Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 70
68
lýtur. Hafi hann og hönnuðir allir, svo sem verkfræðingar, raf-
tæknifræðingur og fleiri, heila þökk. Þá vil ég þakka öllum
iðnaðarmönnum og öðrum, sem hér hafa unnið, fyrir ágæt störf
og bið þeim og fyrirtækjum þeirra giftu og heilla í bráð og lengd.
Anœgjulegt samstarf
Eg vil hér einnig þakka íþróttafulltrúa ríkisins fyrir ágætt
samstarf, margháttaða fyrirgreiðslu og ráðgjöf, meðan á bygg-
ingunni hefur staðið. Samstarfsmönnum mínum í hreppsnefnd
færi ég alúðarþakkir fyrir áhuga og skilning. Einkum færi ég
oddvita hreppsins alúðarþakkir fyrir ágætt samstarf og marg-
háttuð samskipti. Marga fundi hefur hann setið með bygging-
arnefndinni og ávallt hefur verið gott og ljúft að leita til hans.
Samstarfsmönnum mínum í byggingarnefnd, þeim Guðna
Olafssyni og Sigurjóni Guðmundssyni, færi ég mínar innileg-
ustu þakkir fyrir mjög gott og ánægjulegt samstarf. I bygg-
ingarnefndini hefur ríkt einhugur og samstaða, félagslegt og
bróðurlegt samstarf. Og það er mikils virði. Frá því að bygg-
ingarnefndin var kosin í febrúar 1975 og til þessa dags hefur
hún haldið 88 fundi og hafa þeir flestir verið haldnir á heimili
formanns. Hér hefur verið um mikið starf að rasða, enda hefur
byggingarnefndin haft með höndum framkvæmdastjórn og allt
Qárhald vegna verksins. Margar ákvarðanir hefur þurft að taka
á þessum tíma og margan vanda að leysa. Byggingarnefndin
hefur enga þóknun tekið fyrir nefndarstörf sín öll þessi ár. Þetta
hefur verið unnið án endurgjalds sem þegnskylda og framlag til
þess samfélgs, sem við lifum í og viljum eitthvað af okkur gefa.
Kannski hefur starfíð líka verið borið uppi af nokkrum áhuga og
vilja til að vera trúir sveitinni og þeim skyldum, sem á herðar
okkar hafa verið lagðar.
Eg gekk ekki sérstaklega fús til þessa starfs í fyrstu, enda
fannst mér, að aðrir myndu hafa á því meiri áhuga og til þess
meiri hæfileika, heldur en ég. Mér fannst þó, að það væri þegn-