Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022
✝
Svavar Fær-
seth fæddist á
Siglufirði 18. jan-
úar 1932. Hann lést
á Hrafnistu Nes-
völlum í Reykja-
nesbæ 29. október
2022.
Foreldrar hans
voru Ágústa Pálína
Færseth, f. 6. ágúst
1897, d. 18. júlí
1979 og Einar Fær-
seth, f. 15. janúar 1890 í Noregi,
d. 27. nóvember 1955. Svavar
átti 13 alsystkin sem öll eru látin
Barnabörn Svavars og Ernu eru
sex og barnabarnabörn einnig
sex. Svavar og Erna bjuggu alla
sína sambúð í Keflavík. Eftir
skilnað 1987 kynntist Svavar
Huldu Sigurðardóttur og áttu
þau saman tveggja áratuga
sambúð í Garðabæ. Síðustu ár
bjó Svavar á Nesvöllum og á
Hrafnistu á Nesvöllum í Reykja-
nesbæ.
Svavar var vélstjóri og stund-
aði sjómennsku á fyrri hluta
starfsævi sinnar. Síðar starfaði
hann um árabil við þungavinnu-
vélar hjá hernum á Keflavík-
urflugvelli.
Útförin fer fram frá Keflavík-
urkirkju í dag, 8. nóvember
2022, klukkan 13.
nema Árnína Guð-
björg Færseth.
Svavar var tólfta
barn foreldra
sinna.
Svavar kvæntist
Ernu Sigurbergs-
dóttur og eignuðust
þau þrjú börn: Sús-
anna, f. 1953, gift
Guðlaugi Guð-
mundssyni, Einar
Páll, f. 1956, kvænt-
ur Guðrúnu Einarsdóttur og El-
ín Jóhanna, f. 1962, sambýlis-
maður Andrew Broaddus.
Fyrsta minning mín um
tengdapabba er frá því ég var 16
ára, feimin og óframfærin, að
gista hjá kærastanum í Háaleit-
inu. Dæsi vaknaði með okkur og
eldaði hafragraut handa okkur
áður en við fórum í skólann.
Áhyggjur mínar af því að þurfa
hitta karlinn þarna um morgun-
inn voru algjörlega óþarfar því
hann var ekkert annað en þægi-
legur og lét eins og ég hefði alltaf
setið þarna við morgunverðar-
borðið.
Á þessum árum var hann
harðduglegur og vinnusamur.
Hann var nautsterkur og alltaf
að, svo mikið að við kölluðum
hann Puða okkar á milli því hann
var alltaf eitthvað að puða. Hann
byggði upp og rak svínabú með
félaga sínum samhliða fullu
starfi á Vellinum. Þar þurfti að
taka til hendinni, sækja fóður,
gefa á básana og hreinsa stíurn-
ar. Man aldrei eftir honum með
okkur hinum að horfa á bíó-
myndir, hann var að byggja bíl-
skúr, byggja sundlaug í garðin-
um, mála, parketleggja og dytta
að, og ef ekki það, stóð hann við
eldhúsvaskinn að vaska upp.
Dæsi var mikill íþróttamaður
og lék á yngri árum með Kefla-
vík í fótbolta og stundaði bæði
göngu- og svigskíði frá uppeldis-
árum síum á Siglufirði. Hann fór
með okkur Einari í okkar fyrstu
skíðaferð í Bláfjöll, reyndi að
segja okkur til en gafst fljótlega
upp á því og brunaði sjálfur upp
og niður brekkurnar eins og
kóngur.
Önnur sterk minning er þegar
við fórum eitt sinn út á lífið með
Dæsa og Ernu, nánar tiltekið í
gamla Þórskaffi, og hann vildi
ólmur tjútta við tengdadótt-
urina. Hann var eðaldansari,
reyndi hvað hann gat að snúa
mér og stýra en var ekki lengi að
skipta mér út fyrir tengda-
mömmu sem var með réttu spor-
in á hreinu.
Dæsi og Ella systir hans
heimsóttu okkur í Toronto á
námsárunum. Það var ótrúlega
skemmtilegur tími, þau voru svo
kát og hress. Elduðu m.a. kjöt-
súpu og voru sammála um að
nýsjálenska lambakjötið kæmist
ekki með tærnar þar sem hið ís-
lenska hefði hælana. Hann heim-
sótti okkur líka oft á Sauðár-
króksárunum og var þá iðulega
farið að veiða í ám og vötnum á
svæðinu og kveikt í vindli þegar
vel gekk. Þá kom Dæsi nokkrum
sinnum til Kaliforníu og þar
stendur upp úr heimsókn hans
og Huldu þar sem við þvældumst
um og nutum matar og drykkjar.
