Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 26

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 26
Hjólreiða-, bifhjóla- og fjórhjólaslys Hjólreiðaslys á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Tryggvi Þorsteinsson, yfirlœknir, 1990. Gerð verður grein fyrir áverkamynstri í sambandi við hjólreiðaslys á árinu 1989, en þá leituðu 397 einstaklingar til Slysadeildar Borgarspítalans vegna þessara meiðsla. Tíu þurfti að vista á sjúkrahúsi og þar af einn vegna lífshættulegs ástands (epidural heilablæðing). Meiðsli á höfði voru algeng, heilahristing fengu 33 og voru fimm lagðir inn á sjúkrahús vegna þess. Fleiður og sár á andliti og hvirfli voru 133. 39 hlutu brot á handlim, þar af 25 á framhandlegg. 11 fengu brot á fótlim, þar af þrír um sköflung og þrjú liðhlaup eru skráð, átta fengu viðbeinsbrot. Flest voru slysin á aldurshópnum 0-14 ára eða 84%. Á umferðargötum eru skráð 90 slys og á þeim vettvangi meiddust sjö börn á aldrinum 0-4 ára og 30 börn á aldrinum 5-9 ára. Flest urðu slysin á gangstíg eða annars staðar úti eða í 299 tilvikum, sem er rúmlega 77% tilvikanna. Alvarlegustu slysin urðu í sambandi við árekstur við bfl á umferðargötu. Þannig höfðu fjórir hinna innlögðu orðið fyrir bifreið. Lagt er til að hvetja hjólreiðafólk til að nota hjálm og ennfremur að leggja aukna áherslu á fræðslu varðandi hjólreiðar í skólum. í Ástralíu hefur notkun hjálma við hjólreiðar barna verið lögleidd (Breska læknablaðið, 1991). í Svíþjóð hefur þetta mál verið til mikillar umræðu en ekki talið rétt að lögleiða hjálmanotkun fyrr en náð hefur verið 20-25% notkun. Lagt er til að Umferðarráð stórauki fræðslu um notkun hjálma við hjólreiðar og að foreldrar verði gerðir ábyrgir fyrir að bömin noti þá með lagabreytingu. Bifhjólaslys unglinga Brynjólfur Mogensen og Björn Zoéga, Slysadeild Borgarspítalans. Bifhjólaslys eru rúmlega 7% allra umferðarslysa á höfuðborgarsvæðinu, en þau hafa sérstöðu að því leyti, að oftast er um ungt fólk að ræða. Það þótti því ástæða til að kanna nánar eðli bifhjólaslysa. 22

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.