Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 34

Heilbrigðisskýrslur - 08.12.1982, Blaðsíða 34
Sigarettureykingamenn voru 35% af öllum hópnum og reyktu þeir að meðaltali 14 sigarettur á dag. Flestir þeirra höfðu byrjar reyk- ingar fyrir tvitugsaldur. Könnunin staðfesti niðurstöður Hjarta- verndar um aó sigarettureykingar séu orðnar hlutfallslega algengari meðal kvenna en karla (40% á móti 29%). Athyglisvert er að stór hluti aðspurðra var þvi fylgjandi að tak- marka reykingar á almannafæri, svo sem i almenningsfarartækjum, 84%, opinberum stöðum, 73%, og vinnustöðum, 57%. Tæplega fjórðungur aðspurðra hafði hætt að reykja og 29% höfðu aldrei reykt. Aðeins fimrnti hver reykingamaður hafði aldrei reynt að hætta (27) . 3.3. KOSTNAÐUR ÞJÖÐFfiLAGSINS (12) Ýmsir þeirra sem ræða um reykingar hér á landi hafa á orði aó þær séu rikinu drjúgur tekjustofn, þaó er vegna álagningar á tóbaks- vörur hjá Áfengis- og tóbaksverslun rikisins. En þegar tóbaksreikn- ingur þjóðfélagsins er gerður upp kemur aftur á móti i ljós að kostnaðurinn er naumast minni, ef ekki meiri en tekjurnar af tóbakssölunni. Af útreikningum sem Guðmundur Magnússon prófessor gerði, að til- hlutan Samstarfsnefndar um reykingavarnir, er ljóst að kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga landsmanna nemur nokkurn veginn sömu upphæð og hreinar tekjur rikissjóðs af tóbakssölunni (þegar inn- kaupsverð, sölulaun og annar kostnaður tóbakseinkasölunnar hefur verið dreginn frá heildarsöluverðmæti). Guðmundur studdist við ýmsa erlenda útreikninga og tók mið af aðstæðum hér á landi. Geta má þess aó útreikningar bandariskra sérfræðinga á beinum og óbeinum kostnaði þjóðarbúsins þar i landi vegna helstu reykingasjúkdóma gætu bent til að hér á landi væri kostnaðartalan 70% hærri en tekjurnar. Vió útreikninga Guðmundar var tekió tillit til tapaðra vinnustunda vegna ótimabærra dauðsfalla og heilsuleysis og vegna aukins reksturskostnaðar heilbrigðiskerfisins af þessum sökum. Inn i dæmið er aftur á móti ekki reiknaður stofnkostnaður i heilbrigð- iskerfinu, brunatjón af völdum reykinga og fleira sem haldgóðar upplýsingar vantar um. Útgjöld einstaklinganna sjálfra vegna tóbakskaupa eru að sjálfsögðu ekki tekin með i reikninginn. Þessir útreikningar sýna að heildarkostnaður þjóðfélagsins vegna afleiðinga reykinga er gífurlega mikill og meiri en menn hafa almennt gert sér ljóst. Þjáningar og lýti sem hljótast af reykinga- sjúkdómum verða aö sjálfsögðu ekki metin í peningum en mega ekki gleymast þegar reynt er að gera sér grein fyrir þvi gjaldi sem greitt er fyrir reykingarnar. 3.4. SJÚKDÖMAR AF VÖLDUM REYKINGA (48) 3.4.1. Lungnakrabbamein Sýnt hefur verið fram á öruggt orsakasamband milli sigarettureyk- inga og lungnakrabbameins. Gera má ráð fyrir, samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið, að komast hefði mátt hjá 70-90% af öllum dauösföllum vegna lungnakrabbameins ef enginn hefði reykt siga- rettur. Hættan á lungnakrabbameini eykst með þeim tíma sem ein- 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.