Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 1
SÁTTMEÐ
TVO TITLA Á
FYRSTA ÁRI
GUÐRÚN ARNARDÓTTIR 27
VARPIÐ
SLAKT Í
SUMAR
HAFERNIR 10
TRÖLLIN Í
FJÖLLUNUM
OG Í OKKUR
TÍMAR TRÖLLANNA 28
• Stofnað 1913 • 267. tölublað • 110. árgangur •
ÞR IÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022
Hagaskóli og Fellaskóli í úrslit eftir harða keppni
Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks fór fram í Borgar-
leikhúsinu í gærkvöldi. Hagaskóli og Fellaskóli komust
áfram í gær og munu keppa á úrslitakvöldinu 14. nóvember
næstkomandi. Á myndinni eru keppendur Hagaskóla. Að
þessu sinni taka 614 unglingar úr 24 skólum þátt í keppn-
inni. Úrslitin verða sýnd í beinni útsendingu á RÚV.
Morgunblaðið/Eggert
Erfitt getur orðið fyrir Íslendinga,
sem búsettir eru í Bandaríkjunum,
að fá hangikjötið sitt fyrir jólin. Yf-
irvöld matvælamála hafa tilkynnt
um hertar reglur um innflutning á
kjöti sem þýðir að DHL-flutnings-
miðlunin treystir sér ekki til að taka
við neinum sendingum með kjöti til
Bandaríkjanna.
Fyrirtækið nammi.is hefur sent
kjöt og aðrar íslenskar afurðir til
Bandaríkjanna í tvo áratugi og
alltaf gengið vel, að sögn Sófusar
Gústavssonar framkvæmdastjóra,
svo fremi sem sendingarnar hafi
verið til einstaklinga og magnið
hæfilegt. Fara um eitt þúsund slíkar
sendingar á ári, mest fyrir jól, páska
og þjóðhátíðardag Íslendinga. Ef ekki
tekst að finna aðrar leiðir er ljóst að
margar íslenskar fjölskyldur fá ekki
jólahangikjötið sitt. Inni í þessari
heildartölu eru einnig sendingar til
Bandaríkjamanna, til dæmis á pyls-
um sem þeir hafa kynnst á Bæjarins
bestu eða annars staðar.
Fyrir tveimur vikum tilkynnti DHL
fyrirtæki Sófusar að þeir gætu ekki
flutt kjöt til Bandaríkjanna vegna
hertra reglna um innflutning á kjöti
til landsins. Taldi hann að bandaríska
matvælaeftirlitið væri að framfylgja
reglunum. Gögn, sem Sófus hefur
fengið að skoða hjá utanríkisráðu-
neytinu, sýna að heimilt er að flytja
lambakjöt til Bandaríkjanna en skila-
boðin að utan eru þau að allt kjöt sé
bannað. Sófus hefur verið að kanna
málið og reyna að finna aðrar leiðir
til að koma sendingum af þessu tagi
til skila fyrir viðskiptavini sína. Hann
hefur sent fyrirspurn til bandaríska
sendiráðsins og ræðismanns ytra.
Sófus segir að allar leiðir verði
kannaðar. Hugsanlegt sé að koma
upp birgðum af hangikjöti í Banda-
ríkjunum og afgreiða þær úr vöru-
húsi þar. Hann segir að það sé flókið
í framkvæmd.
lHefðir íslenskra fjölskyldna í Bandaríkjunum eru í hættu
Stöðva sendingar
á jólahangikjötinu
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is Hertar reglur
»Hangikjötið er yfirleitt sent
frosið í þar til gerðum umbúð-
um. Oft fylgja grænar baunir,
rauðkál og laufabrauð og jafn-
vel íslenskt sælgæti. Þessar
aukavörur mega vissulega fara
áfram til Bandaríkjanna, en
ekki kjötið.
„Nú er búið að kynna þennan leið-
togafund sem væntanlega verður
stærsti alþjóð-
legi viðburður
sem Ísland
hefur haldið frá
Höfðafundinum
1986,“ segir
Katrín Jakobs-
dóttir for-
sætisráðherra
í samtali við
Morgunblaðið.
Leiðtogafund-
ur Evrópuráðsins verður haldinn
í ráðstefnuhúsinu Hörpu dagana
16. og 17. maí á vori komanda
og þangað boðið fulltrúum 46
Evrópuríkja. „Þessum fulltrúum
er boðið til fundar um framtíð
Evrópuráðsins og þetta verður í
fjórða skipti í sögu ráðsins sem það
gerist. Ástæðan er auðvitað stríðið
í Úkraínu, ráðið er stofnað 1949 til
þess að standa vörð um lýðræði
og mannréttindi í álfunni,“ heldur
ráðherra áfram.
Kveður Katrín það hafa verið
eindregna skoðun ráðsins að tíma-
bært væri að boða til fundar á þeim
viðsjárverðu tímum er Evrópubúar
og heimsbyggðin lifa nú.
Á fundinum verði grunngildi
Evrópuráðsins rædd en einnig
hvert stefna beri til framtíðar.
„Lýðræðið á víða undir högg að
sækja, stríðsástand og loftslagsmál
valda því nú að fólk er að flytjast í
milljónatali milli landa. Við erum
að horfa upp á gríðarmiklar ógnir
við þetta kerfi sem við byggðum
upp að loknu seinna stríði,“ segir
forsætisráðherra. » 2
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Harpa vettvang-
ur leiðtogafundar
lFulltrúar 46 ríkja funda í Reykjavík
Katrín
Jakobsdóttir