Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 60
58
í ellefu hundruð ár hefur fólk búið í þessari sveit og lifað við
þennan fjörð og orðið fyrir svipaðri reynslu og snertingu eins og
skáldið. Fegurð og tign Hvalfjarðar hefur veitt fólkinu mafgfalt
vegaryndi, margfalda gleði og blessun í gegnum aldirnar, kyn-
slóð eftir kynslóð. Og þessi gleði og fegurð hefur verið sameign
fólksins og þarf að vera það, eitthvað, sem fólkið á saman, nýtur
saman og lifir saman, eitthvað, sem gerir fólkið að ákveðinni
heild eða hópi. Sveitarfélag er ákveðin heild, ákveðið samfélag
manna, sém lifir á afmörkuðu landsvæði, sem menn láta sér
annt um, vilja vinna og unna, eiga og njóta í félgsskap hver með
öðrum. Sameiginlega njóta þeir fegurðar og yndis sveitar sinnar,
og sameiginlega vilja menn njóta þeirrar gleði og hamingju, er
sveitalífinu fylgir og getur fylgt. Vart finnst nokkur sá Islend-
ingur, sem ekki ber sterkar taugar tryggðar og ástar til þeirrar
sveitar, sem fóstraði hann ungan, eða þar sem hann undi lífinu
og vann sitt ævistarf. — „Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur,
ár og daga“. — Fá orð eiga sterkari hljóm og sannari strengi í
brjóstum sveitamanna en einmitt þessi. Flestir menn láta sér
annt um sveit sína og vilja veg hennar sem mestan, vilja auka
menningu hennar og félagslegan þroska, vilja efla fegurð
hennar og láta hana eiga sem flesta hamingjudaea.
I dag er einn af hamingjudögum þessarar sveitar, þegar við
komum saman svo mörg, bæði núverandi og fyrrverandi sveit-
ungar, til að eiga saman hamingjustund, gleðjast og fagna
vegna þess, að nýtt og glæsilegt félagsheimili er risið af grunni og
er formlega vígt og tekið í notkun á þessum hásumardegi.
Maðurinn erfélagsvera
Það er öllum kunnugt, að maðurinn er félagsvera, og frá
upphafi menningarinnar hefur það fylgt honum að lifa í fé-
lagsskap með öðrum. Svo hefur það einnig verið í þessari byggð.
I fornum heimildum er frá því greint, að íbúar þessarar sveitar
hafi komið saman til leika inni á Söndum, sennilega Litlasandi.