Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 52

Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 52
50 ekki orkt vísuna, og lýsir hann hiklaust því sem gerðist, er ekki laust við að hann hælist um yfir erindisleysu sendimanns. Hann reiðist ekki fremur en þegar hann er rekinn út úr kirkjunni, því að í hvorugu atvikinu finnur hann sig í sök. Hinsvegar kunna þeir á öxarbænum vafalítið Krímuvísumar, athuga ekki, að það er æði mikill munur á þessu tvennu, ef að er gáð. (Öxi fer illa í maga). Nokkuð er víst, að heimilisfólkið á öxarbænum mundi aldrei hafa hátt um, þó að öxin kæmi fram síðar þar heima. Salómon heimsœkir Sigurð bróðursinn Salómon gisti stundum á Valbjarnarvöllum hjá Sigurði bróður sínum er þar bjó góðu búi, að þeirrar tíðar hætti, enda hafa Valbjarnarvellir jafnan þótt góð sauðjörð, eins og sagt var meðan treyst var á beit. Sigurður var einnig talinn orðlögð refaskytta, en hann missti snemma sjón. Um þessar mundir voru refir mikil plága í sauðfé. Þegar Sigurður missti sjónina urðu synir hans að grípa til byssunar. Þeim gekk þó misjafnlega, því lambadauði af völdum tófu þótti aukast mjög eftir að þeir tóku við. Karl komst fljótt að þessu þó að blindur væri og átaldi syni sína fyrir slælega frammistöðu við refadrápið, en þeir sögðu að í múlann (Valbjarnarvallamúla) væri komið skoffín er sótti mjögá lömbin og venjulegt skot „lossaði" ekki á því. Skoffín áttu að vera annaðhvort afkvæmi tófu og hunds, eða afkvæmi tófu og kattar (ég man ekki hvort var talið) og var að sjálfsögðu samskonar fyrirbæri og t.d. nykrar í vötnum, fjörulallar í sjó og snakkar á landi, svo eitthvað sé nefnt af þeim dularfullu verum sem gengnar kynslóðir trúðu að væru til. Skoffínin voru að því leyti verri viðfangs en refir að venjuleg skot unnu ekki á þeim, heldur varð skyttan að slíta silfurhnapp úr treyju sinni og nota í stað hagla, og má nærri geta að ekki hefur verið flýtisverk að hafa þessi skipti, og ekki líklegt að skoffínið biði á meðan. Sagt var að Sigurður tryði á tilveru þessa kvikindis, því ekki l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Borgfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.