Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 17

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 17
Alvarlegum heila- og mænuslysum fækkar um 50% við notkun bflbelta. Upplýsingar frá próf. Gunnari Þ. Jónssyni og Sigrúnu Knútsdóttur, Slysadeild Borgarspítalans. Eftir að bílbeltasektir voru lögleiddar 1988 nota 85-90% ökumanna og farþega í framsæti bílbelti. Á fjórða landsþingi um slysavamir þann 28. október síðastliðinn lagði próf. Gunnar t>ór Jónsson fram skýrslu um bflbeltanotkun og slys. Alvarlegum slysum, þ.e. heila- og mœnuáverkum, fækkaði um 50% meðal þeirra er nota bílbelti borið saman við þá er ekki nota bílbelti. í heild hefur sárum og brotum fœkkað um tœp 50%. Innlögnum á sjúkrahús fækkaði einnig. En hálshnykksáverkum hefur fjölgað 200%. Þau slys verða helst við aftanákeyrslu. Þessi slys eru þó oftast minniháttar. í erindi Sigrúnar Knútsdóttur, Borgarspítalanum, á fyrmefndu landsþingi, kom fram að á árunum 1973-1987 komu 78 manns til Slysadeildar með mænuskaða, en um 60% þeirra eru í dag 75% öryrkjar. Á tímabilinu 1978-1982 hlutu 50 manns heilaskaða og 50% þeirra em nú 75% öryrkjar. Um 60% þessa fólks, sem oft er ungt að aldri, slasast í umferðarslysum. Meðallegudagafjöldi eru sjö til níu mánuðir. Legudagakostnaður er því fjórar til fimm milljónir. Sýnt hefur verið fram á að fækka má alvarlegum heila- og mænuslysum í umferðinni um 50-60% (sjá töflu). Hér má því koma í veg fyrir mikla þjáningu og spara tugi milljóna á ári. Án efa hefur náðst betri árangur eftir að bflbeltaskylda var lögleidd fyrir farþega í aftursæti (1990). Arið 1988 tóku gildi lög um viðurlög ef bflbelti væm ekki notuð. Vemleg fækkun varð á alvarlegum heila- og mænuslysum á ámnum 1987-90 (sjá töflu). 1978-82 Fjöldi heila-og mænuslysa (4,0) á 100.000 íbúa 1983-86 Fjöldi heila- og mænuslysa (2,2) á 100.00 íbúa Bílbelti lögleidd 1987-90 Fjöldi heila- og mænuslysa (1,9) á 100.00 íbúa Viðurlög lögleidd Heila- og mænuslysum (alvarlegum) fækkaði því um 52,5% í heild 13

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.