Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022 Rað- og smáauglýsingar Bækur Bækur til sölu Eylenda 1- 2. Mjófirðingasögur 1 - 3. Sjósókn og sjávarfang Þ.T. Eyfellskar sagnir 1- 2 Þ.T. Ófeigsfjarðarætt, Gunnhildar- gerðisætt, Pálsætt af Ströndum 3. Járngerðarstaðarætt 1- 3. Þrautgóðir á raunastund 1- 17. Vísnagátur Sveins Vikings 1- 3. Laxness 45 stk. í kápum, F.Í. fyrstu 50 árin ib. Skútustaðaætt. Uppl. í síma 898 9475 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar 2022 ónotaður Ford Transit Edition Trend Langur Stór litaskjár með bakkmyndavél. LED ljós o.fl. Við erum búnir að moka þessum bílum út undanfarið en eig- um tvo eftir til afhendingar strax! Það er ólíklegt að við fáum fleiri fyrr en haustið 2023. Verð: 5.680.000 án vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Sá vinsælasti. MMC Eclipse Cross phev Intense +. Árgerð 2022. Nýtt ökutæki Bensín/Rafmagn, sjálfskiptur. Verð 6.690.000. Rnr. 140471. Dráttarkrókur - Forhitun á miðstöð - Gúmmímottur - Sumar og vetrardekk. Gráir og svartir í boði. Seljandi skoðar skipti á ódýrari. Nánari upplýsingar veita Höfðabílar ehf. í síma 577-4747 Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Álit Skipulagsstofnunar Stækkun 2. áfanga Mjóeyrarhafnar á Reyðar- firði Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar samkvæmt lögum nr. 111/2021. Álitið og umhverfismatsskýrslu Fjarðabyggðarhafna er að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Byrjum daginn á opnri vinnustofu - Endilega komið að prófa vinnustofuna okkar - frítt kaffi til 11 og alltaf hægt að finna sér eitthvað skemmtilegt til að skapa úr. - 12:30 - Postulínsmálun - 13 -Tálgað í tré - mjög skemmtilegur hópur sem nær að skapa ótrúlegustu hluti úr tré og alltaf opið fyrir nýja félaga í hópinn. - 13:30 - Prjónahittingur - Öflugur hópur sest saman í matsalnum með prjónana. Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Leikfimi kl. 10. Erlent handverksfólk kl. 10-12. Handavinna kl. 12-16. Karlakórsæfing kl. 12:45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir vel- komnir. Sími 411-2600. Áskirkja Spilum félagsvist í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar kl 20 Allir velkomnir Safnaðarfélag Áskirkju við Vesturbrún Boðinn Þriðjudagur 8. nóvember: Pílukast kl. 9. Bridge og Kanasta kl. 13. Sundlaugin opin til kl. 16. Bústaðakirkja Félagsstarfið er á sínum stað kl 13. á miðvikudag. 13:15 verður spilað bingó, prestar verða með hugleiðingu og bæn kl 14:20 og kaffið góða er um kl 14:30. Hlökkum til að sjá ykkur og njóta samvista. Strafsfólk Bústaðakirkju Dalbraut 18-20 Dansleikfimi með Auði Hörpu kl.12.50, félagsvist kl.13.30. Fella- og Hólakirkja Eldriborgara starf alla þriðjudaga kl.13. Byrjum með helgistund í kirkjunni kl. 12 og eftir stundinna er farið í saf- naðarheimilið í súpu og brauð og skemmtileg dagskrá þar á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11. Prjónað til góðs kl. 8:30-12. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Myndlis- tarhópurinn Kríur kl. 12:30-15:30. Heimaleikfimi á RUV kl. 13:00-13:10. Bónusrútan kl. 13:10. Dansað með göngugrindurnar kl. 13:15-14. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Bókabíllinn kl. 14:45. Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi 9. QJ-Gong í Sjálandssk. 9.- 12.00Trésmíði í Smiðju 10. Ganga frá Jónsh. 11.00 Stóla-jóga í Sjálandssk. 12.15 Leikfimi í Ásgarði 13-16.Trésmíði í Smiðju 13.10 Boccia í Ásgarði 13.45-15.15 Kaffiveitingar í Jónsh. 14.15 / 15. Línudans í Sjálandssk. Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könnuni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) frá kl. 10:00 Listaspírur kl. 13– 16. Bókband kl. 13– 16. Allir velkomnir Gjábakki Opin handavinnustofa og verkstæði kl. 8.30 til 11.30. Heilsu Qigong kl. 10 til 11. Opin handavinnustofa og verkstæði kl. 13 til 16. Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 8. nóvember verður opið hús fyrir eldri borgara í Grafarvogskirkju. Opna húsið er kl. 13-15. Margt er til gamans gert: Spilað og sungið. Kristín Björg Sigurvinsdóttir rithöfundur kemur í heimsókn. Að opna húsinu loknu er kaffi og meðlæti. Umsjón hefur Kristín Kristjánsdóttir djákni. Kyrrðarstund er kl. 12. Að kyrrðarstund lokinni eru léttar veitingar gegn vægu gjaldi. Gullsmári Þriðjudagur: Myndlist kl. 9:00.Tréútskurður kl. 13. Canasta kl. 13. Virkni og vellíðan leikfimi kl. 13. Hraunsel Þriðjudaga: Billjard: Kl. 8-16. Dansleikfimi kl. 9. Qi Gong kl. 10.?Bridge kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Hu- gleiðslunámskeið kl. 10:30. Bridge kl. 13. Helgistund kl. 14. Hádegismatur kl. 11:30– 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Korpúlfar Borgum Þriðjudagur: Listmálun kl. 9. Boccia kl. 10. Helgi- stund kl. 10:30. Leikfimihópur í Egilshöll kl. 9:30 og kl. 11. Spjallhópur í Borgum kl. 13. Línudans kl. 13. Sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 14. Gleðin býr í Borgum. Neskirkja Krossgötur kl. 13. Heilsa og hreysti á efri árum. Gríma Huld Blængsdóttir heimilis- og öldrunarlæknir gefur góð ráð um heilsu og næringu eldri borgara. Kaffiveitingar. Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofu 9-10 - Bútasaumshópur í handverksstofu kl. 09:00-12:00. Hópþjálfun í setus- tofu kl. 10:30-11. Opin handverksstofa kl. 13-16. og síðdegiskaffi kl.14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450. Allir hjartan- lega velkomnir til okkar :) Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.30. Kaffikrókur á Skólabraut kl. 9. Pútt á Nesvöllum á Austurströnd 5, kl. 10.30. Helgi- stund í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Örnámskeið roð/leður á neðri hæð félagsh. kl. 15.30. Minnum á ferðirnar þ.e. í Hafnarfjörð 15. november og í Skiðaskálann 25. nóvember. Skráning nauðsynleg. Skráning og allar nánari upplýsingar hjá Kristínu í síma 5959147/8939800. Vantar þig fagmann? FINNA.is alltaf - alstaðar mbl.is ✝ Þórsteinn Arn- ar Jóhannes- son fæddist á Hóli í Höfðahverfi 18. júlí 1941. Hann lést á Sjúkrahús- inu á Akureyri 26. október 2022. Foreldrar hans voru hjónin Jó- hannes Jónsson, f. 1904, d. 2000, bóndi á Hóli í Grýtubakkahreppi, og Sigrún Guðfinna Guðjónsdóttir, f. 1905, d. 1989, húsfreyja. Þór- steinn ólst upp á Hóli og var sjötti í röð átta systkina, hin eru Árni, f. 1929, d. 2018; Sig- ríður, f. 1931, d. 2014; Jón Val- garður, f. 1933, d. 2021; Sveinn, f. 1937; Halldór, f. 1939, d. 2002; Anna, f. 1944; og Tómas, f. 1953. Þórsteinn giftist Rósu Jónu Jóakimsdóttur, f. 27. febrúar 1946, hinn 5. september 1965. Börn þeirra eru: 1) Guðjón 2006, og Mikael Breki, f. 28.4. 2011. Þórsteinn gekk í grunnskóla á Grenivík og fór svo í Héraðs- skólann á Laugum og lauk það- an gagnfræðaprófi vorið 1960. Þórsteinn vann ýmis störf á sín- um yngri árum. Má þar nefna sveitastörf heima á Hóli og vetrarvertíðir m.a. í Vest- mannaeyjum, á Hornafirði og í Grindavík. Í maí 1966 urðu þáttaskil í lífi hans þegar þau Rósa hófu búskap á Garðsá í Öngulsstaðahreppi. Þau keyptu síðan jörðina Bárðartjörn vorið 1972 og bjuggu þar síðan. Þór- steinn stóð vaktina við bústörfin nánast til síðasta dags. Hann vann ýmis störf meðfram bú- rekstrinum og var m.a. spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Höfð- hverfinga í 22 ár. Þá gegndi hann margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum fyrir sveitunga sína. Hann var hreppstjóri um 20 ára skeið, sat í sveitarstjórn sem oddviti tvö kjörtímabil og var virkur í fjárræktarfélaginu og í Lionshreyfingunni svo eitt- hvað sé nefnt. Útför Þórsteins Arnars var gerð í kyrrþey frá Grenivíkur- kirkju hinn 5. nóvember 2022 að hans eigin ósk. Arnar, f. 2.7. 1968, vinkona hans er Þóra Kristín Snjólfsdóttir, f. 13.6. 1973. Sonur Guðjóns og Emmu Bjarkar Jónsdóttur, f. 21.1. 1978, er Patrekur Arnar, f. 18.5. 1999. 2) Guð- rún Rósa, f. 27.3. 1970, maður henn- ar er Ragnar K. Ás- mundsson, f. 31.3. 1970. Börn þeirra eru Ásmundur Smári, f. 30.5. 1999, í sambúð með Kol- brúnu Ósk Jóhannsdóttur, f. 30.12. 1998, Þórsteinn Atli, f. 10.2. 2004, Elín Rósa, f. 18.8. 2006, og Magni Rafn, f. 27.5. 2010. 3) Sigrún Magna, f. 2.8. 1973, maður hennar er Snorri Snorrason, f. 5.4. 1971. Sonur þeirra er Hákon Geir, f. 29.4. 2013. 