Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 28
MENNING28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022
Gítarleikari Duran Duran með krabba
Duran Duran var ein þeirra hljómsveita og lista-
manna sem voru formlega tekin inn í Frægðarhöll
rokksins við athöfn í Los Angeles um helgina.
Hljómsveitin var fyrst á svið en þar vantaði einn
meðlimanna, gítarleikarann Andy Taylor. Félagar
hans lásu upp bréf frá honum þar sem fram kom að
ástæðan fyrir fjarverunni væri glíma hans við ólækn-
andi fjórða stigs blöðruhálskrabbamein, sem fyrst
hefði greinst fyrir um fjórum árum. Til stóð að þetta
yrði í fyrsta sinn frá 2004 sem allir upphaflegu með-
limirnir í Duran Duran lékju saman en heilsa Taylors
versnaði svo hann treysti sér ekki til þess.
Auk Duran Duran voru nú tekin inn í Frægðar-
höllina Eurythmics, Judas Priest, Dolly Parton, Carly Simon, Eminem,
Lionel Richie og Pat Benatar.
Andy Taylor í
Reykjavík 2005.
Verk Þórunnar Báru sýnd í Hörpu
Hjá Listvali á jarðhæð Hörpu
hefur verið opnuð sýning mynd-
listarkonunnar Þórunnar Báru,
Kæru landnemar. Þórunn Bára (f.
1950) hefur verið virk í myndlist
síðastliðna tvo áratugi. Hún nam
við listaháskólann í Edinborg og
Wesleyan-háskóla í Bandaríkj-
unum. Hún hefur sýnt verk sín
reglulega, á Íslandi og erlendis.
Í tilkynningu frá Listvali segir
að Þórunn Bára fáist í verkunum
við náttúruskynjun og samspil
manns og umhverfis en hún telur
að list í samvinnu við náttúruvís-
indi geti aukið skilning fólks á því
hve mikilvægt er að ganga betur
um náttúruna. „Við berum sam-
eiginlega ábyrgð á mörgum þeim
þáttum sem nú ógna stöðugleika
lífs á jörðinni,“ er haft eftir
henni. „Mörg okkar vakna nú við
vondan draum vegna uggvæn-
legrar stöðu vistkerfisins og hratt
vaxandi breytinga á loftslagi jarð-
ar. Okkur ber að skila jörðinni,
eina heimilinu okkar, heilbrigðri í
hendur komandi kynslóða.“
Myndlistarkonan Þórunn Bára fæst
við náttúruskynjun í verkunum.
Tröllin í fjöllunum og tröllin í okkur
sjálfum eru meðal þeirra sem fjallað
er um í nýrri heimildarmynd Ásdísar
Thoroddsen, Tímar tröllanna, sem
sýnd er í Bíó Paradís. Segir á vef
kvikmyndahússins að tröll hafi fylgt
mannkyni í goðsögum og raunveru-
legri sögu, allt eftir því hvaða skiln-
ingur var lagður í orðið á hverjum
tíma. Tröllin eru hluti af íslenskri
menningu, er þar bent á, og birtast í
rituðum sögum,
lagabókum og
munnlegum arfi.
„Þetta er svona
náttúrufræði-
mynd, dálítil,“
segir Ásdís um
myndina sína.
„Ég hef verið að
gramsa í þessum
menningararfi
okkar síðastliðinn
áratug og hef haft af því mjög mikið
gaman.“
Ásdís segist hafa farið að skoða
þjóðtrúna og vættir og dottið í hug
að gera mynd um vættirnar. Hún hafi
verið haldin 19. aldar viðhorfi gagn-
vart því hvað þetta væri allt saman.
Jón Árnason hafi fært þjóðinni grein-
ingarlykla með erlendri aðstoð, frá
Konrad Maurer sem sótti Ísland heim
árið 1858 og „rannsakaði söguslóðir,
safnaði þjóðsögum og lagði sig fram
um að kynnast þjóðinni og lífsháttum
hennar“, eins og segir á Vísindavef
Háskóla Íslands. Maurer þessi safnaði
og gaf út íslenskar þjóðsögur og hvatti
Jón Árnason til dáða og útvegaði
honum útgefanda í Þýskalandi, eins
og segir á vefnum.
Bannað að vera tröll
„Tröll hafa alltaf verið til,“ segir
Ásdís, alvarleg í bragði og blaðamaður
getur ekki annað en tekið undir það.
„Það er bara svo mismunandi hvað
við leggjum í það orð. Hvort sem við
köllum tröll jötna eða skessur, tröll
voru ekki endilega risar, þau voru af
öllum stærðum og allt frá upphafi
vega, þegar jörðin var sköpuð. Svo
voru nú samskipti goða og jötna og
reyndar kemur það fram í myndinni,
eitt viðhorfið, að Snorri Sturluson hafi
litað töluvert afstöðu okkar til jötna.
En hvað um það, það er í rauninni
dálítið verið að greina, í þessari mynd,
tímabil þessara trölla. Orðið hafði svo
margvíslega merkingu og aðkomu.
Það var bannað að vera tröll á mið-
öldum, samkvæmt íslenskum lögum,
og þá þarf maður að vita hvað það
inniber. En ég ætla ekki að segja þér
það,“ segir Ásdís.
