Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 11
9
ingar- og atvinnusögu, borgfirzkrar ættfræði og örnefna og
annars þess, er varðar sögu Borgfírðinga og Borgarfjarðar-
héraðs.
Þegar starfsemi félagsins hafði staðið í nokkur ár, var ákveðið
að hætta innheimtu árgjalda. Vegna hinnar dreifðu búsetu fé-
laga var reglubundin innköllun félagsgjalds erfið, og því var
horfíð að því ráði að byggja fjárhag félagsins upp eftir öðrum
leiðum. Þá má og geta þess, að eigi hefur verið unnt að halda
aðalfund að öllu leyti eins og fyrir er mælt í samþykktinni. Hafa
ýmsar orsakir valdið því, til dæmis tímabundin óvissa um fram-
gang starfsáfanga í útgáfumálum, en jafnan hefur þótt sjálfsagt,
að allt slíkt lægi nokkurn veginn ljóst fyrir, þegar að fundi kæmi.
Loks má láta þess getið, að enn sem komið er, hefur félagið ekki
getað helgað sig að ráði öðrum verkefnum en þeim, sem um
getur í fyrri hluta 2. greinar reglugerðar þess. Má nú gera ráð
fyrir að önnur menningarleg samtök muni taka nokkuð af því
ætlunarverki, sem getið er síðar í þessari grein, upp á arma sína
með útgáfu innan tíðar. Er vel, að aðkallandi verkefni verði
borin uppi af samtökum fleiri aðila, héraðsfræðunum til
eflingar.
Stofnfundinn sátu þrjátíu og þrír menn, en félagsmönnum
fjölgaði skjótt, er starfið var hafið, og skiptu þeir fljótlega
nokkrum hundruðum. Yfirlýstur fjöldi beinna stuðningsmanna
er sérhverjum starfshópi mikill styrkur, en af eðlilegum ástæð-
um getur ekki nema lítið brot skráðra félagsmanna sótt fundi
félagsins. Þar á móti kemur það fulltingi, er kaupendur út-
gáfubóka þess veita ár og síð, en langoftast heldur hver og einn
áfram að kaupa ritröðina alla.
Fyrsta stjórn Sögufélags Borgarfjarðar var kosin ástofnfund-
mum, að öðru leyti en því, að Borgfirðingafélagið í Reykjavík
skyldi kjósa fimmta manninn. Stjórnin kom saman íjanúar 1964
og skipti með sér störfum á þessa leið:
Daníel Brandsson, Fróðastöðum, formaður
Sigurður Jónsson frá Haukagili, varaformaður