Það fór ekki milli mála að
tengdapabbi var stoltur Siglfirð-
ingur. Hann ljómaði þegar talið
barst að síldarárunum þar sem
hann vann sem ræsari á ung-
lingsárunum og móðir hans, Pál-
ína, var auðvitað sú öflugasta við
tunnurnar á síldarplaninu. Þrátt
fyrir að hafa flutt ungur frá
Siglufirði áleit hann sig alltaf
Siglfirðing og var með myndir og
málverk frá heimahögunum sem
helsta stofustáss alla tíð.
Tengdapabbi var afskaplega
ljúfur og þægilegur enda í miklu
uppáhaldi hjá móður sinni og
systkinum. Hann lét fara lítið
fyrir sér en gat þó verið glettinn
og séð húmorinn í stöðunni. Þá
átti hann til að glotta með bros í
augunum þegar honum fannst
eitthvað fyndið.
Ég hugsa til tengdapabba með
hlýju og þakka honum samfylgd-
ina í tæpa hálfa öld. Hann var
fallegur og friður með honum
þegar við kvöddum hann, enda
gamall maður og saddur lífdaga.
Guðrún Einarsdóttir.
Það var mikil gæfa á sínum
tíma að mamma (Hulda) skyldi
finna Dæsa, þann myndarlega og
ljúfa öðling. Mamma hafði þá
nokkru áður misst pabba, æsku-
ástina og lífsförunaut til 34 ára.
Hún hafði reyndar þekkt Dæsa
löngu áður því hann var bróðir
vinkonu mömmu, Johandine
Færseth, sem bjó í næsta húsi
við okkur í Faxatúni. Margar
bernskuminningar tengjast
heimili Johandine enda fjöl-
skyldur okkar í nánum sam-
skiptum alla tíð. Í kjölfar andláts
pabba seldi mamma æskuheimili
okkar og keypti sér íbúð í
Hrísmóum í Garðabæ. Það sama
gerði Johandine en nýfráskilin
seldi hún í Faxatúninu og keypti
sér í næstu blokk við mömmu.
Áfram hélt því náinn vinskapur
þeirra mömmu og Johandine en
líklega átti hún stóran þátt í því
að mamma og Dæsi rugluðu
saman reytum. Á þeim tíma bjó
ég í Danmörku með fjölskyldu
minni og mamma kom í heim-
sókn. Sennilega var það sumarið
1988 en ég man vel hvað hún var
spennt að segja frá nýja kærast-
anum, honum Dæsa, sem varð
strax hluti af fjölskyldunni.
Hann var natinn við barnabörn
mömmu, sem minnast langra
stunda við spilamennsku með afa
Dæsa. Dæsi flutti inn í Hrísmóa
til mömmu og ég man að hún
hafði ákveðnar skoðanir á því
sem hann flutti með sér. Hvers
kyns verk af veðurbörðum sjó-
mönnum pössuðu bara hvergi á
veggina í Hrísmóum en reyndar
man ég eftir einu sem fékk að
prýða vegg í gestaherberginu.
Það var eitt sem ég vissi að þau
gætu aldrei gert málamiðlanir
um og það var pólitíkin en
mamma var sjálfstæðismaður
inn að beini og Dæsi bara ákvað
að lifa með því í sjálfum „íhalds-
bænum“ eins og hann kallaði
stundum Garðabæinn.
Mamma og Dæsi voru dugleg
að ferðast hér heima og erlendis
og þegar Dæsi keypti hjólhýsið í
Þjórsárdal keyrðu þau þangað
næstum hverja helgi. Þar hófu
þau eiginlega fyrstu hreiður-
gerðina saman og ég minnist
rómantískra kertalukta sem
héngu í háum birkitrjám um-
hverfis hjólhýsið. Seinna ákváðu
þau að skipta hjólhýsinu upp í
sumarbústað. Bústaðurinn á
Syðri-Reykjum varð nánast eins
og þeirra annað heimili. Þau
pökkuðu á fimmtudagskvöldi og
voru rokin úr bænum eftir vinnu
á föstudegi. Þar plöntuðu þau
trjám og ræktuðu fjölærar
plöntur eins og enginn væri
morgundagurinn. Ég á margar
minningar af Dæsa og mömmu í
sumarbústaðnum. Dæsi ber að
ofan að slá blettinn í kringum
fánastöngina og mamma á fjór-
um fótum í stuttbuxum að hlúa
að plöntunum. Heiti potturinn
alltaf tilbúinn og þar slökuðu þau
á eftir erfiði dagsins og horfðu
stolt yfir garðinn sinn. Þau voru í
sambúð í vel yfir 20 ár eða þar til
mamma greindist með alzheim-
ersjúkdóminn sem sigraði hana
árið 2011, þá 75 ára. Þegar halla
tók undan fæti hjá mömmu steig
Dæsi inn af fullum þunga og
studdi hana dyggilega allt fram á
síðustu stundu. Ég skynjaði á
þeim tíma vel sársaukann sem
þau gengu bæði í gegn um við að
kljást við sjúkdóm mömmu en
Dæsi gekk mjög nærri sjálfum
sér við að annast hana.
