Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 28

Heilbrigðisskýrslur - 06.12.1992, Page 28
Tíðni bifhjólaslysa (92 slys/1000 bifhjól) er margföld miðað við bifreiðaslys (19 slys/1000 bifreiðar), en áhættuminnst er að ganga (1 slys/1000 gangandi) (mynd 15). Áhætta 15 ára unglingar hafa rétt til að læra á létt bifhjól (skellinöðrur). Þeir fá þá 10 stunda fræðilega kennslu og 6 stunda verklega kennslu hjá ökukennara. Náminu lýkur með prófi. Oftast er aðeins verklegt nám fyrir vélhjólanema (þung bifhjól). Æfmgabraut er ekki til á höfuðborgarsvæðinu. Iðgjald af léttu bifhjóli er tæpar kr. 13.000 á ári, rúmlega 30.000 af þungu bifhjóli og um 58.000 af venjulegri bifreið. Slysatryggingaupphæðin í iðgjaldinu er sú sama hvort heldur um er að ræða bifreið, létt eða þungt bifhjól. Umrœða: Mikil umfjöllun hefur verið um umferðarslys á síðustu árum og ekki að ástæðulausu. Slysatíðnin er mikil og árlega valda umferðarslysin miklum fjölda fólks andlegum og líkamlegum þjáningum. A hveiju ári látast í umferðinni á þriðja tug einstaklinga og ennþá fleiri hljóta varanleg mein. Kostnaður þjóðfélagsins vegna umferðarslysa mælist í milljörðum króna. Tillitsleysi og/eða aðgæsluleysi í umferðinni virðist bitna verulega á ökumönnum bifhjóla, sem em oftar en ekki í rétti. Tíðni bifhjólaslysa er langt umfram þá sem lenda í bifreiðaslysum. Yfirleitt er um yngri einstaklinga að ræða, þar sem flestir hafa að auki fengið mun minni fræðilega- og verklega kennslu, áður en þeir fengu tilskilin ökuréttindi. Ekki hefur enn tekist að búa til æfingasvæði á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir brýna 24

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.