Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 128
126
1976 boraðar 6 grunnar holur í Bæjarsveit og þrjár dýpri. Af
þessum holum gefa tvær nýtanlegt vatnsmagn. Við Laugarholt
er 1013 m djúp hola, sem talin er gefa með dælingu 45 1/sek. af
93 gráðu heitu vatni. Þessar holur er verið að virkja og eru þær
taldar fullnægja vatnsþörfinni næsta ár.
AÖveita
Nú er að mestu lokið við að leggja aðveitu frá Laugarholti og
Bæ í Borgarnes, ásamt greinilögn til Hvanneyrar. Notaðar eru
250 mm pípur frá borholum að dælustöð í Brún, síðan 300 mm
pípur að greiningunni til Deildartungu. Þaðan og á Seleyri eru
notaðar 450 mm pípur. Tengingin við Borgarnes er 300 mm
asbest og 250 mm stál. Greinilögnin til Hvanneyrar er 150 mm
asbest. Meginhluti aðveitunnar er asbest eða 20,8 km, en all-
margir stálkaflar eru í lögninni vegna erfiðra aðstæðna eða 2,1
km.
Tengilögn til Borgarness er 3,7 km, þar af eru 1,3 km asbest,
en stálpípur eru notaðar í vegfyllingu og brú eða 2,4 km. Greini-
lögn til Hvanneyrar er asbest 4 km.
Nú er verið að virkja borholurnar við Bæ og Laugarholt.
Byggðir hafa verið skúrar yfir borholur og spennistöð. Við Brún
er langt komið byggingu dælustöðvar og jöfnunartanks. Dælur
verða settar þar niður einhvern næstu daga. Verið er að leggja
síðustu hönd á dæluhús á Grjóteyri, en dælur verða ekki settar
þar niður fyrr en á næsta ári.
Yfir Andakílsá var sett stálgrindabrú, sem auk þess að bera
pípuna, þjónar sem göngubrú yfir ána. Þá eru í aðveitunni 22
brunnar, auk tveggja sérbyggðra lokahúsa.
Framkvæmdir við aðveitu hófust haustið 1979, þegar Rækt-
unarsamband Mýramanna byrjaði að grafa framræsluskurði og
ræsa fram þau svæði, sem leggja átti á 1980.
Snemma árs 1980 var samið við Borgarverk hf., Borgarnesi,
sem lægstbjóðanda, um flutninga á gjalli frá Mýrdal að Hesti,
þar sem það var geymt. Seinna var samið við sama aðila um