Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 21
19
félag Mýramanna ber svipmót lestrarfélaganna við Breiðafjörð
og eins og áður hefur komið fram, þá er hugsanlegt að samstarf
hafi verið milli þessara héraða.
Pétur Ottesen var f. í sept. 1778, d. 20. júní 1866. Sýslumaður.
Bjó í Svignaskarði, var síðar í Hlöðutúni. Pétur var ötull stuðn-
ingsmaður lestrarfélagsins og bókavörður austan Langá, 1835-
1850. Var gerður heiðursfélagi lestrarfélagsins, en þess heiðurs
urðu ekki fleiri aðnjótandi nema þeir tveir, Pétur og Þorsteinn
Hjálmarsen. Aðrir sern studdu lestrarfélagið og eitthvað kvað
að, voru Helgi Helgason, alþingismaður í Vogi, Jón Sigurðsson,
alþingismaður í Tandraseli, er seldi lestrarfélaginu alþingis-
tíðindi og Kristján Kristjánsson, ráðsmaður í Hítardal, en hann
mun lengi hafa verið hægri hönd séra Þorsteins.
Bókaverðir
Fyrst í stað hafa verið tveir bókaverðir í lestrarfélaginu sitt
hvorum megin við Langá og hafa þeir verið þessir, eftir því sem
best verður séð: Þorsteinn Hjálmarsen, prestur, Hítardal, Svein-
björn Sveinbjörnsson, prestur á Staðarhrauni, Þorkell Eyjólfsson,
prestur á Borg, Magnús Gíslason, sýslumaður, Álftártungu,
Kristján Kristjánsson, ráðsmaður í Hítardal, Pétur Ottesen,
sýslumaður í Svignaskarði, Guðmundur Vigfússon, prestur á
Borg, Einar S. Einarsson, prestur í Stafholti, Markús Gíslason,
prestur í Stafholti, Stefán Þorvaldsson, prestur í Stafholti, Stefán
Jónsson, prestur í Stafholti, og Jóhann Þorsteinsson, prestur í
Stafholti, og mun hann hafa verið síðasti bókavörður lestrar-
félagsins. Upptalning þessi nær yfir tímabilið frá 1835-1890, eða
55 ár í sögu lestrarfélagsins. (samanber heimildir, sem kunnar
eru).