Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 47
45
Salómoni vísað úr Reykjavíkurkirkju
Vitað er, að Salómon stundaði sjóróðra á Suðumesjum um
margar vetrarvertíðir og er þeim lauk, vorvertíðir uppi á
Mýrum. Svo var sagt, að eitt sinn væri Salómon staddur í
Reykjavík. Hvort hann var að fara í verið, eða koma úr því,
hermir sagan ekki, en svo stóð á, að í þetta sinni var hann þar á
sunnudegi. Það mun hafa talist nánast skylda, ef ekki lög, að
vermenn hlýddu messu ef þannig stóð á. Væri það látið undir
höfuð leggjast mátti kæra menn og sekta, ef ekki voru lögleg
forföll að mati kirkjuyfirvalda. Sjálfsagt hefur Salómon ekki
viljað eiga slíkt á hættu, og skundaði hann í guðshúsið. En hann
hafði ekki gætt þess að vera nógu vel búinn, eða ekki getað það,
enda var honum snarlega vísað út. Svo illa búinn maður mátti
ekki vera þar á bekkjum. Salómon hefur sennilega ekki varað sig
á því, að þar var fínna fólk en í Alftaneskirkju.
Þessum atburði gaf Salómon líf með eftirfarandi stöku:
Ekki hirði ég um það par
ef innra skartar maðurinn,
úr guðshúsi mér vísað var
víst fyrir gráa búninginn.
(Til eru breyttar útgáfur af vísunni, en þannig lærði ég hana.
Tæplega gátu þeir sem vísuðu honum út vitað mikið um innræti
hans, auk þess væntanlega staðið á sama um það, klæðnaðurinn
var þeim fyrir öllu. Kannski hélt Salómon, að Kristur hefði farið
öðruvísi að, og því tekur hann þessu með jafnaðargeði. Hann
bindur þessa skoðun sína í rím eins og fyrri daginn.).
Nágrannakritur
Það á að hafa hent Salómon eitt sinn á vertíðarárum hans á
Suðurnesjum, að verða of seinn til skips en slíkt mun að vonum
hafa verið illa séð. Á sama skipi var þá maður frá Valshamri.