Hjartans þakkir fyrir sam-
fylgdina elsku Dæsi minn og fyr-
ir öll árin sem þú gafst henni
mömmu. Einlægar samúðar-
kveðjur til Ellu, Sússu, Einars
og fjölskyldna.
Guðný Hallgrímsdóttir.
Svavar Færseth
Kveðja frá Golf-
klúbbnum Keili
Við Keilisfélagar
minnumst Guðmundar Friðriks
fyrst og fremst af hlýhug og virð-
ingu en einnig með miklu þakk-
læti fyrir það óeigingjarna starf
sem hann vann fyrir Keili. Hann
var farsæll formaður Keilis á
uppgangstímum golfklúbbsins á
árunum 1998 til 2003 en á þeim
tíma var svo sannarlega í mörg
horn að líta, sinnti hann einnig
margvíslegum nefndarstörfum
fyrir klúbbinn og var alltaf tilbú-
inn að leggja hönd á plóg.
Guðmundur Friðrik sat einnig
í stjórn Golfsambands Íslands á
árunum 2001-2013 þar sem hann
vann ötullega að mótahaldi GSÍ
til ársins 2013. Golfið átti hug
hans allan og spilaði hann golf um
víða veröld með eiginkonu sinni
Kristínu Pálsdóttur, en Kristín
var margfaldur Íslandsmeistari í
golfi og var það honum mikill
Guðmundur
Friðrik Sigurðsson
✝
Guðmundur
Friðrik Sig-
urðsson fæddist 28.
júní 1946. Hann lést
11. október 2022.
Guðmundur var
jarðsunginn 3. nóv-
ember 2022.
missir þegar Kristín
lést í september
2020.
Guðmundur Frið-
rik lést á þeim stað
sem allflestir kylf-
ingar myndu óska
sér að vera á þegar
kallið kemur, en það
var á golfvelli á
Spáni þar sem hann
var við golfleik með
frænda sínum og
vinum.
Um leið og við kveðjum góðan
félaga vottum við aðstandendum
okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd stjórnar og félags-
manna Keilis,
Guðbjörg Erna
Guðmundsdóttir, formaður
Golfklúbbsins Keilis.
Kæri vinur og barnsfaðir minn
er skyndilega fallinn frá.
Guðmundi kynntist ég þegar
hann vann hjá Flugfélagi Íslands
í Kaupmannahöfn 1967 og ég á
Hótel Hebron og vorum við hluti
af stórum vinahóp á báðum þess-
um stöðum. Kært barn har
mange navne, segir danskurinn
og Guðmundur var líka kallaður
Mundi, Gvendur og Gummi en
það var ekki fyrr en ég kynntist
fjölskyldu hans og vinum í Hafn-
arfirði að ég komst að því að þar
gekk hann undir seinna nafni
sínu, Friðrik. Í minni fjölskyldu
Guðmundur góði alla tíð.
Ung að árum hófum við sam-
band okkar fyrst í Kaupmanna-
höfn og eftir að sonur okkar Jón-
as Hagan Guðmundsson fæddist
5.12. 1969 á Íslandi. Ótal minn-
ingar fara gegnum hugann um
yndislegan, afskaplega vinmarg-
an heiðursmann en ég ætla að fá
að kveðja með nokkrum orðum
og miklu þakklæti fyrir trygg-
lyndi og vinskap öll árin og miklu
þakklæti fyrir son okkar sem ber
nafn móðurafa míns sem ég var
alin upp hjá, en Guðmundur
spurði hann hvort hann vildi ekki
nafna og langafi svaraði sam-
stundis – jú alnafna Jónas Hagan
og skrifaði í gestabók okkar:
Vertu vinur velkominn
vermi geisli barminn þinn.
Enginn veit hvers biðja ber,
en blessun fylgi og gæfan þér.
Leiðir okkar Guðmundar
skildi, en vináttan slitnaði ekki.
Dóttur minni Önnu Christine
reyndist þessi öðlingur auðvitað
eins og honum einum var lagið
einstaklega vel frá fæðingu og
kærleiksríkt samband þeirra á
milli. Guðmundur eignaðist son-
inn Magnús Friðrik og gætu
bræðurnir ekki hafa átt betri föð-
ur. Ég vil votta þeim og fjölskyld-
um þeirra innilega samúð og
sendi stórfjölskyldunni allri mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Guð-
mundar Friðriks Sigurðssonar.
