Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Innlent2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022 Mikill erill var á Hilton Reykja- vík Nordica, þar sem haldin var vinnustofa með „þjóðfundar- sniði“ um stefnumótun í fram- haldsfræðslu, en markmiðið er að veita fólki með stutta skólagöngu ný tækifæri til náms og starfa. Guðmundur Ingi Guðbrands- son, félags- og vinnumarkaðs- ráðherra, stóð að vinnustofunni. „Framhaldsfræðslan snýst um að gefa fólki tækin og tólin til að lifa og starfa í lýðræðissamfélagi sem er á fleygiferð inn í fram- tíðina,“ sagði Guðmundur Ingi í opnunarávarpi sínu. „Við þurfum að vera hugmyndarík og djörf og ræða hvernig framhaldsfræðslan nær best til fólks og fyrirtækja og hvernig hún tekur þátt í að auka velferð og lífsgæði.“ Þátttakendur ræddu hugmyndir um framhaldsfræðslu og var svo kosið um bestu hugmyndirnar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ný tæki- færi til náms og starfa Fjöldinn ekki mál l89 í nefndinni Samtök atvinnu- lífsins gera engar athugasemdir við það hvernig verkalýðsfélög- in skipuleggja sig og mæta til samningavið- ræðna. „Við erum svo sem öllu vön hjá Samtökum atvinnulífsins, þekkjum það meðal annars frá fornu fari að það eru oft tugir manna í húsi þegar fundað er hjá ríkissáttasemjara,“ segir Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri SA. Athygli vakti að í frétt um fyrsta viðræðufundi Eflingar stéttarfélags og Samtaka atvinnu- lífsins sem fram fór síðastliðinn föstudag kom fram að 89 væru í viðræðunefnd Eflingar. Að vísu voru einhver forföll þannig að ekki voru allir mættir á fundinn – en margir samt. Á móti þeim sátu tveir fulltrúar Samtaka atvinnu- lífsins, framkvæmdastjórinn Hall- dór Benjamín og Anna Hrefna Ingimundardóttir aðstoðarfram- kvæmdastjóri. Venjulega eru tveir til fimm fulltrúar Samtaka atvinnulífsins í viðræðum við við- semjendur, samkvæmt upplýsing- um Halldórs. Væntir góðs samtals Spurður hvernig honum lítist á að semja við 89 manna samn- inganefnd og hvort líkur séu á árangri endurtekur Halldór Benjamín að hann geri engar athugasemdir við þetta. „Ég vænti þess að samtalið verði eftir sem áður gott og snúist um aðal- atriði máls. Fjöldi þeirra sem eru í herberginu er ekki lykilbreyta í því efni, hvað Samtök atvinnulífs- ins áhrærir,“ segir Halldór Benja- mín Þorbergsson. helgi@mbl.is Halldór Benjamín Þorbergsson Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.ismbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sláturlömb voru að meðaltali 80 grömmum léttari í nýliðinni sláturtíð en á síðasta hausti. Meðalvigtin féll úr 17,40 kg, sem raunar var Íslands- met, og niður í 16,60 kg. Fallið er þó ekki meira en svo að meðal- vigt sláturlamba í haust er sú fjórða mesta í sögunni. Einar Kári Magnússon, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir að viðbú- ið hafi verið að ekki yrði hægt að fylgja eftir frábærri niðurstöðu síðasta árs. Til slátrunar komu að þessu sinni liðlega 445 þúsund lömb, eins og sjá má á meðfylgjandi grafík, en það er fækkun um tæplega 20 þúsund dilka frá síðasta ári. Til samanburðar má geta þess að árið 2017 var slátrað tæp- lega 561 þúsund lömbum. Því hefur fækkað um nærri 116 þúsund dilka á örfáum árum. 7.400 tonn Innvegið kjöt er tæplega 7.400 tonn, liðlega 700 tonnumminna en á síðasta ári. Þess má geta að ef fallþungi dilka hefði orðið sá sami í ár og á síðasta ári hefði samdrátturinn minnkað helmingi minna. Slátrun á fullorðnu fé var nokkurn veginn sú sama í ár og á síðasta ári. Einar Kári segir að út frá þeim upplýsingum megi leiða líkum að því að ásettu fé muni halda áfram að fækka í haust og samdráttur í framleiðslu lambakjöts muni því halda áfram, að minnsta kosti næsta haust. Mönnun gekk betur „Sauðfjárbændur keppast við að skila af sér hágæða vöru og eiga hrós skilið fyrir að halda áfram að sækja fram þrátt fyrir gríðarlegar verðhækkanir á aðföngum og óvissu í greininni,“ segir Einar Kári. Hann segir að sláturtíðin sem lauk í fyrstu viku nóvember hafi gengið vel í heildina. Betur hafi gengið að manna sláturhúsin en síðustu ár og það hafi skilað sér í aukinni skilvirkni. Ef litið er til árangurs stóru slátur- húsanna sést að sem fyrr