Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 43
41
með. Því var veggsetinn jafnan breiður og kom það að gagni í
þetta sinn).
Bjarni hélt svo inn í búr með byrði sína og fór að telja spyrð-
urnar, taldist honum svo til að eina vantaði. Meðan hann var að
þessu, slapp Salómon inn í baðstofu og sat þar með sakleysissvip
er karl kom inn. Bjarni hafði strax orð á því að ein spyrðan
mundi hafa losnað úr á leiðinni, og þegar Salómon bauðst til að
fara og leita, varð Bjarni því feginn. Á leiðinni fram göngin greip
Salómon svo spyrðuna og stakk undir peysuna, hljóp niður tún
og leitaði lengi, en fann auðvitað ekkert. Féll svo þetta mál niður.
(Þessi þáttur styðst því miður ekki við vísu, eins og flestir hinir,
og er það skaði. Kannske hefur Salómon ekki verið farinn að
yrkja, eða vísan glatast. Þetta hefur líklega verið eina leiðin til að
ná sér í aukabita, því trúlega hefur karl læst búrinu, og sjálfsagt
var það vissast. Góður lúðuriklingur freistar svangra maga).
Drukknun Krímu
Framan Ásinn, melhrygginn sem bærinn Leirulækjarsel stendur
nú á, var á dögum Salómons og lengi síðar kelda ill yfirferðar. I
daglegu tali nefnd Keldan, eða Keldan framan Ásinn, til að-
greiningar frá öðrum keldum í landareigninni, en af þeim var
nóg. Mátti segja að hún væri einskonar drottning í því keldna-
samfélagi. Hún var afrennsli vatns er þarna var í grennd og því
ætíð nokkur straumur í henni, en hans gætti lítið, en samt var
það vegna hans að kelduna lagði jafnan illa á vetrum, og því
hættuleg fyrir skepnur. Á þeim tímum var fénu mjög haldið til
beitar, og raunar langt fram á þessa öld.
Einn vetur rétt fyrir jólin hverfur krímótt ær úr fé Bjama. Að
vonum þykir honum þetta illt, því sennilega var ærin dauð.
Auðvitað féll strax grunur á kelduna, en við fljótlega athugun
var þó ekkert að sjá. Hélt hann svo heim, hýsti kindurnar og gaf
á garða. Að því loknu hélt hann heim til bæjar og sagði tíðindin.
Að missa eina kind úr hjörðinni var þá og lengi nokkur skaði,