Borgfirðingabók - 01.12.1981, Blaðsíða 45
43
ugra samræðna við prestinn sinn og aðra. Er líklegt að þetta hafi
verið forn hefð.
Þau Salómon og Ragnhildur gátu því búist við að hafa nægan
tíma til að sinna þeim verkum sem fyrir lágu, enda höfðu þau
ekki hugsað sé að sitja auðum höndum á meðan. Varla var
Bjarni kominn út fyrir túnið, er Salómon dró hnífbreddu undan
sperru, tók prik sitt og fór inn að Keldu, dró Krímu upp úr og
gerði skrokkinn til á skörinni, bar allt ætilegt heim, en sökkti
hinu í Kelduna.
Ragnhildur var heldur ekki iðjulaus á meðan, heldur setti pott
á hlóðir og fyllti með vatni. Stóðst því nokkuð á endum, að þegar
Salómon kom með kjötið var farið að sjóða í pottinum hjá
Ragnhildi. Var nú nóg að starfa um sinn, tína beinin úr, sjá um
að vel logaði ipidir, og að lokum drepa kjötinu niður í tvo læsta
kistla er þau hjón áttu. Var svo allt klappað og klárt þegar
kirkjufólkið kom heim um kvöldið. Á bæjunum kringum Leiru-
lækjarsel þekkti fólk þessa sögn á fyrsta og öðrum tug aldar-
innar, og sjálfsagt yrði hún nú rengd af mörgum, ef vísan væri
ekki lengur kunn. Raunar voru þær tvær, hin seinni er glötuð.
En efni hennar var, að Salómon er hróðugur yfir kænsku sinni,
en bætir við í lokin, að það væri ekki gottef einhver færi: „í kistla
mína að hnýsast.“ En þannig var síðasta hendingin. Fyrri vísan
er svona:
Hátíð jóla hafnaði,
hentug féll til krásin,
Kríma hyrnda kafnaði
í Keldunni framan Ásinn.
Vísurnar og tildrög þeirra voru svo algengur húsgangur, að
frekari skýringar eru óþarfar, enda segir vísan allt sem segja
þarf. Þannig er og um flestar hinar er síðar koma. Svo orðhagur
var Salómon).