Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 6
FRÉTTIR Innlent6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022 HVAÐ ER Í MATINN? ÞRIÐJUDAGA Hakkbollur Í orientalsósu (elduð vara) Nautapottréttur Í stroganoffsósu (eldað) tilboð alla vikuna Grensásvegur 48, 108 Reykjavík | Sunnukriki 2, 270 Mosfellsbær Á MORGUN MIÐVIKUDAG -20% -20% Til stendur að endurnýja lýsingu í Kópavogsgjánni á Hafnarfjarðarvegi. Þessi kafli vegarins hefur öku- mönnum þótt fremur dimmur og drungalegur, ekki síst að vetri til. Núverandi lýsing var sett upp á árunum 2006-2007. Þótti endurnýj- un orðin mjög aðkallandi, lampar komnir á tíma og mikið viðhald á öllum búnaði, að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Búnaðurinn stenst ekki nútímakröfur. Því var það að Vegagerðin auglýsti síðastliðið haust eftir tilboðum í endurnýjun lýsingar í Kópavogs- gjánni. Í verkinu felst að taka niður núverandi lýsingu og lagnir, setja upp nýja lampa og stýribúnað. Vega- gerðin leggur til lampa og stýribúnað. Nú eru 227 lampar í göngunum en þeim verður fækkað í 146, enda eru nýju lamparnir LED-lampar af nýj- ustu gerð. Enn fremur verða lagðir 5.400 metrar af nýjum strengjum. Þegar tilboð í verkið voru opnuð hinn 4. október kom í ljós að aðeins eitt tilboð hafði borist. Það var frá Rafal ehf. í Hafnarfirði og hljóðaði upp á tæpa 61 milljón króna. Kostn- aðaráætlun Vegagerðarinnar gerði hins vegar ráð fyrir 36,3 milljónum til verksins. Tilboðið var því 24 milljón- um eða 68% hærra en áætlunin gerði ráð fyrir. Vegagerðin skoðar framhaldið Eftir nokkra athugun ákvað Vega- gerðin að hafna tilboðinu. Nú er verið að skoða hvað gert verður í fram- haldinu sem gæti falist í samningum, upplýsir G. Pétur. Áætlað var að ljúka verkinu fyrir 1. desember næst- komandi en ljóst er að þær áætlanir standast ekki. Hafnarfjarðarvegur var á sínum tíma lagður í gjá sem sprengd var í gegnum Digranes, svokallaða Kópa- vogsgjá. Brú var byggð yfir gjána til að tengja saman vestur- og austur- hluta Digraness. Í lok síðustu aldar var ákveðið að byggja hús á brúnni og sunnan við hana. Þá auglýsti Kópavogsbær lóðina Hamraborg 8 lausa til umsóknar árið 1998. Saman- lagður gólfflötur var 2.000 fermetrar. Í húsinu er Landsbankinn m.a. með útibú. Annað hús, Digranesvegur 1, stendur á brúnni. Þar eru skrifstofur Kópavogsbæjar til húsa. Flutningur skrifstofunnar í húsið hófust í árs- byrjun 2017. lEitt tilboð barst en það var svo hátt að því var hafnað Lýsingin endurnýjuð í Kópavogsgjánni Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Morgunblaðið/sisi Kópavogsgjá Tími var til kominn að bæta lýsingu í gjánni. Hún er komin til ára sinna og stenst ekki nútímakröfur. Það var mikið spennufall í Laugar- dalshöll á sunnudag eftir að úrslitin í formannskjöri flokksins urðu ljós. Þar var Bjarni Benediktsson formað- ur endurkjörinn með 59% atkvæða landsfundarfulltrúa, en Guðlaugur Þór Þórðarson fékk 40%. Úrslitin voru afgerandi og staða Bjarna í formannsstóli sterkari ef eitthvað er, enda aðrir áskorendur ekki við sjóndeildarrönd. Guðlaugur vonaðist auðvitað eft- ir talsvert meira fylgi, annars hefði hann ekki boðið sig fram, en þeir áttu von á að mjórra yrði á munum ef illa færi. 40% atkvæða er auðvitað vænn bunki, sem Bjarni þarf að taka tillit til, eins og mátti heyra í máli Bjarna um bæði samband forystu við hinn almenna flokksmann og áhyggjur af dræmu fylgi miðað við það sem gerð- ist á árum áður. Aftur á móti væri óvarlegt fyrir stuðningsmenn Guðlaugs að ætla að þar sé fundið fast fylgi fylkingar þeirra. Minna má á að Pétur heitinn Blöndal bauð sig fram með engum fyrirvara á landsfundi árið 2010 og fékk 