Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Side 32

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Side 32
eru saman 12 ára og 13 ára nemendur. Á þvi aldursbili meira en fimmfaldast reykingar, úr 1.9% hjá 12 ára i 11.0% hjá 13 ára. Eru þessi skil enn skarpari en áður vegna þess að siðustu fjögur árin hefur dregið mun meir úr reykingum 12 ára barna en 13 ára. Eins og i könnununum 1974 og 1978 reykja fleiri piltar en stúlkur i yngstu þremur aldursflokkunum, en hjá 13 til 16 ára er þvi öfugt farið. Ýmsar aðrar upplýsingar hafa fengist viö könnun þessa. Benda má á að nú eru 29% nemenda frá heimilum þar sem enginn (annar) reykir, en fyrir fjórum árum var þetta hlutfall 25%. Samkvæmt könnuninni er augljós fylgni milli reykinga á heimilum og reykinga nemenda. Þá má geta þess að átta af hverjum tiu reykingamönnum á aldrinum 10-16 ára segjast vilja hætta að reykja (28). Reykingar unglinga voru einnig kannaóar hjá Hildigunni ólafsdóttur 1972 (19), Brynjólfi G. Brynjólfssyni 1976 (7) og Guórúnu Ragnarsdóttur Briem 1980 (14). í öllum þessum könnunum voru reyk- ingar stúlkna meiri en pilta. Hjá Hildigunni kom fram að 12% pilta reyktu pipu, en 3% stúlkna (13-17 ára), Brynjólfur sýndi fram á fylgni milli áfengisneyslu og reykinga (14 ára) og hjá Guórúnu kom i ljós að reykingar 15 ára unglinga i Reykjavik voru mun meiri en meóal jafnaldra i dreifbýli, en minni munur var á þessu hjá 17 ára unglingum. Haustið 1976 og vorið 1977 voru kannaðar reykingavenjur nemenda i skólum á Akranesi og nágrenni (10) . Færri reyktu heldur en i könn- uninni i Reykjavik 1974, en fleiri en i Reykjavik 1978. 32

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.