var flestum dilkum slátrað hjá Sláturfélagi Suður- lands á Selfossi og þar á eftir koma sláturhúsin semKS á eða á aðild að, á Sauðárkróki ogHvammstanga.Mesta fækkun sláturfjár var hjá SS og SAH afurðum á Blönduósi en Norðlenska, KS og KVH héldu betur sínum hlut. Aftur á móti var fallþungi almennt betri sunnanlands en fyrir norðan þótt frávik hafi verið frá því. Lömbin léttari í sláturtíðinni lSláturlömbin voru 80 grömmum léttari en í síðustu sláturtíðlMeðalvigtin þó sú fjórða mesta í sögunnil445 þúsund lömb komu til slátrunar í haust Helgi Bjarnason helgi@mbl.is 17,0 16,5 16,0 15,5 15,0 ‘10 ‘11 ‘12 ‘13 ‘14 ‘15 ‘16 ‘17 ‘18 ‘19 ‘20 ‘21 ‘22 Sauðfjárslátrun 2022 Heimild: Mast 2021 2022 Breyting 2021-2022 Heildarfjöldi sláturlamba 465.292 445.511 -19.781 -4,3% Innvegið (kg) 8.096.632 7.395.066 -701.566 -8,7% Meðalvigt (kg) 17,40 16,60 -0,80 -4,6% Fjöldi Meðalvigt (kg) 2021 2022 2021 2022 Kaupfélag Skagfirðinga 86.392 83.617 17,34 16,65 Sláturfélag Suðurlands 94.800 88.868 17,28 16,73 Sláturfélag Vopnfirðinga 26.566 24.632 16,81 15,85 Sláturhús Norðlenska 77.188 74.765 17,26 16,40 Fjallalamb 20.914 21.885 17,35 15,64 Sláturhús KVH ehf. 84.081 82.089 17,86 17,02 SAH afurðir ehf. 73.874 68.310 17,46 16,64 Sláturhús Vesturlands 776 903 18,19 17,17 Sláturhús Seglbúðum 701 442 18,49 17,62 Alls 465.292 445.511 17,40 16,60 15,97 15,77 16,28 15,99 16,32 16,18 16,70 16,41 16,56 16,52 16,89 17,40 16,60 Meðalvigt sláturlamba 2010 -2022 (kg) Einar Kári Magnússon Tekur við for- mennsku Logi Einarsson var kjörinn þing- flokksformaður Samfylkingarinnar á fundi þingflokksins í gær. Hann tekur við þingflokksformennsku af Helgu Völu Helgadóttur sem hefur gegnt stöðunni frá upphafi þings eftir síðustu alþingiskosning- ar. Þórunn Sveinbjarnardóttir var á fundinum kjörin varaformaður þingflokks og Jóhann Páll Jóhanns- son ritari þingflokksins. Inntur eftir því hvers vegna hann sé að taka við af Helgu Völu segir Logi: „Ég er ekki að velta því neitt fyrir mér. Mér finnst gott að hafa traust til þess að sinna þessu og ég hlakka til. Mér finnst spennandi tímar framundan hjá Samfylking- unni. Það voru mjög skýrar áhersl- ur sem komu fram í ræðu hennar [Kristrúnar] á landsfundi og ég held að það séu mikil sóknarfæri framundan,“ segir Logi. Ekki náðist í Helgu Völu í gær. Logi Einarsson Helga Vala Helgadóttir Stærsti viðburður frá Höfðafundinum lLeiðtogafundur Evrópuráðsins í Hörpu í maílLeitað verður til grannríkja um stuðning við öryggisgæslul„Erum að horfa upp á gríðarmiklar ógnir“ „Nú er búið að kynna þennan leið- togafund sem væntanlega verður stærsti alþjóðlegi viðburður sem Ísland hefur haldið frá Höfðafund- inum 1986,“ segir Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í Reykjavík á vori komanda. Hefur fundinum verið valinn staður í tónlistar- og ráðstefnu- húsinu Hörpu þar sem fulltrúar 46 Evrópuríkja munu funda. „Þessum fulltrúum er boðið til fundar um framtíð Evrópuráðsins. Ástæðan er auðvitað stríðið í Úkraínu, ráðið er stofnað 1949 til þess að standa vörð um lýðræði og mannréttindi í álfunni,“ heldur ráðherra áfram. Við innrásina í Úkraínu voru Rússar gerðir brottrækir úr ráðinu og kveður Katrín það hafa verið eindregna skoðun ráðsins að tíma- bært væri að boða til fundar á þeim viðsjárverðu tímum er Evrópubúar og heimsbyggðin lifa nú. „Þetta kemur einmitt upp á þessum tíma þegar við erum að taka við formennsku í ráðinu,“ segir Katrín um staðarval fundarins. Hún bætir því við, spurð út í öryggis- gæslu verkefnis af þessu umfangi, að óformlegur undirbúningur hafi hafist um leið og tekið var að ræða leiðtogafundinn. „Það er alveg ljóst að við munum leita til nágrannalanda okkar líka um stuðning í þeim efnum, en lögreglunni hefur auðvitað verið tilkynnt um þessi mál og hún hefur hafið sinn undirbúning,“ segir hún enn fremur. Á fundinum verði grunngildi Evrópuráðsins rædd. „Lýðræðið á víða undir högg að sækja, stríðs- ástand og loftslagsmál valda því nú að fólk er að flytjast í milljónatali milli landa. Við erum að horfa upp á gríðarmiklar ógnir við þetta kerfi sem við byggðum upp að loknu seinna stríði,“ segir forsætisráð- herra að lokum. atlisteinn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.