Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 29
27
18.
Fái bók nokkur stórskemmd í láni, má bókavörður neita henni
móttöku, og skal þar um rita forseta álit sitt, en sá, er bók spillist
hjá skal færa hana forseta, er þá nefnir til 2 félagsmenn að meta
spjöllin, og borgar sá, er léð var, siíkt er peir akveða, eða útvegar
aðra jafngóða í staðinn.
19.
Hver sá maður, sem viðtaka er veitt í félagið, fær frá forseta
viðtökubréf, og fylgir því eitt prentrit af registri yfir bókasafnið
og af félagslögunum. Jafnframt skal forseti tilkynna féhirði og
bókavörðunum nafn, stétt og heimili þess manns, og féhirði að
auki upphæð tillags hans.
20.
Heimilt er hverjum að segja sig úr félaginu þegar hann vill, þó
skal hann gjöra það á ársfundi, eða bréflega fyrir forseta, ekki
seinna en fyrir nóvember-mánaðarlok; skýrir forseti þá aptur
féhirði og bókavörðum frá því.
21.
Hver sem flytur út fyrir ummerki þau, sem nefnd eru í (grein) 2,
er laus við félagið.
22.
Með lögum þessum eru af numin hin fyrri prentuð lög félagsins.
Lög þessi eru gjörð og samþykkt á ársfundi hins J. Möllerska
bókasafns og lestrarfélags að Stafholti 10. september-mánaðar
1860.
Þ. Eyjólfsson, M. Gíslason, E.S. Einarsson, Th. E. Hjálmarsen,
J. Sigurðsson, H. Bjarnason, Valdi Steindórsson.