Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1988, Síða 12

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1988, Síða 12
endur vilji hagnast sem mest, en ástæðan er ekki síður sú að ódýrari lyf gætu valdið þvi að eigendur lyfjabúða misstu spón úr aski sínum næðu þau útbreiðslu (vegna álagningarreglna) . Þess má geta a.m.k. til skamms tíma voru sum innlendu lyfjaframleiðslu- fyrirtækin í eigu lyfsala. Unnt er að spara án þess að skerða nokkra þjónustu: Fjölda dæma mætti nefna þessu til stuðnings. Fyrir fjölda ára hóf Lyfjaverslun ríkisins framleiðslu á diazepam töflum, sem er sama lyf og Valium. Verð diazepam var einungis 1/14 hluti af verði Valium. Samt var áfram haldið að selja Valium og er reyndar enn þann dag í dag. Verðmismunurinn er að visu ekki eins mikill I dag, en Valium er þó enn margfalt dýrara. Lyfjaverslun ríkisins framleiðir fjölda lyfja, t.d. Haloperidol, sem er sama lyf og Haldol (frumlyf). í árslok 1986 var smásöluveró þeirra sem hér segir: 0,5 mg, 100 töflur 1 mg, 100 töflur 4 mg, 100 töflur 20 mg, 100 töflur Haloperidol 119,70 kr 186,06 - 486,78 - 2.004,24 - Haldol 363,98 kr. 591,13 - 2.131,96 - 7.148,08 - í 20 mg styrkleika er verðmismunur á 1 pakkningu yfir 5 þúsund kr. Samt er haldið áfram að selja Haldol hér á landi. Rétt er að geta þess að Lyfjaverslun ríkisins hefur vel fyrir kostnaði með þessari verðlagningu og fyrirtækið hefur auk þess skilað hagnaði I ríkissjóð á undanförnum árum. Þar til fyrir fáum árum fluttu 2 islensk fyrirtæki inn fenoxlmetýlpenicillintöflur frá erlenda lyfjaframleiðandanum Novo. Voru það Lyfjaverslun ríkisins' og Pharmaco hf. sem er hlutafélag apótekara og fleiri lyfjafræðinga og meðal annars umboðsaðili fyrir Novo hér á landi. Lyfið var flutt inn sem samheitalyf og ekki skráð sem sérlyf. Skyndilega fékk Lyfjaverslun ríkisins þetta lyf ekki lengur afgreitt frá Novo. Skýringin kom nokkrum mánuðum slðar, en þá hafði Lyfjaverslunin hafið innflutning og sölu á sams konar töflum frá öðru erlendu fyrirtæki. 10

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.