
Þórey segir það spila stóra rullu
í öllu ferlinu að Empower sé frá
Íslandi. „Við teljum okkur vera í
fararbroddi í jafnréttismálum.
Þótt ég segi alltaf að við séum skást
í jafnréttismálum því alls staðar
eigum við sannarlega langt í land.
En þetta er einn liður í því að nýta
það góða sem einkennir okkar sam-
félag og byggja á styrkleikunum,“
segir Þórey.
Stefnt er að því að hleypa Em-
power Now-hugbúnaðinum af
stokkunum strax á næsta ári. n
Segir fyrirtæki farin að taka
jafnréttismálin alvarlega
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, framkvæmdastjóri Empower, segir stefnt að því að hleypa hugbúnaði fyrirtækisins af
stokkunum á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Fyrirtæki eru í aukn-
um mæli að lenda í
vandræðum með til
dæmis eitraða vinnu-
staðamenningu.
Við erum ekki að
einblína bara á stakar
breytur eins og laun til
dæmis, heldur alla fleti
sem snerta jafnrétti og
fjölbreytni.
8 Fréttir 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN 16. nóvember 2022 MIÐVIKUDAGUR