4) Heiðrún Harpa, f. 3.8. 1979. Maður hennar er Haukur Sigurjónsson, f. 8.6. 1977. Börn þeirra eru Björg Malena, f. 2.1. Við systkinin vorum einstak- lega heppin með pabba. Hann var allt sem við óskuðum okkur. Núna þegar leiðir skilur þá er svo margt sem við vildum sagt hafa, en Guð- rún Sigurbjörnsdóttir orðar hugsanir okkar ákaflega fallega í þessu ljóði: Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Hvíl í friði. Guðrún, Sigrún, Heiðrún og Guðjón. Tengdafaðir minn á Bárðar- tjörn er látinn. Þekktur sem Bóbi en ég átti svolítið erfitt með það gælunafn fyrstu árin eftir að við hjónin tókum saman. Tápmikill maður, kvikur í hreyfingum og snöggur að hugsa, afar minnis- góður og athugull á sitt umhverfi. Betri ferðafélagi fékkst ekki, hvort sem var um landið eða er- lendis. Fyndin tilsvör voru hans sérgrein, yfirleitt til að auðga um- ræðuna og krydda samtölin, en stundum bara til að gantast. Sem faðir var hann laginn við að hlusta vandlega og veita uppbyggileg ráð, þó aldrei til að hafa áhrif á hvert börnin stefndu í námi eða starfi. Rætur hans eru djúpar í Eyja- firði, en þau hjónin Þórsteinn og Rósa eru þar bæði fædd og uppal- in og stunduðu sinn búskap á Bárðartjörn. Á yngri árum stund- aði hann sjómennsku víða um land, t.d. við Vestmannaeyjar og Höfn í Hornafirði. Með bústörf- um var hann lengi sparisjóðs- stjóri Höfðhverfinga. Hann tók að sér mörg félags- og trúnaðar- störf, enda traustsins verður. Þrátt fyrir ýmis áhugamál; fjölskyldan, ættfræði, íþróttir, hestamennska, dægurmál, nátt- úruvísindi, jarð- og veðurfræði, sagnfræði, Íslendingasögur, skáldsögur og vísur, þá var sauð- fjárræktin líf hans og yndi. Hverja einustu á þekkti hann með nafni, frá hvaða ári sem var. Nytj- ar fengust af túnum með réttum áburði, á mörkum túndru og skriðuhlíða. Þórsteinn stóð sína vakt nú í vor í sauðburði, líkt og öll árin á undan. Í þetta sinn var krabbameinið farið að taka sinn toll og í fyrsta sinn sást eitthvað gefa eftir – hinn unglegi skrokkur tók að bregðast. Andlegur styrk- ur lét þó aldrei undan. Nú á dögum þegar sjálfbærni er sífellt mikilvægari mætti segja að Þórsteinn hafi lifað sjálfbæru lífi. Hann var nægjusamur og lag- inn við að láta hluti endast, eða virka með hans hætti. Það er reyndar ekki skrýtið að hlutirnir entust, því vandað var til verka í upphafi og við val á tækjum og tólum. Hann mátti vel við una; vel giftur, fjögurra barna faðir og tvöfalt fleiri afabörn. Oft var annasamt, en strit var í hans huga ekki vandamál. Þau hjónin voru ósigrandi saman. Ég er stoltur af því að hafa svo lengi þekkt þennan gáfaða, fróða og stórskemmtilega mann, síung- an í orði og æði. Barnabörnin löð- uðust að honum, enda þekkti hann vel hvað þau voru að bauka á hverjum tíma og spurði réttu spurninganna til að fá langar lit- ríkar lýsingar. Ragnar. Við þökkum fyrir þær stundir sem við fengum með afa, fyrir hláturinn og fyrir spjallið. Það er ómetanlegt að hafa fengið að spyrja og fræðast um æsku afa og uppvöxt hans og bera saman við okkar. Hann svaraði öllum spurn- ingum en nýtti hvert tækifæri til að grínast í leiðinni. Það var alltaf stutt í grínið hjá afa og það ein- kenndi hann fram á síðasta dag. Það var aldrei neitt stress í kring- um afa og okkur leið alltaf vel í kringum hann. Aldrei heyrðum við afa kvarta og aldrei sáum við hann reiðan. Hann sýndi okkur alltaf mikinn áhuga, þolinmæði og skilning. Hann var einnig góður leiðbein- andi í sveitastörfum og það var af- ar skemmtilegt að vera með hon- um úti í fjárhúsum. Þar hangir engin klukka enda á tíminn það til að líða hraðar þegar maður er þar inni með afa. Það var augljóst að afa þótti vænt um dýrin í sveitinni og þeim þótti vænt um hann. Það eru forréttindi að hafa fengið að vera partur af sveitalífinu á Bárð- artjörn, fara í göngur og réttir og hjálpa til í sauðburði. Minningin um afa mun alltaf lifa með okkur. Ásmundur, Þórsteinn, Elín Rósa og Magni. Þórsteinn Arnar Jóhannesson Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birting- ar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjónar- menn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.