Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 20
18
hefur vakið nokkra furðu hvað margir urðu til þess að kaupa
ritið. Af þessari tölu eru um 40 bændur. Ætla má af þessu, að
almenningur hafi verið vel að sér og þyrst eftir lesefni, er hann
gæti haft gagn og ánægju af.
Stuðningur Magnúsar við samtök Vestlendinga og virðing sú
og traust, sem þeir sýndu honum, kemur best fram á fyrsta
Kollabúðafundinum, þar er hann kosinn forseti fundarins.
Kunningsskapur við Þorstein Hjálmarsen í Hítardal hefur
verið all náinn og skoðanir þeirra fallið vel saman, en telja má
víst að aðal hvatinn að lestrarfélagi Mýramanna hafi verið hin
mikla bókagjöf prófessors Möllers. Þó verður fyrst og fremst að
telja þessa tvo menn upphafsmenn að lestrarfélaginu. En þáttur
séra Þorsteins. Hjálmarsens er alla tíð mestur því fram kemur í
skjölum, að hann er helsti hvatamaður að þátttöku leikra sem
lærðra og kosinn heiðursfélagi af félagsmönnum.
Þorsteinn Hjálmarsen var f. 6. des. 1794, d. 18. okt. 1871.
Foreldrar: Erlendur klausturhaldari Hjálmarsson að Munka-
þverá og s.k. hans Kristín Þorsteinsdóttir prests að Hrafnagili,
Ketilssonar. Eftir stúdentspróf var Þorsteinn skrifari hjá Þórði
sýslumanni Bjarnasyni í Garði, fór utan 1817 og var í háskól-
anum í Kaupmannahöfn, lagði stund á guðfræði, en vegna
efnaleysis fékkst hann við kennslu í Kalundborg 1819-21, en
hvarf til landsins 1922 vegna brjóstveiki, stundaði kennslu á
Eskifirði 1822-24, fór þá aftur til Kaupmannahafnar, kenndi þá
aftur brjóstveiki og augnveiki, var veturinn 1825 kennari í
Horslunde á Lálandi, en að ráðum lækna hvarf hann alfari til
landsins 1826, var um tíma í þjónustu Gríms amtmanns Jóns-
sonar, en varð 1827 barnakennari í Reykjavík. Fékk Hítardal 6.
júní 1829, er hann hélt til ævikoka, skipaður 8. mars 1838
prófastur í Mýrasýslu og var það einnig til æviloka. Séra
Þorsteinn vann nokkuð að ritstörfum, bæði frumsamið og þýð-
ingar, einnig upphaf að þýsk-íslenskri orðbók.
Magnús Gíslason var um tíma í sambýli við Þorstein í Hítardal.
Vænta má þess að Þorsteinn hafi notið upplýsinga frá Magnúsi
um félagsmálahreyfingu þá, sem átti upptök í Flatey, því lestrar-