Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 53

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 53
gegn verkun lyfjanna. Nýlegar rannsóknir hafa leitt i ljós aö frá- hvarfseinkenni i einhverri mynd séu sennilega mun algengari en hingað til hefur verið gert ráð fyrir. Fráhvarfið er að ýmsu leyti frábrugóið öðrum lyfjafráhvörfum, bæði að þvi er varðar eðli og timasetningu. Fráhvarfseinkenni vara að öllu jöfnu i átta til tiu daga eftir að meðferð er hætt. Þetta á bæði við um venjulega og stóra skammta, en á þó einkum við um langtima meðferð. Helstu frá- hvarfseinkennin eru svefnleysi, kviði, lystarleysi, ógleði, þyngd- artap, skjálfti, sviti, ýmsar skyntruflanir svo sem ljósfælni, óþægindi við hljóð- og þefáreiti og dofi i útlimum. 5.5.3. Innbyrðis munur benzódiazepinlyfja Eðlismunur lyfjanna grundvallast einkum á tvennu. í fyrsta lagi hvort virk niðurbrotsefni myndast við umbyltingu lyfjanna i likam- anum, og i öðru lagi er helmingunartimi þeirra og virkra niður- brotsefna mjög misjafn eða frá tveimur og upp i hundrað klukku- stundir. Oft eru þau sem hafa helmingunartima lengri en tiu stundir flokkuð sem langverkandi: chlordiazepoxide, clorazepate, diazepam, flurazepam, medazepam og nitrazepam. Stuttverkandi eru m.a.: oxa- zepam, lorazepam, temazepam og triazolam. 5.5.4. Niðurstöður Benzódiazepinlyf eru örugg og virk i skammtima meðferó á kviða og svefnleysi. Langtima notkun er i flestum tilvikum óæskileg, vegna aukaverkana og hættu á ávana- og fiknimyndun. Langtima notkun skal aldrei hætt skyndilega, vegna hættu á fráhvarfseinkennum. Stutt- verkandi benzódiazepinlyf eru æskilegri við meðferð á svefnleysi sem ekki er samfara kviða. Það er fátt sem bendii til þess að kviðaleysandi verkun lyfjanna endist lengur en i fjóra mánuði. Meta þarf vandlega allar aðstæður sjúklings áður en tekin er ákvörðun um benzódiazepin meöferð og ástand og horfur siðan endur- skoðuð reglulega. Forðast skal að ávisa lyfjunum til langs tima i senn. Sjúklingar á langverkandi benzódiazepinlyfjum skulu varaðir við stjórnun vélknúinna ökutækja. Æskilegt er að forðast iangtima notkun benzódiazepinlyfja gegn svefnleysi hjá eldra fólki, einkum aó þvi er varðar þau lyf sem hafa langan helmingunartima. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.