Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 46

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 46
hann kemst i betra og ómengað andrúmsloft. Sniffarar komast á lagið með að halda niðri i sér andanum i stutta stund meðan á vimunni stendur og þá liður gjarnan yfir þá, svo kröftug og svæfandi geta þessi efni verið. Sofni menn i andrúmslofti menguðu lifrænum leysiefnum er hætta á ferðum, þvi svefninn getur orðið dýpri en viðkomandi hefði ætlað sér. Meginreglan er þó sú að' bráð eitrun varir stutt og einstaka tilvik skilja ekki eftir varanlegan skaóa. Þeir sem verða forfallnir i að sniffa, eða starfsstéttir sem árum saman verða fyrir mikilli mengun lifrænna leysiefna, geta orðið fyrir siðkominni (króraiskri) eiturverkun á miðtaugakerfið. Einkenni hennar er þreyta, slen og minnisleysi, sérstaklega á nýorðna at- burði. Höfuðverkur er áberandi einkenni og eins eiga viðkomandi oft bágt með að einbeta sér og hugsun verður þokukennd. Oft er mikil viðkvæmni gagnvart minnsta áreiti. Sé eitrunin komin á hærra stig ber á sljóleika og almennu framtaksleysi. Talið er að áfengis- þol minnki og ennfremur kyngeta. Þeir starfsmenn sem verða fyrir áhrifum langvinnrar eitrunar hafa þó unnið áratugum saman með lif- ræn leysiefni. Nokkur leysiefni eru sérstaklega þekkt fyrir að valda tjóni á út- taugum. Þetta lýsir sér i dofa og tilfinningaleysi sem byrjar i fingurgómum en getur dreifst upp eftir útlimum og jafnvel lamað hreyfitaugar. Dæmi eru til að sniffarar lamist algjörlega á útlimxim vegna misnotkunar leysiefna. Stundum hafa þessi eitrunareinkenni horfið að mestu, hafi misnotandinn komist undir læknishendur timanlega. Lifræn leysiefni geta unnið tjón á hjarta- og æðakerfi. Starfs- hópar sem orðið hafa fyrir mengun brennisteinskolefnis, hafa fengið miklar og útbreiddar æðakalkanir. Auk þess valda sum lifræn leysi- efni óstöðugleika i gangráði hjartans og i hjartavöðvanum. Við kröftuga mengun leysiefna er þvi mikil hætta á hjartsláttartrufl- unum, sem geta verið hættulegar og jafnvel haft dauða i för með sér. Sum lifræn leysiefni eru þekkt að þvi að valda skemmdum á lifr- inni. Lifrin bólgnar upp og verður að hluta óstarfhæf. Haldi eit1- runin áfram getur þetta leitt til gulu og skorpulifur. Nokkur lif- ræn leysiefni geta valdið blóðleysi með þvi að verka hemjandi á blóðmerg og á þann veg dregið úr framleiðslu á rauðum blóðkornum. Nokkur þessara efna eru þekkt af þvi að geta valdið krabbameini og enn önnur eru sterklega grunuð um að vera krabbameinsvaldandi. 1 þessu sambandi er rétt að nefna benzen, sem er hringlaga kolvetnis- sameind. Þetta leysiefni er talið geta valdið blóðkrabbameini. Notkun þess er þvi viða bönnuð og reynt eftir megni að koma i veg fyrir að óhreinindi af þvi séu til staðar i öðrum skyldum leysi- efnum. Ýmis leysiefni liggja undir grun um að valda fósturskemmdum, litn- ingatruflunum og nýrnaskemmdum. Frumrannsóknir benda til að leysi- efni geti valdið augnsjúkdómum (starblindu). 4.7.3. Sniff islenskra unglinga öðru hvoru virðast sniff-faraldrar skjóta upp kollinum meðal ungl- inga. Ekki liggur fyrir nákvæm vitneskja um hversu útbreitt þetta 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.