Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1988, Page 11

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1988, Page 11
Framleiðsla og verðlagnins lyfja; Fyritæki sem framleiða ný lyf (frumlyf) verja til þess gífurlegum fjármunum. Þegar fyritæki heppnast að koma nýju lyfi inn á markað liggja oftast að baki margar tilraunir sem ekki hafa leitt til árangurs. Vegna þessa þarf verð nýja lyfsins að vera langt fyrir ofan þá upphæð sem framleiðlsu- kostnaðinum sjálfum nemur þannig að "þróunarkostnaðurinn" fáist greiddur. Að sjálfsögðu ver slíkt fyrirtæki hagsmuni sína meó þvi að fá einkaleyfi, annað hvort á framleiðslu- aðferðinni eða á lyfinu sjálfu, en það gildir aðeins í ákveðinn árafjölda og rennur þá út fyrir fullt og allt, venjulega eftir 15 ár. Að þeim tíma loknum geta önnur fyrirtæki hafið framleiðslu á skyldu lyfi (eftir1íkingu) enda liggja þá yfirleitt á lausu nauðsynlegar upplýsingar og hráefni. Þess vegna miðast verð upphaflega lyfsins við það að framleiðandi þess fái allan þróunarkostnaðinn endurgreiddan og hagnað að auki áður en einkaleyfisverndin rennur út og önnur hliðstæð lyf koma inn á markaðinn frá öðrum framleiðendum, oftast á mun lægra verði. Erlendis hafa stjórnvöld sett reglur til þess að tryggja aó þessi verðmunur nýtist, þ.e.a.s. til þess að tryggja að ekki sé ávísað dýrari lyfjum (vörumerkjum) en nauðsyn krefst. Mun ekki óalgengt að hið opinbera eða sjúkrasamlögin greiði aðeins hlutdeild í verði ódýrustu vörumerkjanna og sömu krónutölu af verði dýrari lyfjanna eða þá að hin dýrari eru einfaldlega tekin út af skrá yfir þau lyf sem samlög greiða, eins og gert var hér á landi til skamms tíma. Hérlendis er þessu nú þveröfugt farið og er almannafé notað til þess að niðurgreiða dýru lyfin meira en hin sem ódýrari eru vegna þess að sjúklingurinn greiðir aðeins fast giald. Hefur þetta leitt til þess ra.a. að innlend^r lyfjaframleiðendur verðleggia lyf sín yfirleitt mun hærra en eðlilegt getur talist. Innlend lyfjaframleiðsla er eingöngu í formi eftirlikinga en islensku lyfjafyrirtækin kaupa inn "hráefnið" í sekkjum. Algengt er að verð innlendra eftirlíkinga sé 5-151 lægra en hinna erlendu frumlvfja þótt framleiðandinn gæti verðlagt það mun lægra og haft samt hagnað af framleiðslunni. Skiljanlegt er að innlendír 1vfjafram1eið- 9

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.