Morgunblaðið - 08.11.2022, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2022
Frá því snemma á öldinni hef
ég stutt Leeds United í gegnum
súrt og sætt, aðallega súrt. Síð-
ustu 5-6 ár hafa þó verið mun
skemmtilegri en 16 árin þar á
undan.
Frá árinu 2013 hafa ferðirnar
á Elland Road verið þrettán og
leikirnir alls fimmtán. Sigurhlut-
fall Leeds þegar ofanritaður er á
vellinum er hins vegar langt frá
því að vera gott.
Fyrir laugardaginn voru
sigrarnir tveir í fjórtán leikjum.
Bjuggust því margir félaga
minna við því versta þegar þeir
fréttu að ég væri mættur á völl-
inn.
Eins og venjulega fyrir leik
voru taugarnar þandar. Það er
eitthvað svo æðislega stressandi
að ferðast alla þessa leið til að
mæta á leik með þínu liði. Taug-
arnar róuðust hins vegar þegar
Leeds komst yfir eftir tvær mín-
útur.
Um leið og búið var að fagna
markinu, hugsaði ofanritaður að
þetta væri of gott til að vera
satt. Það reyndist rétt. Snemma
í seinni hálfleik var staðan orðin
3:1 fyrir Bournemouth og ferða-
félagarnir farnir að hóta því að
ég yrði skilinn eftir næst. Stemn-
ingin á vellinum var nær engin,
fyrir utan stuðningsmenn Borne-
mouth. Þeim fannst voða gaman.
Á næstu 40 mínútunum
breyttist hins vegar allt. Mínir
menn neituðu að gefast upp,
jöfnuðu í 3:3 og skoruðu sigur-
mark undir lok leiks. Allt varð
gjörsamlega vitlaust, ég fór að
gráta og stuðningsmenn Bourne-
mouth sömuleiðis. Allur sársauk-
inn sem fylgir því þegar illa
gengur verður þess virði á svona
degi. Mér verður líka boðið með
næst, sem er ákveðinn plús.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.isManchester United og Barcelona
mætast í umspili um sæti í 16-liða
úrslitum Evrópudeildar karla í fót-
bolta, en dregið var í umspilið í
Nyon í Sviss í gær.
Ítalska stórliðið Juventus mætir
Nantes og Ajax og Union Berlin
mætast einnig. Danska Íslendinga-
liðið Midtjylland mætir Sporting
frá Portúgal. Fyrri viðureignir í
umspilinu fara fram 16. febrúar
næstkomandi og seinni viðureign-
irnar 23. febrúar.
Dráttinn má nálgast í heild sinni
á mbl.is/sport/fotbolti.
United mætir
Börsungum
AFP/Geoff Caddick
Evrópudeild Cristiano Ronaldo
mætir gömlu erkifjendunum.
Landsliðskonan Glódís Perla
Viggósdóttir er í liði sjöundu um-
ferðar þýsku 1. deildarinnar í fót-
bolta hjá þýska fjölmiðlinum Elfen.
Glódís skoraði eitt mark í 3:0-
sigri Bayern München á Freiburg á
laugardaginn. Eftir sigurinn er lið-
ið í þriðja sæti deildarinnar, með 16
stig eftir sjö leiki. Glódís hefur leik-
ið hverja einustu mínútu í fyrstu sjö
umferðum deildarinnar og var
markið það fyrsta hjá henni á leik-
tíðinni. Hún er á sínu öðru tímabili
með Bayern, eftir að hún kom til fé-
lagsins frá Rosengård.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Öflug Glódís Perla er í liði sjöundu
umferðar þýsku 1. deildarinnar.
Glódís í liði
umferðarinnar
SVÍÞJÓÐ
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnukonan Guðrún Arnar-
dóttir átti frábært tímabil með Sví-
þjóðar- og bikarmeisturum Rosen-
gård á nýliðnu keppnistímabili.
