Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
Indie wire
KEMUR Í BÍÓ 11. NÓVEMBER - FORSALA HAFIN
88%
Dagskrá Iceland Airwaves í
ár var upp og ofan og lítið
um fræga listamenn eða
hljómsveitir. Líklegast var hin
enska Arlo Parks þekktust af þeim
sem tróðu upp og hún stóð sig með
stakri prýði á sviðinu í Hafnarhúsi á
laugardag, skömmu fyrir miðnætti.
Gallinn við það hús, en um leið
kostur, er stærð portsins. Þar er
hægt að halda fjölmenna tónleika
en þeir sem ekki nenna að troða
sér í gegnum þvöguna þurfa að
sætta sig við að hlusta á skvaldri
blandaða tónlist við veitingasölu
í endanum. Mikið rennerí var í
Hafnarhúsi öll kvöldin og safnið oft
líkara lestarstöð en tónleikastað.
Sumir þeir sem komu fram voru
líka illa staðsettir, að mínu mati. Má
sem dæmi nefna Júníus Meyvant
sem kom fram á fimmtudagskvöldi
með hljómsveit og hélt prýðilega
tónleika þrátt fyrir kliðinn í salnum.
Betur hefði farið á því að setja
Júníus og félaga í Iðnó eða Gamla
bíó þar sem nálægðin er meiri við
tónlistarmenn og minni truflun af
gestum. Hafnarhús reyndist partí-
staður Airwaves, líkt og sannaðist
á afar líflegum tónleikum Go A og
Reykjavíkurdætra.
Tónleikastaðir Airwaves eru
almennt prýðilegir og stemningin
ólík. Gaukurinn er t.d. eins langt
frá Fríkirkjunni og hugsast getur
hvað stemningu varðar. Á Gauknum
voru tónleikar þeir sem ég sótti
misjafnir að gæðum. Á föstudegi
tróð t.d. upp Elia nokkur Lombar-
dini með fiðlu og skælifetil, tónlistin
síendurtekin fiðlustef við tölvutóna
sem voru heldur lýjandi. Öllu betri
voru pönkrokkararnir í Sucks to be
you, Nigel á föstudegi. Þar fer afar
skemmtileg hljómsveit og söngkon-
an með þeim allra líflegustu sem
ég hef séð á sviði, gargandi úr sér
lungun. Öllu verri voru hins vegar
Færeyingarnir í Kóboykex, strákar
með kúrekahatta í pallíettuskyrtum
að syngja seigfljótandi, kántrískotin
lög sem voru leiðinleg, hreint út
sagt. Öllu betri í færeysku deildinni
voru Guðrið Hansen og Janus
Rasmussen en merkilega margir
Færeyingar voru á dagskránni í ár.
Það sem gerir tónlistarhlaðborð á
borð við Airwaves einna skemmti-
legast er að uppgötva eitthvað
nýtt, tónlistarfólk sem maður hefur
aldrei heyrt minnst á. Þeirra á
meðal í ár var hin kanadíska Alysha
Brylla sem fékk söfnuðinn með sér
í söng í Fríkirkjunni og líka mjálm.
Naut hún stuðnings tveggja góðra
tónlistarmanna. Annar þeirra lék
á rafmagnsbassa með vinstri og
trommukassa með hægri. Hinn lék
á indverska þverflautu, sem er með
hljómfegurri hljóðfærum. Árný
Margrét kom síðar fram og átti
líka nokkur falleg lög en hápunkt-
urinn var tónleikar Grammy-verð-
launahafans Arooj Aftab sem er
pakistönsk að uppruna en býr í
Bandaríkjunum. Með henni var
einkar fær gítarleikari og tónlistin
var dáleiðandi. Aftab ávarpaði líka
gesti og var létt yfir henni. Lýsti
hún því fjálglega hversu rækilega
hún ætlaði að fá sér í tána að tón-
leikum loknum. Vonandi hefur hún
þó gengið hægt um gleðinnar dyr.
Endurkoma Iceland Airwaves er
ánægjuleg eftir tvö erfið faraldurs-
ár en betur mætti þó gera í upplýs-
ingagjöf. Á vef hátíðarinnar eru t.d.
engar upplýsingar um listamenn,
aðeins þjóðerni þeirra og hvenær
þeir koma – eða komu – fram og eitt
tónlistarmyndband. Þá saknaði ég
líka apps. Vonandi verður úr þessu
bætt á næsta ári.
Garg á Gauknum ogmjálm í Fríkirkjunni
Morgunblaðið/Eggert
Verðlaunatónlistarkona Arlo Parks hin enska hlaut Brit-verðlaunin í fyrra fyrir fyrstu breiðskífu sína.
Lýsti hún því
fjálglega hversu
rækilega hún ætlaði
að fá sér í tána að
tónleikum loknum.
AFAIRWAVES
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónlistarhátíðin
Iceland Airwaves
reis úr Covid-dvala í
síðustu viku og varð
uppselt á fyrsta degi.
Keyrsla Pönkrokksveitin Sucks to be you, Nigel, á Gauknum. Færeysk Guðrið Hansen kom frammeð hljómsveit í Iðnó á föstudag.
BrilleraðiAlysha Brilla heillaði
gesti með tónum og tali.