Bryndís Hagan
Torfadóttir.
Jón á Velli er fall-
inn frá. Við höfum
þekkst alla ævi og
verið vel til vina.
Hann var einn 15 systkina, börn
Ólafs og Margrétar í vesturbæn-
um á Syðra-Velli, næstyngstur,
tveimur árum yngri en ég. Guð-
mundur bróðir minn, jafnaldri
Jóns, ólst upp í austurbænum á
Velli. Ég átti margar ferðir þang-
að að leika mér með Guðmundi við
þá yngstu vesturbæjarbræður. Þá
var oft farið í smíðahúsið í vest-
urbæ, en það var gamla baðstofan,
sem stóð eftir að nýja íbúðarhúsið
var byggt 1938. Þar smíðuðu þeir
vesturbæjarbræður bæði bíla,
boga og skammbyssur sem skotið
var úr örvum.
Við Jón vorum eina vetrarver-
tíð saman við fiskverkun í Vest-
mannaeyjum en margir strákar úr
Bæjarhreppnum voru hjá Sæla.
Jón Ólafsson
✝
Jón Ólafsson
fæddist 24.
september 1931.
Hann lést 20. októ-
ber 2022.
Útför Jóns var
gerð 31. október
2022.
Jón var með okkur
fleiri strákum að æfa
frjálsar íþróttir á
Loftsstaðaflötum á
vorin.
Jón var hagmælt-
ur, ég var honum
þakklátur fyrir
fallega vísu sem
hann orti um okkur
Árna bróður þegar
við tókum við búi á
Galtastöðum 1953.
Jón og Gunnþórunn kona hans
byggðu nýbýlið Syðri-Völl III og
bjuggu þar frá 1959-1983. Eftir að
þau hjón fluttu á Selfoss og
byggðu sér húsið Lágengi 12 var
aftur stutt á milli okkar og gagn-
kvæmar heimsóknir. Jón var
fangavörður á Litla-Hrauni frá
1973 til loka starfsaldurs.
Þau hjón Jón og Gunnþórunn
voru nýbúin að heimsækja okkur
hjónin þegar hann féll frá.
Ég á góðar minningar um Jón.
Hann var vel gerð persóna og
skemmtilegur í samræðu. Góður
drengur er genginn.
Við hjónin sendum hans nán-
ustu okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigurjón Erlingsson.
Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar,
stjúpi, tengdafaðir og afi,
KARL HARRY SIGURÐSSON,
lést föstudaginn 28. október.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 10. nóvember klukkan 13.
Hrönn Helgadóttir
Helena Þuríður Karlsdóttir Guðjón Jóel Björnsson
Hanna Lillý Karlsdóttir Oddur Björn Tryggvason
Helgi Hermannsson
Heimir Hermannsson Hrafnhildur Ósk Sigurðardóttir
Björn Harry, Helena K.G., Þóranna Bjartey og Emma Hrönn
Elsku hjartans pabbi okkar, tengdapabbi,
afi og langafi,
EGGERT EGGERTSSON,
Vestursíðu 9, Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
4. nóvember. Útförin fer fram frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 14. nóvember klukkan 13.
Aðalheiður Eggertsdóttir Baldur Pálsson
Eggert Eggertsson Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir
Anna Margrét Eggertsdóttir Elvar Knútur Valsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
AÐALBJÖRG SKARPHÉÐINSDÓTTIR,
Brúsholti,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Akranesi þriðjudaginn 1. nóvember.
Útför hennar verður gerð frá Reykholtskirkju laugardaginn
12. nóvember klukkan 13.
Ásdís Sigurðardóttir
Gunnar Þ. Sigurðsson Ragnheiður Ólafsdóttir
Sigríður Skarphéðinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir
og amma,
GERÐUR RAGNA GARÐARSDÓTTIR
frá Stekkjardal,
lést í húsi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands
í Götu sólarinnar á Akureyri aðfaranótt
mánudagsins 7. nóvember.
Ægir Sigurgeirsson
Ívar Rafn Ægisson Anette Helén Kalleklev Widme
Brynjar Geir Ægisson Dagný Guðmundsdóttir
Hanna Ægisdóttir Agnar Ingi Ingimundarson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HAFDÍS MAGNÚSDÓTTIR,
Haddý,
Furugerði 1, Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans við
Hringbraut mánudaginn 31. október.
Magnús Gunnarsson Jóhanna F. Sigurjónsdóttir
Dagný Gunnarsdóttir
Sigríður Gunnarsdóttir Eyþór Ragnarsson
Gabriela, Dagur, Rakel Eir, Ísabella, Eyþór Elí og Erika