Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 7
Fylgt úr hlaði
Það leikur varla á tveim tungum, að í Borgarfjarðarhéraði,
eins og öðrum héruðum landsins, er gróið menningarlíf, og
áhugi á hvers konar þjóðlegum fræðum, fornum og nýjum, er
runninn mörgum Borgfirðingum í merg og bein. Það er
kunnugt, að baðstofurnar gömlu voru nokkurs konar alþýðu-
skólar, þar sem menn stunduðu andlega iðju, miðluðu hver
öðrum fróðleik og skemmtun og stuðluðu að geymd og varð-
veislu menningararfsins.
Segja má, að sögufélögin, sem nú starfa í mörgum héruðum
landsins, gegni að nokkru leyti þessu hlutverki. Þau vilja koma til
móts við fræðilegan og þjólegan áhuga fólksins, ekki aðeins á
sviði ættfræði og persónusögu, heldur einnig um flest það, er
varðar byggðina, menningu hennar og líf.
Víða um landið eru gefin út sérstök ársrit eða árbækur, sem
geyma margs konar fróðleik úr sögu og menningu byggðanna,
bæði á líðandi stund, en einnig liðinnar tíðar. Með útgáfu þessa
nts vill Sögufélag Borgarfjarðar feta í þá slóð, er önnur héruð
hafa rutt á undan förnum árum.
A aðalfundi Sögufélagsins í desember 1979 flutti séra
Brynjólfur Gíslason í Stafholti tillögu um, að hafin yrði útgáfa
arsrits á vegum félagsins. Tillagan var samþykkt samhljóða og
kjörin ritnefnd, er starfað hefur síðan að undirbúningi og út-
gáfu ritsins. I ritnefndina voru kjörnir: Sr. Brynjólfur Gíslason,
sóknarprestur, Bjarni Bachmann, safnvörður og Snorri Þor-
steinsson, fræðslustjóri. Þá hefur framkvæmdastjóri félagsins,