Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 13
nafna skyldu ráða um röð í skráningu, en ekki t.d. sá háttur að
raða eftir heitum bæja eða hrepparöð, eins og komið gat til
greina. Starfrófsröðin miðast við heiti karla og einhleypra
kvenna, en aftur á móti eru giftar konur skráðar með mönnum
sínum, og mun það fyrirkomulag gilda í hinni almennu útgáfu
skránna. Með hinni „almennu" útgáfu er hér átt við þann skrán-
ingarhátt, sem verið hefur á Borgfirzkum æviskrám og gilda
mun áfram um íbúa sveitahreppa héraðsins og Akurnesinga
fyrri ára. Aftur á móti mun sérútgáfa Akranesbinda, sem nú er
unnið að, stinga nokkuð í stúf við skráningaratriði og upp-
setningu fyrri binda, og mun það ekki rakið frekar hér. Hitt skal
tekið fram, að þessi sérútgáfa mun að öllu leyti falla inn í
heildarverkið, h*vað ytra útlit snertir, enda teljast þau bindi hluti
þess, þrátt fyrjr örlitla sérstöðu.
Um það, hvernig skrásetja eigi upplýsingar um æviferil fólks,
hefur lengi og mikið verið rætt, bæði af þeim, sem haft hafa með
málefni sögufélagsins að gera, og öðrum almennum lesendum,
er notið hafa verksins sem þægilegrar handbókar í persónusögu.
Slíkt kann að vera álitamál, en skoðun flestra virðist jafnan vera
sú, að takmarka beri upplýsingarnar nokkuð og hafa þær sem
gagnorðastar. Þegar fleiri en einn vinna sjálfstætt að sama verk-
efni, verður ekki fram hjá því sneitt, að einhvers misræmis gæti í
vinnubrögðum og afstöðu til einstakra verkefna, og hefur marg-
oft verið bent á Borgfirzkar æviskrár því til sönnunar.Mismunur
á framsetningarhætti þarf hins vegar ekki að rýra gildi verks
hvers einstaks höfundar, en meginatriðið hlýtur að teljast, að
hverjum þeim, sem skráður er, séu gerð þau skil, er sanngjörn
kallast. Útgáfustjórn gerði upphaflega sundurliðaðar tillögur til
ábendingar um upplýsingagildi, og skulu hér nefnd nokkur þau
atriði, er telja mætti grundvallarhugmyndir að skráningu ein-
staklinga: Fullt nafn. Fæðingardagur. Fæðingarstaður.
Foreldrar og búseta þeirra. Bústaðir (árabil á hverjum stað).
Starfsheiti og önnur langvarandi viðfangsefni. Stöður eða viða-
meiri trúnaðarstörf í félagslega þágu (skýrt frá ártölum eftir
föngum). Menntun. Sérlegir atburðir í lífi viðkomandi einstak-