Guðrún, sem er 27 ára gömul,
gekk til liðs við sænska félagið frá
Djurgården í júlí á síðasta ári og
skrifaði hún undir tveggja ára samn-
ing í Malmö.
Hún var fastamaður í vörn sænska
liðsins á nýliðnu keppnistímabili en
Guðrún varð einnig Svíþjóðarmeist-
ari með liðinu á síðustu leiktíð.
„Heilt yfir þá getur maður ekki
verið annað en sáttur með tímabilið,“
sagði Guðrún í samtali við Morg-
unblaðið.
„Við náðum öllum þeim mark-
miðum sem við settum okkur fyrir
tímabilið. Við unnum bikarinn, deild-
arkeppnina og tryggðum okkur sæti
í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Ég hef verið í stóru hlutverki innan
liðsins líka og ég er bara sátt með
mína frammistöðu á tímabilinu. Við
fengum helst til of mörg mörk á okk-
ur, allavega fyrir minn smekk. Ég
hef líka bætt mig sem leikmaður og
ég er ennþá að vaxa og dafna, sem er
mjög jákvætt,“ sagði Guðrún.
Sterkur og breiður hópur
Rosengård, sem áður hét Malmö,
er sigursælasta kvennalið Svíþjóðar
en liðið hefur þrettán sinnum orðið
Svíþjóðarmeistari.
„Það er vissulega ákveðin pressa
sem fylgir því að spila fyrir félagið en
á sama tíma er það einhvern veginn
svo eðlilegt að þessi pressa sé til
staðar því markmiðið á hverju ein-
asta ári er að verða meistari og vinna
þá titla sem í boði eru.
Við erum með ótrúlega sterkan og
breiðan hóp og ég held að við séum
búnar að spila á einhverjum 27 leik-
mönnum allt tímabilið. Það er ótrú-
leg reynsla, í bland við mikla sigur-
hefð, innan leikmannahópsins og í
kringum klúbbinn og það mætti al-
veg segja sem svo að pressan hérna
nái bara til okkar upp að vissu
marki.“
Gott að koma til baka
Guðrún hefur verið hluti af ís-
lenska kvennalandsliðinu undan-
farna mánuði en liðinu mistókst að
tryggja sér sæti á HM 2023 eftir tap í
umspili gegn Portúgal í Pacos de
Ferreira í Portúgal 11. október.
„Að vissu leyti fannst mér gott að
koma til baka eftir landsliðsverk-
efnin vitandi það að það voru mikil-
vægir leikir framundan hjá Rosen-
gård í deildinni. Það var því gott að
hafa eitthvað annað sem maður gat
einbeitt sér að.
Þá hafði maður heldur ekki mikinn
tíma til þess að velta sér of mikið upp
úr svekkelsinu með landsliðinu. Auð-
vitað situr það alltaf aðeins í manni
en það er gott að þurfa strax að byrja
að hugsa um næsta leik með fé-
lagsliðinu.“
Frábært tækifæri
Rosengård tekur þátt í riðla-
keppni Meistaradeildarinnar í fyrsta
sinn í sögu félagsins en liðið leikur í
D-riðli keppninnar ásamt Barcelona,
Bayern München og SL Benfica
„Það er ótrúlega skemmtilegt að
taka þátt í riðlakeppni Meistara-
deildarinnar og satt best að segja þá
elska ég það. Að fá að máta sig við
bestu lið Evrópu og bestu leikmenn
Evrópu er fyrst og fremst frábært
tækifæri og þetta er þvílíkt gaman.
Auðvitað værum við til í að vera með
fleiri stig en það eru tveir leikir
framundan við SL Benfica sem gætu
haft mikið að segja um framgang
okkar í keppninni.
Maður hefur lært heilan helling á
þessum fyrstu tveimur leikjum riðla-
keppninnar gegn Barcelona og Bay-
ern München og að spila á móti þess-
um bestu liðum hjálpar manni að
þroskast og verða betri. Vissulega er
lokaleikurinn 21. desember en ég
væri ekki til í að skipta þessu út fyrir
neitt og ég get alveg tekið á mig
endalausar hlaupaæfingar fyrir
þessa Meistaradeild, það er sko lítið
mál,“ bætti Guðrún við í samtali við
Morgunblaðið.
