Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 41

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 41
4.2. LSD (9) LSD (lysergsýrudietylamid), eða "sýra" eins og þaó er nefnt i dag- legu tali meðal unglinga,er unnið úr sveppum sem vaxa á rúgi. Það er eitt kröftugasta skynvilluefni sem menn þekkja. Það hefur verið misnotað i stórum stil, vegna þess að áhrif þess á meðvit- undarsvið og skynjun eru feiknamikil og neytandinn upplifir oft sterka velliðan og sælutilfinningu meðan áhrif efnisins vara, en áhrif eins skammts vara i 6-9 klst. Neysla LSD hefur djúptaek áhrif á sálarlifið. Efnið veldur mjög miklum heyrnar- og sjón- 2ͧlSYí}ÍBDl™ ásamt afbökun á eðlilegum skynáhrifum. Yfirleitt upp- lifir einstaklingurinn umhverfið sem ólýsanlega fagurt, gagn- takandi, hlutir breyta um form og lit, timaskynjunin ruglast, neytandinn lifir i öðrum heimi. Neytandinn getur hreyft sig að vild, en hefur oft litla hugmynd um það sem gerist i umhverfinu. Slysahætta er þvi mikil af völdum lysergiðs, t.d. i borgarumferð. Stundum bregst velliðan eftir LSD inntöku, órói og angist koma i staðinn, stundum ofsahræðsla. Mörg dæmi eru um sjálfsmorð, mann- dráp og önnur óhæfuverk framin undir áhrifum LSD. Fikn getur skap- ast i lysergið, ef það er tekið til lengdar, og neysla þess leiðir iðulega til alvarlegrar illkynjaðrar geðveiki á borð við kleyf- hugasýki. Svokallaó "flash-back" er algengt hjá LSD neytendum, en með þvi er átt við, aó sjúkdómseinkenni blossa upp, án þess að nýr skammtur sé tekinn af lyfinu. Sterkur grunur leikur á að LSD geti valdið skemmdum á litningum (krómósómum) eða erfðaefni einstak- lingsins og valdið fóstursköðum. Upplýsingar vantar um LSD-notkun meðal islenskra unglinga, en vit- að er um dæmi þess að einstaklingar sem nota önnur fikniefni, forð- ast aó nota LSD af ótta við sterk áhrif þess. 4.3. ENGLARYK (52) Fensýklidin (phencyclidine) er samtengt efni, sem byrjað var að nota um 1960 sem kvalastillandi lyf og deyfilyf. Það reyndist hafa hættulegar aukaverkanir, þar á meðal ofsjónir og sjúkdómseinkenni sem liktust geðrofi. Lyfið var þó framleitt áfram til dýralækninga, en fiknilyfjaneytendur fóru að nota það i vaxandi mæli, einkum i Bandarikjunum. öll lögleg framleiðsla var stöðvuð 1979 en samt er fensýklidin nú næst útbreiddasta eiturlyf i borgum Bandarikjanna, næst á eftir marijuana. Fensýklidin gengur undir mörgum nöfnum en algengast er englaryk (angel dust ). Stundum er það blandað dufti ellegar lysergiði (LSD), amfetamini, kokaini, tetrahydrocannabinoli eða mescalini. Venjuleg aðferð eiturlyfjasjúklinga vestra er að úða efninu á marijuana sigarettur og reykja. Þessar sigarettur eru kallaðar "superweed". Litlir skammtar af fensýklidini valda vimu og dofa i fingrum og tám svo að nálgast tilfinningaleysi. t svæfandi skömmtum hverfur skynjun á umhverfinu og maðurinn er með galopin augu án þess að vita af neinu i kringum sig. Efnið örvar bæði öndunar- og æðakerfi, en önnur svæfilyf hafa gagnstæða verkun. Eitrunaráhrif efnisins geta varað lengi, þó að helmingunartimi þess sé talinn aðeins nálægt tveimur klukkutimum. Algengustu einkennin eru árásarhneigð, geðshræring, döpruð meðvitund, hár blóðþrýstingur, augnrykkir i margar áttir og geðtruflanir svipaðar geðrofi. í stórum skömmtiam 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.