Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 23
21
Félagsmenn
Félagsmenn, eða eins og það var orðað í fyrstu, félagslimir,
hefur eðlilega verið ætlað, að yrðu prestar og sýslumenn, vegna
þess að bækur félagsins voru á erlendum málum og þá einkum
danskar guðfræðibækur. Mun svo hafa verið í fyrstu, en fél-
agaskráin ber annað með sér og af henni má marka, að lestrar-
kunnátta hefur verið allgóð í Mýrasýslu og Borgarfirði, sam-
anber ferðabók Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar, enda
kunnugt að nokkuð af bókum og uppskrifuðum sögum voru til á
þessum tíma á ýmsum heimilum í héraðinu.A þessu tímabili
hafa látið skrá sig í félagið 59 bændur, 32 prestar, 10 sýslumenn,
1 skipstjóri, 1 trésmiður og 1 læknir, eða samtals 104 félags-
menn. Vafalaust hafa fleiri notið bóka safnsins, svo sem fólk á
heimilum félgsmanna. Fæstir hafa félagsmenn verið í byrjun eða
10 og í síðustu skrá um gjaldendur voru þeir 13. Flestir voru þeir
40 að tölu.
Það sem athygli vekur, að árið 1882 eru tveir Borgnesingar
skráðir í félagið, Hannes Hafliðason, skipstjóri og Þorsteinn
Hjálmarsson, trésmiður.
Til gamans er rétt að koma hér með útskrift úr fundargerð
félagsins frá árinu 1838, er sýnir starfshætti þess.
Útskrift
úr Protocoll fyrir ens J. Möllerska Bóka- og Lestrarfélagið í
Mýrasýslu.
1838
Arið 1838 þann 14. ágúst mættu félagslimir hins J. Möllerska
Lestrar- og Bókafélags, á árlegri félagssamkomu að Stafholti, til
að afgjöra það nauðsynlega félaginu viðvíkjandi hvað þá var
fyrirtekið var þetta.
1
Voru framlögð þau bréf, sem félagið áhrærandi nauðsynleg
virtust hvar á meðal eitt frá ordeneret catacpt, hr. Guðmundsen