Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.08.2022, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 2022 Reykjavíkurborg leitar eftir samstarfsaðila um þróun og uppbyggingu Toppstöðvarinnar í Elliðaárdal Stefnt er að því að starfsemin skapi nýjan og áhugaverðan áfangastað í Elliðaárdal. Sérstök áhersla er lögð á samfélagsleg verkefni sem eru opin almenningi. Dæmi um slíkt er frum- kvöðlasetur, heilsueflandi starfsemi og sýninga-, menningar- og fræðslustarfsemi. Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að setja 200 milljón krónur í viðhald og endurbætur á Rafstöðvarvegi 4 á næstu árum. Af hálfu borgarinnar verður forgangur settur í aðgerðir sem lúta að grunnviðhaldi og öryggismálum í húsinu. Þróun og uppbygging Toppstöðvarinnar Reykjavíkurborg auglýsir eftir áhugasömum samstarfsaðila Gert er ráð fyrir að væntanlegur samstarfsaðili komi til viðbótar að fjármögnun á endurbótum, umfram framkvæmdir borgarinnar, sem eru nauðsynlegar til að búa það undir nýja starfsemi. Ekki er gert ráð fyrir að byggt verði við húsið. Óskir um vettvangsferð sendist á netfangið esr@reykjavik.is Umsókn skal skilað eigi síðar en 8. september 2022. Nánari upplýsingar um eignina má finna á reykjavik.is/fasteignir Hugmyndaríkt samstarf og jaðaríþróttir VANTAR NÝJA MYND Í haust er fyrirhugað að bjóða öll- um 60 ára og eldri örvunar- skammt af Covid-19-bóluefni. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að ef ný bóluefni sem sniðin eru að ómíkrónafbrigði veirunnar koma í tæka tíð gæti bólusetning gegn Covid-19 með þeim orðið samhliða inflúensubólusetningu. Bólusetningar verða áfram á heilsugæslustöðvum landsins og segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins, að bráðum verði birt áætlun um framkvæmd þeirra í haust. Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að þiggja fjórða skammtinn, sér- staklega það sem er 80 ára og eldra, heimilisfólk á hjúkrunar- heimilum og eintaklinga með und- irliggjandi ónæmisvandamál. Aðr- ir sem óska þess geta einnig fengið fjórða skammtinn, en þá þurfa að lágmarki fjórir mánuðir að hafa liðið frá þriðja skammti bóluefnis. Áætla bólu- setningar í haust - Örvunarskammtur fyrir 60 ára og eldri Morgunblaðið/Eggert Bólusetning. Fólk yfir áttrætt er hvatt til að þiggja fjórða skammt. Félagsstofnun stúdenta (FS) hefur lokið haustúthlutun húsnæðis á Stúdentagörðum. Í þetta sinn var 512 leigueiningum úthlutað til rúmlega 550 stúdenta sem sækja nám við Háskóla Íslands, sem er það mesta frá upphafi. Umsækj- endur um húsnæði í ár voru 1.854 talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagsstofnun stúdenta. Á síð- ustu tveimur árum hefur stofnunin fjölgað leigueiningum sem nemur 312 með opnun Mýrargarðs, stærsta íbúðarhúss á sama hús- númeri á Íslandi og nýbyggingu Gamla Garðs við Hringbraut. Hef- ur stofnunin nú um 1.500 leiguein- ingar til ráðstöfunar í dag, en þar búa um 2.000 einstaklingar, þ.e. stúdentar og fjölskyldur þeirra. Um 650 manns eru nú á biðlista eftir húsnæði, borið saman við 790 árið 2021. Framkvæmdir standa nú yfir á Hótel Sögu þar sem 112 íbúð- ir munu bjóðast stúdentum á næsta ári. Framkvæmd við Lindargötu 44 er einnig hafin, en þar mun rísa nýtt hús með 10 íbúðum og sam- komusal. Félagsstofnun segir, að næsta stóra byggingarverkefni tengist uppbyggingu nýs hverfis í Skerjafirði. Þar sé stefnt að því að hefja byggingu á 107 þriggja her- bergja íbúðum, en eftirspurn eftir þeirri tegund íbúða hafi aukist um- talsvert undanfarin ár. Félagsstofnun stúdenta rekur Stúdentagarða, Stúdentakjall- arann, Bóksölu stúdenta, Hámu veitingasölu og Leikskóla stúdenta (Sólgarð, Mánagarð og Leikgarð). 550 stúdentar fá leiguíbúðir Morgunblaðið/Kristinn Stúdentaíbúð Leiguíbúð Mýrargarði við Sæmundargötu í Reykjavík. - Stærsta haustúthlutun í sögu Stúdentagarðanna Íslenska liðið í opnum flokki á ól- ympíuskákmótinu, sem nú stendur yfir í Chennai á Indlandi vann lið Sambíu, 3,5:0,5, í 6. umferð mótsins í gær. Liðið er nú í 49. sæti af 186 liðum í opnum flokki. Íslenska kvennaliðið tapaði hins vegar fyrir Indónesíu, 4:0, í gær. Liðið er 80. sæti af 159 sem taka þátt í kvennaflokki. Í opnum flokki mætir Ísland liði Ekvador í 7. umferð í dag. Kvenna- liðið teflir við Tadsjikistan. Eru í 49. sæti eftir sigur á Sambíu AFP Að tafli Skáksalurinn í Chennai á Indlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.