Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 78
76
Guðbjami Helgason frá Straumfirði lést 22. júní 1980. Hann var
fæddur 7. maí 1889, einn sextán barna hjónanna á Hreims-
stöðum í Norðurárdal, þeirra Helga Árnasonar og' Helgu
Bjarnadóttur. Hann bjó á Stað í Borgarhreppi 1929-39, en eftir
það í Straumfirði. Kona hans var Sigurlín Hjálmarsdóttir frá
Glúmsstöðum í Sléttuhreppi og eignuðust þau tvö börn, Sig-
rúnu gifta Steinari Ingimundarsyni í Borgarnesi og Magnús,
bónda í Straumfirði.
Utför hans var gerð frá Álftanesi 28. júní.
Ingibjörg Guðmundsdóttir í Borgarnesi lést 16. mars 1980. Hún var
fædd 9. des. 1896 í Kvíslhöfða í Álftaneshreppi, dóttir Guð-
mundar Guðmundssonar bónda þar og konu hans, Guðfinnu
Jónsdóttur Hún giftist árið 1924 Jóni Guðjónssyni frá Leirulæk.
Bjuggu þau fyrst á Smiðjuhóli, þá á Hömrum og síðast á Vals-
hamri í Álftaneshreppi en frá 1938 í Borgarnesi. Þau eignuðust
einn son, Guðmund, bifvélavirkja í Borgarnesi.
Utför hennar fór fram frá Borgarneskirkju 22. mars.
Guðfnður Jóhannesdóttir frá Litlu-Brekku lést 22. júní 1980. Hún
var fædd 10. apríl 1884, dóttir Jóhannesar Magnússonar, bónda
í Múlakoti í Stafholtstungum og konu hans, Elínar Jónsdóttur.
Hún giftist árið 1915 Guðmundi Þorvaldssyni bónda á Litlu-
Brekku í Borgarhreppi. Áttu þau heimili þar til 1967 er þau
fluttu í Borgarnes. Guðfríður var lærð ljósmóðir og stundaði
þau störf lengi. Þau eignuðust 10 börn og af þeim eru 7 á lífi.
Utför hennar fór fram frá Borg 2. júlí, en jarðsett var í heima-
grafreit á Litlu-Brekku.
Olafur Guðjónsson bóndi í Litla-Skarði lést 25. janúar 1980.
Fæddur var hann á Álftavatni í Staðarsveit 5. nóvember 1897 en
þar bjuggu þá foreldrar hans, þau Guðjón Jónsson og Guðbjörg
Jónsdóttir. Þau fluttu síðar í Norðurárdal og bjuggu þar á
ýmsum jörðum. Olafur þurfti ungur að fara að vinna fyrir sér,
fyrst sem unglingur á Dýrastöðum, en þaðan fer hann að Staf-
holti til sr. Gísla sem vinnumaður.