Hún segir líka fjallað um tröllin
á jólunum í myndinni og komið að
þjóðsagnatröllunum. Svo sé fjallað
um nútímatröllin sem séu margs
konar. Beinast liggi við að benda á
nettröllin. „Með þessu orði er verið
að lýsa einhverju sem er innra með
okkur,“ bendir Ásdís á. „Hvað er
tröllið í okkur? Tröllskapur tengist
auðvitað göldrum og afturgöngum,
þær voru líka kallaðar tröll í sumum
Íslendingasögum. Svo eru það líka
bara útlendingar, fólk sem átti ekki
við og átti ekki pláss í samfélaginu.
Utangarðsfólk. Svo höfum við líka
skiptinguna náttúra og siðmenning.“
Ásdísi líst sennilega ekkert á þögn-
ina á hinum enda símalínunnar og
segir að þetta sé fræðimynd og óþarfi
að verða hræddur þótt hún tali svona.
Blaðamaður hlær að þessum hug-
hreystandi orðum og telur sig heldur
lítið óttast þær verur. Ásdís segir
tröllin ekki aðeins fulltrúa þess sem
við óttumst innra með okkur heldur
líka fulltrúa þess sem við óttumst í
veröldinni, tröllskap mannanna.
Hið jákvæða og hið neikvæða
Viðmælendur Ásdísar í myndinni
eru margir, þau Aðalheiður Guð-
mundsdóttir, Arngrímur Vídalín,
Ármann Jakobsson, Bjarni Harðar-
son, Bjarni Hermannsson, Dagrún
Ósk Jónsdóttir, Eyrún Eyþórsdóttir,
Ingunn Ásdísardóttir, Jón Jónsson,
Kristian Guttesen, Lára Magnúsar-
dóttir, Óttar Guðmundsson, Rósa Þor-
steinsdóttir, Sigfús Mar Vilhjálmsson,
Sigursteinn Hjartarson, Skúli Björn
Gunnarsson, Sverrir Jakobsson, Sæv-
ar Egilsson og Terry Gunnell. Ásdís
segist hafa leitað mikið til fræðimanna
en einnig bænda og búaliðs.
Hún segir að hjá jötnum hafi líka
verið fulltrúar hins fagra, skáld-
skaparins, og fólk verði að átta sig
á því að óhamið eðli mannanna sé
líka sköpunarkrafturinn. „Þannig að
í þessu orði er hvort tveggja í senn,
það versta og það besta, og að því
leyti er þetta dálítið merkileg mynd.
Hún er alltumgrípandi en líka um
það neikvæða og það jákvæða í fari
trölla sem gæti líka átt við okkur og
öll hin.“
Ásdís segir túlkun orðsins tröll
hafa verið frjálslega á tímabilum.
Í Íslendingasögunum geti það átt
við galdrakind, utangarðsmann eða
draug, til dæmis. Á okkar dögum hafi
það ekki svo frjálslega merkingu.
Góðar skessur
Ásdís er spurð hvort hún hafi hitt
einhvern við gerð myndarinnar sem
segðist hafa hitt tröll eða séð. „Það
fer allt eftir því hvernig skilning
við leggjum í þetta orð,“ svarar
Ásdís dul. Hún vilji því semminnst
segja um það, fólk verði bara að sjá
myndina. Hún snýr sér að jákvæð-
um hliðum trölla og bendir á að í
íslenskum ævintýrum séu skessur
oft góðar og bjargi hetjunni. „Við
erum eina þjóðin með ævintýri þar
sem stjúpur geta verið góðar og þá
sem skessur,“ segir Ásdís. Hún hafi
þannig uppgötvað ýmislegt smálegt
og áhugavert við gerð myndarinnar.
Ýmis smáatriði hafi raðast upp og
hún reynt að móta úr þeim heila
kvikmynd.
Fyrirtæki Ásdísar, Gjóla, framleiðir
myndina og Hallur Ingólfsson samdi
tónlist við hana en Pavel Filkov stýrði
kvikmyndatökunni. Leikarinn Eggert
Þorleifsson leikur svo í myndinni og
er hinn versti maður, eins og Ásdís
lýsir því, og sýnir skuggahliðar tröll-
skaparins. Þá segja tveir viðmælend-
ur Ásdísar ævintýri af tröllskessum,
svo eitthvað sé nefnt, í kafla um tröll
þjóðsagna. Ásdís segir að lokum
að hún blandi saman í myndinni
fræðimennsku og listum og þá hvort
heldur sé í formi frásagnarlistar,
gjörninga, myndlistar eða leiklistar.
Sýningartíma má finna á vef Bíós
Paradísar, bioparadis.is.
lTímar tröllannanefnist ný heimildarmyndÁsdísarThoroddsenlTröll á ólíkum tímumog í
ólíkummyndum, allt fráGrýlu til nettröllalJákvæðar og neikvæðar hliðar á tröllum skoðaðar
„Tröll hafa alltaf verið til“
Ógurleg Grýla er ófrýnileg, eins og allir vita, og skýtur ungu fólki oft skelk í bringu. Stilla úr Tímum tröllanna.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Ásdís Thoroddsen
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Frækex
frábært í veisluna