Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 63
61
Ákvörðun almenns hreppsfundar
Daginn eftir brunann kom hreppsnefnd Hvalfjarðarstrand-
arhrepps saman til fundar. Og stuttu síðar hafði oddviti sam-
band við Þorstein Einarsson, íþróttafulltrúa, er taldi sjálfsagt, að
sveitin reisti hús sitt að nýju og hét stuðningi Félagsheimilasjóðs
við þá framkvæmd. Hreppsnefndin ákvað síðan að boða til
almenns hreppsfundar um málið, og var sá fundur haldinn í
gamla veitingahúsinu á Ferstiklu hinn 22. febrúar 1975. Á þeim
fundi var svohljóðandi tillaga samþykkt einróma:
„Almennur hreppsfundur haldinn að Ferstiklu 22. febrúar
1975, lýsir sig fylgjandi því, að ráðist verði í byggingu félags-
heimils að nýju. Telur fundurinn eðlilegt, að framkvæmd verði
könnun á því, hver kostnaðurmunur yrði á því að endurbyggja á
hinum gamla grunni eða byggja á nýjum stað. Þegar þær áætl-
anir lægju fyrir, yrði boðað til annars almenns fundar, er tæki
fullnaðarákvörðun um málið.“
Á þessum almenna fundi var stefnan skýrt mörkuð í félags-
heimilismálinu. Menn voru sammála um það, að HvalQarð-
arstrandarhreppur yrði að fá annað félagsheimili í stað þess,
sem brann. Hins vegar væri um þá tvo valkosti að ræða: að
endurbyggja á rústum hins gamla húss, eða reisa nýtt hús frá
grunni. Um þetta voru skoðanir eðlilega skiptar og því talið
sjálfsagt að kanna og meta þessa valkosti.
Þennan sama dag, hinn 22. febrúar 1975, var kosin bygg-
ingarnefnd félagsheimilisins, sem starfað hefur að byggingunni
síðan. I byggingarnefndina voru kosnir: séra Jón Einarsson,
sóknarprestur í Saurbæ, sem kosinn var formaður, Guðni Olafs-
son, bóndi á Þórisstöðum og Sigurjón Guðmundsson, bóndi á
Bjarteyjarsandi.
Nýtt félagsheimili — Teikningar og slaðarval
Byggingarnefndin hófst þegar handa. Á grundvelli ofan
greindar samþykktar almenns hreppsfundar leitaði byggingar-