Borgfirðingabók - 01.12.1981, Síða 52
50
ekki orkt vísuna, og lýsir hann hiklaust því sem gerðist, er ekki
laust við að hann hælist um yfir erindisleysu sendimanns.
Hann reiðist ekki fremur en þegar hann er rekinn út úr
kirkjunni, því að í hvorugu atvikinu finnur hann sig í sök.
Hinsvegar kunna þeir á öxarbænum vafalítið Krímuvísumar,
athuga ekki, að það er æði mikill munur á þessu tvennu, ef að er
gáð. (Öxi fer illa í maga).
Nokkuð er víst, að heimilisfólkið á öxarbænum mundi aldrei
hafa hátt um, þó að öxin kæmi fram síðar þar heima.
Salómon heimsœkir Sigurð bróðursinn
Salómon gisti stundum á Valbjarnarvöllum hjá Sigurði
bróður sínum er þar bjó góðu búi, að þeirrar tíðar hætti, enda
hafa Valbjarnarvellir jafnan þótt góð sauðjörð, eins og sagt var
meðan treyst var á beit. Sigurður var einnig talinn orðlögð
refaskytta, en hann missti snemma sjón. Um þessar mundir voru
refir mikil plága í sauðfé. Þegar Sigurður missti sjónina urðu
synir hans að grípa til byssunar. Þeim gekk þó misjafnlega, því
lambadauði af völdum tófu þótti aukast mjög eftir að þeir tóku
við. Karl komst fljótt að þessu þó að blindur væri og átaldi syni
sína fyrir slælega frammistöðu við refadrápið, en þeir sögðu að í
múlann (Valbjarnarvallamúla) væri komið skoffín er sótti mjögá
lömbin og venjulegt skot „lossaði" ekki á því. Skoffín áttu að vera
annaðhvort afkvæmi tófu og hunds, eða afkvæmi tófu og kattar
(ég man ekki hvort var talið) og var að sjálfsögðu samskonar
fyrirbæri og t.d. nykrar í vötnum, fjörulallar í sjó og snakkar á
landi, svo eitthvað sé nefnt af þeim dularfullu verum sem
gengnar kynslóðir trúðu að væru til. Skoffínin voru að því leyti
verri viðfangs en refir að venjuleg skot unnu ekki á þeim, heldur
varð skyttan að slíta silfurhnapp úr treyju sinni og nota í stað
hagla, og má nærri geta að ekki hefur verið flýtisverk að hafa
þessi skipti, og ekki líklegt að skoffínið biði á meðan.
Sagt var að Sigurður tryði á tilveru þessa kvikindis, því ekki
l