Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 65
63
reisa félagsheimili á rústum hins gamla. Með tilliti til álits þeirra,
áætlana og meðmæla var valinn sá kostur að reisa nýtt félags-
heimili í hreppnum. Árangurinn höfum við fyrir augum á þess-
ari hátíðarstundu í dag.
Þegar þetta lá fyrir, lét byggingarnefnd í samráði við hrepps-
nefnd gera nokkrar breytingar á fram kominni teikningu. Meðal
annars var eldhúsálma minnkuð samkvæmt eindreginni ósk þar
um. Hins vegar var leiksvið stækkað, svo að hér er svokallað
staðlað leiksvið, sem hentar stöðluðum og hefðbundnum leik-
tjöldum. Byggingarnefndinni var einnig falið að velja félags-
heimilinu stað í landi Saurbæjar í samráði við hreppsnefnd og
íþróttafulltrúa. Algjör samstaða var meðal okkar heimaaðilanna
að velja húsinu stað hér. Félagsheimilið skyldi nú fært frá
Hallgrímssteini og í námunda við Prjónastrák, sem er eina ör-
nefnið hér í Saurbæ, sem minnir á Guðríði, maddömu í Saurbæ.
Iþróttafulltrúi var hins vegar á annarri skoðun en við og taldi
rétt að reisa húsið á sama stað og hið gamla.
I lok júlímánaðar 1975 mætti íþróttafulltrúi, svo og arkitekt-
arnir Bjarni og Gísli ásamt byggingarnefnd og oddvita hrepps-
ins hér á þessum stað. Var þá mælt fyrir félagsheimilinu og
staðsetning þess ákveðin og afmörkuð. Hafði þá verið aflað
tilskilinnar heimildar fyrir lóð undir húsið. Sú heimild var fyrst
veitt munnlega samkvæmt bréflegri ósk, en síðan staðfest skrif-
lega. Leigusamningur mun verða gerður og sendur dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu til staðfestingar, samkvæmt ósk þess.
Lóðin hefur nú verið afmörkuð og er hún um 2,3 ha að stærð.
Það er samhljóða álit byggingarnefndar og hreppsnefndar, að á
lóðinni verði byggt íbúðarhús, sem leigt verði þeim, er annast
gaeti húsvörslu og framkvæmdastjórn fyrir félagsheimilið, en
haft jafnframt með höndum annað starf í sveitinni. Húsið
verður staðsett hér vestan við lindina, og verður vonandi hafist
handa um byggingu þess á næsta ári eða árum.
Svo sem kunnugt er, er staðsetning, bygging og teikningar
félagsheimilis háð samþykki menntamálaráðherra og stjórnar
Félagsheimilasjóðs. Skriflegt samþykki þessara aðila um þetta