Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 32

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 32
eru saman 12 ára og 13 ára nemendur. Á þvi aldursbili meira en fimmfaldast reykingar, úr 1.9% hjá 12 ára i 11.0% hjá 13 ára. Eru þessi skil enn skarpari en áður vegna þess að siðustu fjögur árin hefur dregið mun meir úr reykingum 12 ára barna en 13 ára. Eins og i könnununum 1974 og 1978 reykja fleiri piltar en stúlkur i yngstu þremur aldursflokkunum, en hjá 13 til 16 ára er þvi öfugt farið. Ýmsar aðrar upplýsingar hafa fengist viö könnun þessa. Benda má á að nú eru 29% nemenda frá heimilum þar sem enginn (annar) reykir, en fyrir fjórum árum var þetta hlutfall 25%. Samkvæmt könnuninni er augljós fylgni milli reykinga á heimilum og reykinga nemenda. Þá má geta þess að átta af hverjum tiu reykingamönnum á aldrinum 10-16 ára segjast vilja hætta að reykja (28). Reykingar unglinga voru einnig kannaóar hjá Hildigunni ólafsdóttur 1972 (19), Brynjólfi G. Brynjólfssyni 1976 (7) og Guórúnu Ragnarsdóttur Briem 1980 (14). í öllum þessum könnunum voru reyk- ingar stúlkna meiri en pilta. Hjá Hildigunni kom fram að 12% pilta reyktu pipu, en 3% stúlkna (13-17 ára), Brynjólfur sýndi fram á fylgni milli áfengisneyslu og reykinga (14 ára) og hjá Guórúnu kom i ljós að reykingar 15 ára unglinga i Reykjavik voru mun meiri en meóal jafnaldra i dreifbýli, en minni munur var á þessu hjá 17 ára unglingum. Haustið 1976 og vorið 1977 voru kannaðar reykingavenjur nemenda i skólum á Akranesi og nágrenni (10) . Færri reyktu heldur en i könn- uninni i Reykjavik 1974, en fleiri en i Reykjavik 1978. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.