Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1988, Síða 60

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1988, Síða 60
rannsóknir og dýrar tilraunir. Þeaar fyrirtæki heppnast að koma með nýtt lyf á markað liggja oftast að baki ærið margar tilraunir sem ekki hafa leitt til árangurs. Verð nýja lyfsins þarf þvi að vera langt fyrir ofan þá upphæð sem framleiðslu- og sölukostnaði nemur, þ.e.a.s. lyfið verður að bera kostnað við allar tilraunirnar, einnig þær sem misheppn- uðust. Að sjálfsögðu ver fyrirtækið hagsmuni sína með því að fá einkaleyfi, annað hvort á framleiðsluaðferðinni eða á lyfinu sjálfu, en einkaleyfið gildir aðeins í ákveðinn árafjölda og rennur þá út fyrir fullt og allt. Að þeim tima loknum geta önnur fyrirtæki hafið framleiðslu á þessu lyfi, enda liggja þá yfirleitt á lausu nauðsynlegar upplýsingar og hráefni. Þess vegna miðast verð upphaflega lyfsins við að framleiðandi þess fái "þróunarkostnaðinn" endurgreiddan og riflegan hagnað að auki áður en einkaleyfisverndin rennur út og önnur fyrirtæki geta hafið framleiðslu þess og sölu, oftast á mun lægra verði. Þegar einkaleyfisverndinni lýkur er samt sjaldgæft að upphaflegi framleiðandinn lækki verð lyfs svo nokkru nemi, þótt samkeppni komi frá öðrum framleið- endum, sem oft geta boðið lyfið á helmingi lægra verði. Stafar það m.a. af þvi að læknar eru orðnir vanir að skrifa gamla nafnið á lyfseðlana og þarf ríka ástæðu til þess að þeir noti annað nafn yfir sömu vöruna. I raun nýtur upphaf- legi framleiðandinn því áfram töluverðrar verndar gegn samkeppni, nema stjórnvöld grípi í taumana. Kynning lyfia - auglvsingar. Lyfjaheildsalar beina kynningu lyfja einkum að læknum. Auglýsingar eru ritskoðaðar af Lyfjaeftirliti ríkisins svo sem eðlilegt hlýtur að teljast, en athugun hefur leitt í ljós að það eru einkum dýr lyf sem auglýst eru x fagtímaritum lækna. Mikill hluti lyfjakynningar fer fram á þann veg að sölumenn heimsækja lækna, bjóða til "fræðslufunda" og jafnvel "námsferða" til annarra landa. Er nú svo komið að mörgum læknum þykir full langt gengið, sbr. nýlega samþykkt heimil- islækna, enda er þeim ljóst hver ber kostnaðinn. Mun algengt að jafnvel tugir prósenta af heildsöluverði lyfs séu ætlaðir til söluhvetjandi aðgerða. 58

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.