Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 28
26
haldi hann einnig bók eina, í hverja skráð séu nöfn allra fé-
lagsmanna, og útundan hvers eins nafni hans ársdllg, líka skal
þess þar getið, ef einhver veitir félaginu aukaféstyrk nókkurn,
líka ritar hann í hana við hver árslok jafnaðarreikning yfir tekjur
og útgjöld félagsins í það skiptið, og leggur hann svo eptirrit af
honum fram á félagsfundi, og skulu 2 félagsmenn, sem forseti
kveður til þess með ráði fundarmanna, yfirlíta það og rita þar á,
hvort nokkuð sé út á að setja.
14.
Engin gjöld skal féhirðir greiða, nema eptir ráði og skipun
forseta, og skal hann í hvert sinn taka kvittun fyrir því, er hann
selur af hendi, er lögð sé, sem fylgiskjal með reikningi hans.
15.
Bókhlöður félagsins séu tvær að eins, fyrst um sinn, sín hverju
megin Lángár, og sé bókunum skipt milli þeirra eptir vísinda-
greinum af forseta og 2 félagsmönnum, er hann til þess kýs.
16.
Bókaverðir félagsins eru 2 af félagsmönnum, og annast þeir
bókhlöðurnar, hver á sínum stað. Bókaverðir annast um útlán
bóka, og skulu semja sérstaka skrá þar yfir á ári hverju, hverjir
hafi bækurnar og hvenær að láni fengið, og leggi skrá þá fram á
ársfundi. Missi bókavarðar við, ráðstafar forseti störfum hans til
næsta félagsfundar.
17.
Enginn má hafa bækur að láni nema félagsmaður, og eigi fleiri
en 3 bækur í senn af sömu bókhlöðu, nema það sé eitt verk í fleiri
bindum, og má ekki halda þeim lengur en 12 vikur í einu, nema
sérlegar orsakir hamli, sem bókavörður álítur gildar; líka verður
sá sem bækurnar fær, að nálgast þær og skila þeim sjálfur, eða fá
til þess skilgóðan og fullveðja mann í sinn stað. Ætíð skal bókum
skila aptur til þeirrar bókhlöðu, hvaðan þær voru teknar.