Morgunblaðið - 04.08.2022, Side 27

Morgunblaðið - 04.08.2022, Side 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 Reykjavíkurborg leitar eftir samstarfsaðila um þróun og uppbyggingu Toppstöðvarinnar í Elliðaárdal Stefnt er að því að starfsemin skapi nýjan og áhugaverðan áfangastað í Elliðaárdal. Sérstök áhersla er lögð á samfélagsleg verkefni sem eru opin almenningi. Dæmi um slíkt er frum- kvöðlasetur, heilsueflandi starfsemi og sýninga-, menningar- og fræðslustarfsemi. Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að setja 200 milljón krónur í viðhald og endurbætur á Rafstöðvarvegi 4 á næstu árum. Af hálfu borgarinnar verður forgangur settur í aðgerðir sem lúta að grunnviðhaldi og öryggismálum í húsinu. Þróun og uppbygging Toppstöðvarinnar Reykjavíkurborg auglýsir eftir áhugasömum samstarfsaðila Gert er ráð fyrir að væntanlegur samstarfsaðili komi til viðbótar að fjármögnun á endurbótum, umfram framkvæmdir borgarinnar, sem eru nauðsynlegar til að búa það undir nýja starfsemi. Ekki er gert ráð fyrir að byggt verði við húsið. Óskir um vettvangsferð sendist á netfangið esr@reykjavik.is Umsókn skal skilað eigi síðar en 8. september 2022. Nánari upplýsingar um eignina má finna á reykjavik.is/fasteignir Hugmyndaríkt samstarf og jaðaríþróttir VANTAR NÝJA MYND Í haust er fyrirhugað að bjóða öll- um 60 ára og eldri örvunar- skammt af Covid-19-bóluefni. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að ef ný bóluefni sem sniðin eru að ómíkrónafbrigði veirunnar koma í tæka tíð gæti bólusetning gegn Covid-19 með þeim orðið samhliða inflúensubólusetningu. Bólusetningar verða áfram á heilsugæslustöðvum landsins og segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins, að bráðum verði birt áætlun um framkvæmd þeirra í haust. Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að þiggja fjórða skammtinn, sér- staklega það sem er 80 ára og eldra, heimilisfólk á hjúkrunar- heimilum og eintaklinga með und- irliggjandi ónæmisvandamál. Aðr- ir sem óska þess geta einnig fengið fjórða skammtinn, en þá þurfa að lágmarki fjórir mánuðir að hafa liðið frá þriðja skammti bóluefnis. Áætla bólu- setningar í haust - Örvunarskammtur fyrir 60 ára og eldri Morgunblaðið/Eggert Bólusetning. Fólk yfir áttrætt er hvatt til að þiggja fjórða skammt. Félagsstofnun stúdenta (FS) hefur lokið haustúthlutun húsnæðis á Stúdentagörðum. Í þetta sinn var 512 leigueiningum úthlutað til rúmlega 550 stúdenta sem sækja nám við Háskóla Íslands, sem er það mesta frá upphafi. Umsækj- endur um húsnæði í ár voru 1.854 talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagsstofnun stúdenta. Á síð- ustu tveimur árum hefur stofnunin fjölgað leigueiningum sem nemur 312 með opnun Mýrargarðs, stærsta íbúðarhúss á sama hús- númeri á Íslandi og nýbyggingu Gamla Garðs við Hringbraut. Hef- ur stofnunin nú um 1.500 leiguein- ingar til ráðstöfunar í dag, en þar búa um 2.000 einstaklingar, þ.e. stúdentar og fjölskyldur þeirra. Um 650 manns eru nú á biðlista eftir húsnæði, borið saman við 790 árið 2021. Framkvæmdir standa nú yfir á Hótel Sögu þar sem 112 íbúð- ir munu bjóðast stúdentum á næsta ári. Framkvæmd við Lindargötu 44 er einnig hafin, en þar mun rísa nýtt hús með 10 íbúðum og sam- komusal. Félagsstofnun segir, að næsta stóra byggingarverkefni tengist uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði. Þar sé stefnt að því að hefja byggingu á 107 þriggja her- bergja íbúðum, en eftirspurn eftir þeirri tegund íbúða hafi aukist um- talsvert undanfarin ár. Félagsstofnun stúdenta rekur Stúdentagarða, Stúdentakjall- arann, Bóksölu stúdenta, Hámu veitingasölu og Leikskóla stúdenta (Sólgarð, Mánagarð og Leikgarð). 550 stúdentar fá leiguíbúðir Morgunblaðið/Kristinn Stúdentaíbúð Leiguíbúð Mýrargarði við Sæmundargötu í Reykjavík. - Stærsta haustúthlutun í sögu Stúdentagarðanna Íslenska liðið í opnum flokki á ól- ympíuskákmótinu, sem nú stendur yfir í Chennai á Indlandi vann lið Sambíu, 3,5:0,5, í 6. umferð mótsins í gær. Liðið er nú í 49. sæti af 186 liðum í opnum flokki. Íslenska kvennaliðið tapaði hins vegar fyrir Indónesíu, 4:0, í gær. Liðið er 80. sæti af 159 sem taka þátt í kvennaflokki. Í opnum flokki mætir Ísland liði Ekvador í 7. umferð í dag. Kvenna- liðið teflir við Tadsjikistan. Eru í 49. sæti eftir sigur á Sambíu AFP Að tafli Skáksalurinn í Chennai á Indlandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.