30% án nokkurrar kosninga- baráttu, svo ætla má að alltaf sé einhver hluti landsfundarfulltrúa til í breytingar á forystunni án þess að hafa sérstaka tryggð við mótfram- bjóðandann. Nokkuð var rætt fyrir for- mannskjörið um afleiðingarnar fyr- ir þann sem biði lægri hlut. Og eft- ir kjörið sagði Bjarni að hann teldi ekki að úrslitin breyttu neinu um stöðu Guðlaugs að svo stöddu. Hins vegar sagði Guðlaugur eitt og annað um forystu Bjarna, sem ekki verð- ur ósagt, og kann að gera samstarf þeirra í ríkisstjórn örðugra. Fyrir nú utan hið augljósa, að formaður getur ekki látið slíka atlögu óátalda. Það þarf ekki að lesa Machiavelli til þess að vita að með því byði hann frekari hættu heim. Hitt er annaðmál hvort Bjarni þurfi nokkuð að aðhafast. Ástæðurnar fyrir framboði Guðlaugs eru ekki að öllu ljósar, en þar liggur beinast við að tíminn vinnur ekki lengurmeð honum og hann man vel hve litlu munaði að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir felldi hann í prófkjöri flokksins í Reykjavík í fyrra. Eftir úrslitin á landsfundinum liggur leiðin tæplega upp á við lengur. Eftirmál formannskjörsins fyrir Sjálfstæðisflokkinn verða vafalaust einnig athyglisverð. Bjarni gaf til kynna að hann myndi sinna flokks- starfinu betur og þá ekki síst með það í huga að ná betri árangri í Reykjavík. Það verður ekki fyrirhafnarlaust. Það kallar á meira og opnara flokks- starf í höfuðborginni, líkt og Guð- laugur kallaði eftir, sem sníða þarf að breyttum samfélagsháttum. Þar kæmu til greina breytingar á hverfa- félögum flokksins í borginni og starfs- háttum þeirra, en þau voru stofnuð til þess að bregðast við þjóðfélagsþróun ummiðja síðustu öld og eitt og annað hefur breyst síðan. Það þarf ekki að vera flókið, a.m.k. ekki í samanburði við hitt, að endurnýja erindi flokksins við kjósendur í borginni. lBjarni Benediktsson stendur sterkur eftirlFramtíð Guðlaugs Þórs öllu óljósari lAukin áhersla á innra starf í flokknumlVilja endurheimta fylgi í höfuðborginni Flókin eftirmál landsfundar BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Flokksbræður Guðlaugur Þór Þórðarson óskar Bjarna Benediktssyni til hamingju með sigurinn í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins á sunnudag. Úrslit í formannskjöri »Bjarni Benediktsson hefur áður átt keppinauta um for- mannsstólinn, en aldrei þó í ríkisstjórn. »2009 – Bjarni 58% Kristján Þór Júlíusson 40% »2010 – Bjarni 62% Pétur H. Blöndal 30% »2011 – Bjarni 55% Hanna B. Kristjánsdóttir 44% »2022 – Bjarni 59% Guðlaugur Þór Þórðarson 40% Meirihluti vill leyfa Uber hér á landi Meira en helmingur landsmanna er hlynntur því að heimila akst- ursþjónustu eins og Uber hér á landi. Þá segjast einnig tæplega 30% aðspurðra vera í meðallagi hlynnt því að heimila slíka þjón- ustu, en aðeins 17,4% segjast vera andvíg því. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Maskínu á viðhorfi landsmanna til akstursþjónustu. Þeir sem nota oft þjónustu Uber eða sambærilega þjónustu erlend- is og þeir sem ferðast reglulega með leigubílum hér á landi eru líklegastir til að vilja heimila þjónustu eins og Uber hér á landi. Könnunin fór fram 26. til 31. október og voru svarendur 1.016 talsins. Þegar spurt var hversu hlynntur eða andvígur viðkom- andi væri akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi svöruðu 27,8% því að þau værumjög hlynnt og 25% sögðust fremur hlynnt, samtals 52,8%. Þá sögðust 29,8% vera í meðallagi hlynnt því að þjónustan yrði heimiluð, en 8,6% sögðust fremur andvíg og 8,8% sögðust mjög andvíg. Leigubílar Margir vilja Uber til Íslands. Morgunblaðið/Unnur Karen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.