Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 92
90
Elísabet Jónsdóttir, Dvalarheimilinu Höfða Akranesi. F. 18. nóv,
1894, d. 7.júní 1980. HúnfæddistíNorðurkotiá Akranesi. For.:
Jón Helgason og Jóhanna Helgdóttir. Hún ólst upp hjá for-
eldrum sínum að Sólmundarhöfða á Akranesi. Giftist 12. des.
1911 Sigurði Björnssyni sem lengi var yfírfískimatsmaður á
Akranesi. Þau eignuðust 2 börn. Sigurður lést 16. mars 1958.
Arið 1968 fór Elísabet á Elliheimilið á Akranesi og flutti þaðan
1978 á Dvalarheimilið Höfða. Jarðsungin í Görðum 14. júní
1980.
Asta Sigurbjörg Sigfúsdóttir, Heiðargerði 24, Akranesi. F. 23. júní
1912, d.13. júlí 1980. Hún fæddist í Neskaupstað. For.: Sigfús
Davíðsson og Olöf Bjarnadóttir. Hún missti föður sinn árs-
gömul. Olst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Einari Þor-
valdssyni og með þeim fluttist hún til Akraness. Hún giftist um
tvítugt Hirti Sigurðssyni. Þau bjuggu á Akranesi og eignuðust 2
dætur. Þrítug að aldri hóf Ásta nám við Kennaraskólann og lauk
þaðan prófí. Eftir það stundaði hún smábarna- og handavinnu-
kennslu um árabil. Mörg síðustu árin fékkst hún við versl-
unarstörf. Jarðsungin í Görðum 13. júlí 1980.
Jóhanna Signður Jónsdóttir, Vesturgötu 113, Akranesi. F. 14. júlí
1892, d. 15. ágúst 1980. Hún fæddist að Naustum við Skut-
ulsfjörð í Eyrarsveit í N.-ísafjarðarsýslu. For.: Jón Jónsson frá
Arnardal og Magdalena Magnúsdóttir. Hún missti föður sinn
þegar hún var 5 ára. Var hún þá tekin í fóstur af föðurforeldrum
sínum, Jóni Sigurðssyni frá Svefneyjum á Breiðafirði og Jó-
hönnu Þorleifsdóttur, sem þá bjuggu að Fremrihúsum í
Arnardal.
Unnusti Jóhönnu, Guðfinnur Sigurður Jónsson andaðist úr
spönsku veikinni 16. des. 1918. Og einkasonur þeirra lést 3.
febr. 1926, aðeins 9 ára gamall. Hinn 19. ágúst 1930, giftist
Jóhanna Ingimundi Ögmundssyni frá Reykjavík. Þau bjuggu á
Isafirði og eignuðust 3 dætur. Ingimundur lést 28. maí 1968.