Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 66
64
hús lá fyrir snemma í október 1975. Var þá öllum undirbúningi
lokið og byggingin komin á framkvæmdastig, enda grafið fyrir
grunninum þetta haust.
I lok október þetta sama haust komu fram nokkrar efasemdir
einkum utan sveitar, en einnig innan, um réttmæti byggingar
þessa félagsheimilis. Og svo er það jafnan um okkur mennina,
að allt orkar tvímælis, bæði verk okkar og ákvarðanir. En um
ákvarðanir nútíðar fellir framtíðin dóma, og fyrr en varir er allt
orðið að fortíð, minningu, sögu, brotum úr menningu og lífi,
sem var og kom og leið.
Brot úr byggingarsögu
Eg rifja upp í dag nokkra þætti úr byggingarsögu þessa húss,
ekki einvörðungu fyrir okkur, sem hér erum nú, heldur einnig
sem heimild fyrir framtíðina.
í byrjun árs 1976 hafði arkitekt hússins, Bjarni Marteinsson,
lokið að mestu leyti teikningum félagsheimilisins. Þá hafði
Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen tekið að sér hinn
verkfræðilega þátt byggingarinnar, svo sem teikningar burðar-
virkja, frárennslislagna, hita- og loftræsikerfis og fleira. Þá lágu
einnig fyrir teikningar raftæknifræðings, Ólafs Gíslasonar. Var
nú ákveðið að bjóða byggingu félagsheimilisins út og leita tilboða
í að reisa það og gera það fokhelt. Viðar Ólafsson, verkfræð-
ingur, var fenginn til að annast gerð útboðsins og var hann
jafnframt verkfræðilegur ráðunautur hússins, meðan á aðal-
byggingarframkvæmdum stóð. Þessi fyrstu útboðsgögn voru
nákvæm og mikil að vöxtum, eða bók upp á 60 blaðsíður í stóru
broti. Tólf tilboð bárust í bygginguna og voru þau opnuð að
viðstaddri byggingarnefnd og oddvita hinn 21. apríl 1976.
Lægsta tilboðið var frá Byggingarfélaginu Borg í Borgamesi, og
var ákveðið að taka því. Hófust þeir handa við bygginguna í
byrjun maí og höfðu lokið verki sínu fyrir áramót. Bygginga-
meistari og verkstjóri þessa fyrsta áfanga var Jóhann Waage, en