„Satt best
að segja þá
elska ég það“
- Guðrún Arnardóttir vann tvöfalt
með Rosengård á nýliðnu tímabili
Ljósmynd/Rosengård
Meistari Guðrún Arnardóttir varð Svíþjóðar- og bikarmeistari með Rosen-
gård á nýliðnu keppnistímabili en hún gekk til liðs við félagið síðasta sumar.
Íslands- og bikarmeistarar Vals
náðu í gær þriggja stiga forskoti á
toppi Olísdeildar karla í handbolta
með 38:33-heimasigri á Selfossi.
Valsmenn hafa unnið sjö af fyrstu
átta leikjum sínum í deildinni.
Þeir byrjuðu af krafti og komust
snemma í 6:3 og þegar fyrri hálf-
leikur var hálfnaður hafði Valur tvö-
faldað forskotið, 12:6. Að lokum
munaði fimm mörkum á liðunum í
hálfleik, 21:16. Selfoss skoraði þrjú
fyrstu mörkin í seinni hálfleik, en
eftir það tóku Valsmenn aftur við
sér og hleyptu Selfyssingum ekki
nær sér.
Valur er með 14 stig á toppnum,
þremur stigum á undan Fram og
Aftureldingu. Selfoss er í fimmta
sæti með níu stig.
Vignir Stefánsson og Magnús Óli
Magnússon voru markahæstir hjá
Valsmönnum með sjö mörk hvor og
þeir Þorgils Jón Svölu Baldursson
og Finnur Ingi Stefánsson skoruðu
fimm mörk hvor. Björgvin Páll
Gústavsson varði 13 skot í marki
Vals.
Einar Sverrisson var markahæst-
ur hjá Selfossi með átta mörk, Sig-
urður Snær Sigurjónsson gerði sex
og Elvar Elí Hallgrímsson skoraði
fimm mörk. Jón Þórarinn Þor-
steinsson átti flottan leik í marki
Selfoss og varði 14 skot, þar af eitt
víti.
Morgunblaðið/Eggert
Markahæstur Vignir Stefánsson, markahæsti leikmaður Vals í gær, á
fleygiferð gegn Selfyssingum í Origo-höllinni á Hlíðarenda.
Valsmenn styrktu
stöðuna á toppnum
Þeir Bjarki Pét-
ursson og Guð-
mundur Ágúst
Kristjánsson úr
GKG komust
áfram á lokastig
úrtökumóts fyrir
Evrópumótaröð-
ina í golfi en
öðru stigi úr-
tökumóts lauk
um helgina. Har-
aldur Franklín Magnús úr GR er úr
leik. Lokastigið hefst á föstudaginn
á Spáni.
Bjarki lék frábært golf á fyrsta
hring þegar hann tapaði ekki höggi
og kom í hús á 7 höggum undir pari
Isla Canela-strandvallarins á Spáni.
Hann fylgdi fyrsta hringnum vel
eftir með því að leika hina þrjá
hringina á 4 höggum undir pari og
lauk leik á 19 höggum undir pari,
sem skilaði honum í 10.-11. sæti í
mótinu.
Guðmundur Ágúst lék ekki eins
vel á fyrsta degi en hann tapaði
ekki mörgum höggum á mótinu og
náði í mikilvæga erni á þriðja og
fjórða hring. Guðmundur lauk leik
á 17 höggum undir pari og hafnaði í
14.-17. sæti í mótinu.
Haraldur Franklín Magnús náði
ekki sama stöðugleika. Hann lék vel
á fyrsta og síðasta hring en á öðrum
og þriðja hring var skorið ekki eins
gott. Hann lauk leik á hringjunum
fjórum á 11 höggum undir pari.
Bjarki og
Guðmundur
á lokastigið
Guðmundur Ágúst
Kristjánsson